Félagslegt húsnæði og biðlistarnir í Hafnarfirði Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 22. febrúar 2022 22:30 Það er grundvallarskylda sveitarfélaga að sjá fólki fyrir húsnæði sem af einhverjum ástæðum þarf á stuðningi að halda í þeim efnum. Árið 2020 voru þrjár íbúðir keyptar inn í félagslega íbúðakerfið og 6 í fyrra. Slæleg frammistaða bæjarins í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á undanförnum átta árum undir stjórn Sjálfstæðisflokksins spilar að einhverju leyti þarna inn í því íbúðirnar hafa hreinlega ekki verið til í bænum. Hér er því sannarlega verk að vinna á næsta kjörtímabili. Barátta um grundvallarmannréttindi Margt fólk í mjög erfiðum aðstæðum er á biðlista eftir félagslegu húsnæði og þarfnast úrlausnar sem fyrst. Það býr í foreldrahúsum, ósamþykktum íbúðum í iðnaðarhverfum, í leiguíbúðum þar sem 60-70% af ráðstöfunartekjum þess fer í leiguna og í íbúðum sem mæta ekki þörfum þess. Í Kastljósi í gærkvöldi sáum við umfjöllun um síðastnefnda dæmið. Þar var talað við öryrkja með lögheimili í Hafnarfirði sem er á biðlista eftir húsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ. Hann veit ekkert um það hvenær röðin kemur að honum. Eftir að hafa upplifað gríðarlegt áfall vegna veikinda, eins og viðmælandi Kastljóssins í gær, þá er ömurlegt til þess að vita að við taki barátta við kerfið um grundvallarmannréttindi. Þetta er óásættanleg staða með öllu. Bæjarstjóri skilar auðu í umræðunni Í umræðum í Kastljósi ræddu formaður Öryrkjabandalagsins og bæjarstjóri Hafnarfjarðar um búsetuúrræði fyrir fatlað fólk og félagslegt húsnæði. Í máli bæjarstjóra kom fram að hann telur það stórkostlegt átak af hálfu bæjarins að hafa bætt 40 íbúðum inn í félagslega íbúðarkerfið á síðustu sjö árum, eða sem nemur tæpum 6 íbúðum á ári að meðaltali. Niðurstaðan af þessu stórkostlega átaki bæjarstjóra er hins vegar sú að um 100 einstaklingar og fjölskyldur eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði og stór hluti þeirra er í brýnni þörf, líkt og við sáum dæmi um í Kastljósi gærkvöldsins. Bæjarstjóri ver stefnu Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og á Seltjarnarnesi Það er því deginum ljósara að það hefur ekki verið nóg gert undanfarin ár í Hafnarfirði. Hér tala tölurnar sínu máli um frammistöðu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í þessum mikilvæga málaflokki. Út yfir tók þó þegar bæjarstjóri Hafnarfjarðar varði sérstaklega frammistöðu Garðabæjar og Seltjarnarness í þessum málum því að í þeim sveitarfélögum birtist stefna Sjálfstæðisflokksins einmitt með hvað skýrustum hætti. Stefna sem felst í því að lækka skatta og álögur á hátekjufólkið og efnamesta fólkið. Það kemur svo niður á þjónustu sveitarfélaganna við þá hópa sem helst þurfa á henni að halda. Og vandanum er svo velt yfir á nærliggjandi sveitarfélög. Þetta gat bæjarstjóri Hafnarfjarðar ekki gagnrýnt í Kastljósinu í gær, enda um stefnu Sjálfstæðisflokksins að ræða. Rjúfum kyrrstöðuna Megin niðurstaðan af umræðum Kastljóssins í gær er því sú að Hafnarfjörður, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, hefur engan veginn staðið sig í þessum málefnum. Þörf er á stórkostlegu átaki á næsta kjörtímabili til að fjölga íbúðum í félagslega íbúðarkerfinu til að stytta biðlistana og bið fólks á þeim. Þörf er á nýjum hugmyndum sem bornar eru uppi af fólki sem hefur raunverulegan áhuga á málinu og veit hversu mikilvæg húsnæðismálin eru fyrir fólk í erfiðum aðstæðum. Samfylkingin mun setja húsnæðismál í víðu samhengi í algjöran forgang á næsta kjörtímabili og rjúfa þá kyrrstöðu sem einkennt hefur málaflokkinn undanfarin ár undir forystu Sjálfstæðisflokksins í bænum. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og fulltrúi flokksins í fjölskylduráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Félagsmál Húsnæðismál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er grundvallarskylda sveitarfélaga að sjá fólki fyrir húsnæði sem af einhverjum ástæðum þarf á stuðningi að halda í þeim efnum. Árið 2020 voru þrjár íbúðir keyptar inn í félagslega íbúðakerfið og 6 í fyrra. Slæleg frammistaða bæjarins í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á undanförnum átta árum undir stjórn Sjálfstæðisflokksins spilar að einhverju leyti þarna inn í því íbúðirnar hafa hreinlega ekki verið til í bænum. Hér er því sannarlega verk að vinna á næsta kjörtímabili. Barátta um grundvallarmannréttindi Margt fólk í mjög erfiðum aðstæðum er á biðlista eftir félagslegu húsnæði og þarfnast úrlausnar sem fyrst. Það býr í foreldrahúsum, ósamþykktum íbúðum í iðnaðarhverfum, í leiguíbúðum þar sem 60-70% af ráðstöfunartekjum þess fer í leiguna og í íbúðum sem mæta ekki þörfum þess. Í Kastljósi í gærkvöldi sáum við umfjöllun um síðastnefnda dæmið. Þar var talað við öryrkja með lögheimili í Hafnarfirði sem er á biðlista eftir húsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ. Hann veit ekkert um það hvenær röðin kemur að honum. Eftir að hafa upplifað gríðarlegt áfall vegna veikinda, eins og viðmælandi Kastljóssins í gær, þá er ömurlegt til þess að vita að við taki barátta við kerfið um grundvallarmannréttindi. Þetta er óásættanleg staða með öllu. Bæjarstjóri skilar auðu í umræðunni Í umræðum í Kastljósi ræddu formaður Öryrkjabandalagsins og bæjarstjóri Hafnarfjarðar um búsetuúrræði fyrir fatlað fólk og félagslegt húsnæði. Í máli bæjarstjóra kom fram að hann telur það stórkostlegt átak af hálfu bæjarins að hafa bætt 40 íbúðum inn í félagslega íbúðarkerfið á síðustu sjö árum, eða sem nemur tæpum 6 íbúðum á ári að meðaltali. Niðurstaðan af þessu stórkostlega átaki bæjarstjóra er hins vegar sú að um 100 einstaklingar og fjölskyldur eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði og stór hluti þeirra er í brýnni þörf, líkt og við sáum dæmi um í Kastljósi gærkvöldsins. Bæjarstjóri ver stefnu Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og á Seltjarnarnesi Það er því deginum ljósara að það hefur ekki verið nóg gert undanfarin ár í Hafnarfirði. Hér tala tölurnar sínu máli um frammistöðu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í þessum mikilvæga málaflokki. Út yfir tók þó þegar bæjarstjóri Hafnarfjarðar varði sérstaklega frammistöðu Garðabæjar og Seltjarnarness í þessum málum því að í þeim sveitarfélögum birtist stefna Sjálfstæðisflokksins einmitt með hvað skýrustum hætti. Stefna sem felst í því að lækka skatta og álögur á hátekjufólkið og efnamesta fólkið. Það kemur svo niður á þjónustu sveitarfélaganna við þá hópa sem helst þurfa á henni að halda. Og vandanum er svo velt yfir á nærliggjandi sveitarfélög. Þetta gat bæjarstjóri Hafnarfjarðar ekki gagnrýnt í Kastljósinu í gær, enda um stefnu Sjálfstæðisflokksins að ræða. Rjúfum kyrrstöðuna Megin niðurstaðan af umræðum Kastljóssins í gær er því sú að Hafnarfjörður, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, hefur engan veginn staðið sig í þessum málefnum. Þörf er á stórkostlegu átaki á næsta kjörtímabili til að fjölga íbúðum í félagslega íbúðarkerfinu til að stytta biðlistana og bið fólks á þeim. Þörf er á nýjum hugmyndum sem bornar eru uppi af fólki sem hefur raunverulegan áhuga á málinu og veit hversu mikilvæg húsnæðismálin eru fyrir fólk í erfiðum aðstæðum. Samfylkingin mun setja húsnæðismál í víðu samhengi í algjöran forgang á næsta kjörtímabili og rjúfa þá kyrrstöðu sem einkennt hefur málaflokkinn undanfarin ár undir forystu Sjálfstæðisflokksins í bænum. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og fulltrúi flokksins í fjölskylduráði.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar