Segja Vöndu hafa svarað móður Arons og rangt að upp úr hafi soðið Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2022 10:16 Óvissa ríkir um framtíð Arons Einars Gunnarssonar með landsliðinu og Vanda Sigurgeirsdóttir formaður var spurð út í hana á súpufundi á Akureyri í síðustu viku. Vilhelm/Hulda Margrét Þórsarar á Akureyri hafa sent frá sér athugasemd vegna fréttaflutnings af súpufundi í síðustu viku, þar sem móðir Arons Einars Gunnarssonar spurði Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ, út í framtíð Arons með landsliðinu. Mannlíf fjallaði fyrst um málið og sagði í fyrirsögn að upp úr hefði soðið á þessum fjölmenna fundi og móðir Arons, Jóna Emilía Arnórsdóttir, engin svör fengið við sínum spurningum. Vísaði Mannlíf í heimildarmann sem verið hefði á meðal gesta. Framtíð Arons Einars með fótboltalandsliðinu hefur verið í óvissu eftir að lögregla hóf rannsókn á kynferðisbrotamáli frá árinu 2010, þar sem þeir Aron og Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH, eru sakaðir um hópnauðgun. Hann hefur ekki verið valinn í landsliðshóp síðan í júní í fyrra. „Að halda því fram að upp úr hafi soðið á fundinum eru í besta falli ýkjur“ Í athugasemd Þórsara segir að það sé vissulega rétt að Jóna hafi verið viðstödd fundinn og spurt Vöndu hvort hún hafi á sínum tíma hringt í Aron Einar, og hvort að hún myndi beita sér fyrir því að hann fengi ekki að snúa aftur í landsliðið. Það sé þó ekki rétt að upp úr hafi soðið, og að Vanda hafi svarað þessum spurningum. „Við, undirritaðir þurfum ekki að svara fyrir Vöndu eða verja hana á nokkurn hátt, en þar sem fundurinn var á ábyrgð okkar og Þórs er rétt að upplýsa að Vanda svaraði bæði þeirri spurningu hvort hún hefði hringt í Aron Einar, og hvort hún myndi beita sér fyrir því að hann fengi ekki inn í landsliðið aftur,“ segir í yfirlýsingu þeirra sem skipulögðu súpufundinn, en undir hana skrifa Þórsararnir Sigfús Ólafur Helgason, Nói Björnsson og Páll Jóhannesson. „Upplifun fólks af fundi sem þessum getur að sjálfsögðu verið mismunandi en að halda því fram að upp úr hafi soðið á fundinum eru í besta falli ýkjur að okkar mati. Fundarstjórinn, Viðar Sigurjónsson, starfsmaður Íþrótta- og ólympíusambands Íslands á Akureyri, sá til þess að allt fór fram með sóma eins og hans var von og vísa.“ Athugasemd Þórsara má lesa í heild hér að neðan. Athugasemd vegna fréttar Mannlífs um súpufund Þórs Óhjákvæmilegt er að gera athugasemdir við frétt sem birtist á vef Mannlífs í dag, 23. febrúar, og fleiri fjölmiðlar hafa vitnað til. Í fréttinni er greint frá súpufundi sem undirritaðir skipulögðu fyrir hönd íþróttafélagsins Þórs og veitingahússins Greifans í síðustu viku. Fyrirsögn fréttar Mannlífs er: Upp úr sauð á fundi Vöndu hjá knattspyrnudeild Þórs: Móðir Arons Einars fékk engin svör Fréttin hefst á þessum orðum: Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, heimsótti á dögunum súpufund íþróttafélagsins Þórs á Akureyri og var tilefnið framboð hennar til stjórnar KSÍ sem fram fer í lok mánaðarins. ·Tilefni fundarins var ekki framboð Vöndu til stjórnar KSÍ. Íþróttafélagið Þór og Greifinn héldu 29 súpufundi fyrir nokkrum árum, þar sem frummælendum var boðið og fjölmörg mál tekin til umfjöllunar. Nú var þráðurinn tekinn upp og ákveðið að bjóða formanni stærsta íþróttasambandsins á fyrsta fundinn. Mannlíf segir að fjölmennt hafi verið á fundinum, sem er sannleikanum samkvæmt. Jafnframt að Jóna Emilía Arnórsdóttir, móðir Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsmanns í knattpsyrnu, hafi verið á meðal fundargesta. Það er einnig hárrétt, svo og að hún hafi lagt spurningar fyrir formann KSÍ. Síðan segir í frétt Mannlífs: Samkvæmt heimildarmanni Mannlífs, sem var á meðal gesta, segir móður Arons Einars hafa spurt einfaldra spurninga en Vanda hafi ekki viljað svara þeim. „Þetta var hálf kjánalegt hjá henni Vöndu því það eina sem Jóna Emilía vildi fá á hreint var hvort Vanda hafi á sínum tíma hringt í Aron Einar. Vanda vildi ekki svara þessari spurningu. Þeirri næstu var líka ekki svarað en þá spurði móðir Arons Einars hvort hann fengi ekki inn í landsliðið aftur þegar málið gegn syni hennar yrði fellt niður. ·Við, undirritaðir þurfum ekki að svara fyrir Vöndu eða verja hana á nokkurn hátt, en þar sem fundurinn var á ábyrgð okkar og Þórs er rétt að upplýsa að Vanda svaraði bæði þeirri spurningu hvort hún hefði hringt í Aron Einar, og hvort hún myndi beita sér fyrir því að hann fengi ekki inn í landsliðið aftur. ·Upplifun fólks af fundi sem þessum getur að sjálfsögðu verið mismunandi en að halda því fram að upp úr hafi soðið á fundinum eru í besta falli ýkjur að okkar mati. Fundarstjórinn, Viðar Sigurjónsson, starfsmaður Íþrótta- og ólympíusambands Íslands á Akureyri, sá til þess að allt fór fram með sóma eins og hans var von og vísa. Sigfús Ólafur Helgason Nói Björnsson Páll Jóhannesson KSÍ Fótbolti Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Sjá meira
Mannlíf fjallaði fyrst um málið og sagði í fyrirsögn að upp úr hefði soðið á þessum fjölmenna fundi og móðir Arons, Jóna Emilía Arnórsdóttir, engin svör fengið við sínum spurningum. Vísaði Mannlíf í heimildarmann sem verið hefði á meðal gesta. Framtíð Arons Einars með fótboltalandsliðinu hefur verið í óvissu eftir að lögregla hóf rannsókn á kynferðisbrotamáli frá árinu 2010, þar sem þeir Aron og Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH, eru sakaðir um hópnauðgun. Hann hefur ekki verið valinn í landsliðshóp síðan í júní í fyrra. „Að halda því fram að upp úr hafi soðið á fundinum eru í besta falli ýkjur“ Í athugasemd Þórsara segir að það sé vissulega rétt að Jóna hafi verið viðstödd fundinn og spurt Vöndu hvort hún hafi á sínum tíma hringt í Aron Einar, og hvort að hún myndi beita sér fyrir því að hann fengi ekki að snúa aftur í landsliðið. Það sé þó ekki rétt að upp úr hafi soðið, og að Vanda hafi svarað þessum spurningum. „Við, undirritaðir þurfum ekki að svara fyrir Vöndu eða verja hana á nokkurn hátt, en þar sem fundurinn var á ábyrgð okkar og Þórs er rétt að upplýsa að Vanda svaraði bæði þeirri spurningu hvort hún hefði hringt í Aron Einar, og hvort hún myndi beita sér fyrir því að hann fengi ekki inn í landsliðið aftur,“ segir í yfirlýsingu þeirra sem skipulögðu súpufundinn, en undir hana skrifa Þórsararnir Sigfús Ólafur Helgason, Nói Björnsson og Páll Jóhannesson. „Upplifun fólks af fundi sem þessum getur að sjálfsögðu verið mismunandi en að halda því fram að upp úr hafi soðið á fundinum eru í besta falli ýkjur að okkar mati. Fundarstjórinn, Viðar Sigurjónsson, starfsmaður Íþrótta- og ólympíusambands Íslands á Akureyri, sá til þess að allt fór fram með sóma eins og hans var von og vísa.“ Athugasemd Þórsara má lesa í heild hér að neðan. Athugasemd vegna fréttar Mannlífs um súpufund Þórs Óhjákvæmilegt er að gera athugasemdir við frétt sem birtist á vef Mannlífs í dag, 23. febrúar, og fleiri fjölmiðlar hafa vitnað til. Í fréttinni er greint frá súpufundi sem undirritaðir skipulögðu fyrir hönd íþróttafélagsins Þórs og veitingahússins Greifans í síðustu viku. Fyrirsögn fréttar Mannlífs er: Upp úr sauð á fundi Vöndu hjá knattspyrnudeild Þórs: Móðir Arons Einars fékk engin svör Fréttin hefst á þessum orðum: Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, heimsótti á dögunum súpufund íþróttafélagsins Þórs á Akureyri og var tilefnið framboð hennar til stjórnar KSÍ sem fram fer í lok mánaðarins. ·Tilefni fundarins var ekki framboð Vöndu til stjórnar KSÍ. Íþróttafélagið Þór og Greifinn héldu 29 súpufundi fyrir nokkrum árum, þar sem frummælendum var boðið og fjölmörg mál tekin til umfjöllunar. Nú var þráðurinn tekinn upp og ákveðið að bjóða formanni stærsta íþróttasambandsins á fyrsta fundinn. Mannlíf segir að fjölmennt hafi verið á fundinum, sem er sannleikanum samkvæmt. Jafnframt að Jóna Emilía Arnórsdóttir, móðir Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsmanns í knattpsyrnu, hafi verið á meðal fundargesta. Það er einnig hárrétt, svo og að hún hafi lagt spurningar fyrir formann KSÍ. Síðan segir í frétt Mannlífs: Samkvæmt heimildarmanni Mannlífs, sem var á meðal gesta, segir móður Arons Einars hafa spurt einfaldra spurninga en Vanda hafi ekki viljað svara þeim. „Þetta var hálf kjánalegt hjá henni Vöndu því það eina sem Jóna Emilía vildi fá á hreint var hvort Vanda hafi á sínum tíma hringt í Aron Einar. Vanda vildi ekki svara þessari spurningu. Þeirri næstu var líka ekki svarað en þá spurði móðir Arons Einars hvort hann fengi ekki inn í landsliðið aftur þegar málið gegn syni hennar yrði fellt niður. ·Við, undirritaðir þurfum ekki að svara fyrir Vöndu eða verja hana á nokkurn hátt, en þar sem fundurinn var á ábyrgð okkar og Þórs er rétt að upplýsa að Vanda svaraði bæði þeirri spurningu hvort hún hefði hringt í Aron Einar, og hvort hún myndi beita sér fyrir því að hann fengi ekki inn í landsliðið aftur. ·Upplifun fólks af fundi sem þessum getur að sjálfsögðu verið mismunandi en að halda því fram að upp úr hafi soðið á fundinum eru í besta falli ýkjur að okkar mati. Fundarstjórinn, Viðar Sigurjónsson, starfsmaður Íþrótta- og ólympíusambands Íslands á Akureyri, sá til þess að allt fór fram með sóma eins og hans var von og vísa. Sigfús Ólafur Helgason Nói Björnsson Páll Jóhannesson
Athugasemd vegna fréttar Mannlífs um súpufund Þórs Óhjákvæmilegt er að gera athugasemdir við frétt sem birtist á vef Mannlífs í dag, 23. febrúar, og fleiri fjölmiðlar hafa vitnað til. Í fréttinni er greint frá súpufundi sem undirritaðir skipulögðu fyrir hönd íþróttafélagsins Þórs og veitingahússins Greifans í síðustu viku. Fyrirsögn fréttar Mannlífs er: Upp úr sauð á fundi Vöndu hjá knattspyrnudeild Þórs: Móðir Arons Einars fékk engin svör Fréttin hefst á þessum orðum: Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, heimsótti á dögunum súpufund íþróttafélagsins Þórs á Akureyri og var tilefnið framboð hennar til stjórnar KSÍ sem fram fer í lok mánaðarins. ·Tilefni fundarins var ekki framboð Vöndu til stjórnar KSÍ. Íþróttafélagið Þór og Greifinn héldu 29 súpufundi fyrir nokkrum árum, þar sem frummælendum var boðið og fjölmörg mál tekin til umfjöllunar. Nú var þráðurinn tekinn upp og ákveðið að bjóða formanni stærsta íþróttasambandsins á fyrsta fundinn. Mannlíf segir að fjölmennt hafi verið á fundinum, sem er sannleikanum samkvæmt. Jafnframt að Jóna Emilía Arnórsdóttir, móðir Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsmanns í knattpsyrnu, hafi verið á meðal fundargesta. Það er einnig hárrétt, svo og að hún hafi lagt spurningar fyrir formann KSÍ. Síðan segir í frétt Mannlífs: Samkvæmt heimildarmanni Mannlífs, sem var á meðal gesta, segir móður Arons Einars hafa spurt einfaldra spurninga en Vanda hafi ekki viljað svara þeim. „Þetta var hálf kjánalegt hjá henni Vöndu því það eina sem Jóna Emilía vildi fá á hreint var hvort Vanda hafi á sínum tíma hringt í Aron Einar. Vanda vildi ekki svara þessari spurningu. Þeirri næstu var líka ekki svarað en þá spurði móðir Arons Einars hvort hann fengi ekki inn í landsliðið aftur þegar málið gegn syni hennar yrði fellt niður. ·Við, undirritaðir þurfum ekki að svara fyrir Vöndu eða verja hana á nokkurn hátt, en þar sem fundurinn var á ábyrgð okkar og Þórs er rétt að upplýsa að Vanda svaraði bæði þeirri spurningu hvort hún hefði hringt í Aron Einar, og hvort hún myndi beita sér fyrir því að hann fengi ekki inn í landsliðið aftur. ·Upplifun fólks af fundi sem þessum getur að sjálfsögðu verið mismunandi en að halda því fram að upp úr hafi soðið á fundinum eru í besta falli ýkjur að okkar mati. Fundarstjórinn, Viðar Sigurjónsson, starfsmaður Íþrótta- og ólympíusambands Íslands á Akureyri, sá til þess að allt fór fram með sóma eins og hans var von og vísa. Sigfús Ólafur Helgason Nói Björnsson Páll Jóhannesson
KSÍ Fótbolti Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Sjá meira