Talið víst að úrslitaleikurinn verði færður frá Rússlandi Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2022 17:30 Chelsea fagnaði Evrópumeistaratitli sínum á Drekavöllum í Portúgal í fyrra eftir úrslitaleik gegn Manchester City. Getty/Alexander Hassenstein Nær öruggt er að úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla verði færður frá Rússlandi eftir innrás Rússa í Úkraínu. Rússar hafa sent herlið í formi friðargæsluliða inn fyrir landamærin að Úkraínu, í héruðin Lúgansk og Donetsk, og óvissa ríkir um framhaldið. Ráðamenn víða um heim hafa fordæmt aðgerðir Rússa og breska ríkisútvarpið, BBC, segir að í ljósi stöðunnar megi nánast slá því föstu að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar, sem fram fer laugardaginn 28. maí, verði ekki í St Pétursborg eins og til stóð. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands sagði til að mynda að það væru „engar líkur á að fótboltamót yrði haldið í Rússlandi sem réðist inn í önnur lönd.“ Menningarmálaráðherra Breta, Nadine Dorries, sagði að málið yrði rætt við UEFA ef þess þyrfti. „Við leyfum ekki Pútín forseta að nýta alþjóðlega viðburði til að réttlæta ólöglega innrás inn í Úkraínu,“ sagði Dorries. Samkvæmt frétt BBC eru forráðamenn UEFA þó enn að meta stöðuna en langlíklegast þykir að úrslitaleikurinn verði færður, þriðja árið í röð. Síðustu tvö ár hefur hann verið spilaður í Portúgal vegna þeirra vandræða sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Landsleikir fyrirhugaðir í Moskvu í mars UEFA á í viðræðum við Dynamo Kiev og Sporting Lissabon um seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Ungmennadeildar UEFA en hann átti að fara fram í Kiev, höfuðborg Úkraínu, 2. mars. Fleiri leikir eru til skoðunar hjá UEFA. Til að mynda á rússneska karlalandsliðið fyrir höndum HM-umspilsleik við Pólland í Moskvu 24. mars, og mögulega úrslitaleik við Svíþjóð eða Tékkland 29. mars, einnig í Moskvu. Úkraína er einnig í HM-umspilinu en spilar á útivelli, fyrst gegn Skotlandi og svo mögulega Wales eða Austurríki. Þá er rússneska liðið Zenit St. Pétursborg á leið í leik gegn Real Betis á Spáni í Evrópudeildinni á fimmtudaginn, en Zenit þarf að vinna upp 3-2 tap á heimavelli til að komast áfram. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Átök í Úkraínu Rússland Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Rússar hafa sent herlið í formi friðargæsluliða inn fyrir landamærin að Úkraínu, í héruðin Lúgansk og Donetsk, og óvissa ríkir um framhaldið. Ráðamenn víða um heim hafa fordæmt aðgerðir Rússa og breska ríkisútvarpið, BBC, segir að í ljósi stöðunnar megi nánast slá því föstu að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar, sem fram fer laugardaginn 28. maí, verði ekki í St Pétursborg eins og til stóð. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands sagði til að mynda að það væru „engar líkur á að fótboltamót yrði haldið í Rússlandi sem réðist inn í önnur lönd.“ Menningarmálaráðherra Breta, Nadine Dorries, sagði að málið yrði rætt við UEFA ef þess þyrfti. „Við leyfum ekki Pútín forseta að nýta alþjóðlega viðburði til að réttlæta ólöglega innrás inn í Úkraínu,“ sagði Dorries. Samkvæmt frétt BBC eru forráðamenn UEFA þó enn að meta stöðuna en langlíklegast þykir að úrslitaleikurinn verði færður, þriðja árið í röð. Síðustu tvö ár hefur hann verið spilaður í Portúgal vegna þeirra vandræða sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Landsleikir fyrirhugaðir í Moskvu í mars UEFA á í viðræðum við Dynamo Kiev og Sporting Lissabon um seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Ungmennadeildar UEFA en hann átti að fara fram í Kiev, höfuðborg Úkraínu, 2. mars. Fleiri leikir eru til skoðunar hjá UEFA. Til að mynda á rússneska karlalandsliðið fyrir höndum HM-umspilsleik við Pólland í Moskvu 24. mars, og mögulega úrslitaleik við Svíþjóð eða Tékkland 29. mars, einnig í Moskvu. Úkraína er einnig í HM-umspilinu en spilar á útivelli, fyrst gegn Skotlandi og svo mögulega Wales eða Austurríki. Þá er rússneska liðið Zenit St. Pétursborg á leið í leik gegn Real Betis á Spáni í Evrópudeildinni á fimmtudaginn, en Zenit þarf að vinna upp 3-2 tap á heimavelli til að komast áfram.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Átök í Úkraínu Rússland Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira