„Ég svara ykkur eftir nokkra daga ef ég verð enn á lífi“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 24. febrúar 2022 11:57 Oksana hefur gríðarlegar áhyggjur af fjölskyldunni sem býr úti í Úkraínu. Systir hennar segir skelfingu og neyð einkenna lífið í Úkraínu í dag. Vísir/Egill Þessi orð mælti faðir Oksönu Shabatura þegar hún bað hann um að leggja mat á ástandið og spá fyrir um framhaldið í Úkraínu. Þau eru til marks um þá óvissu og skelfingarástand sem almenningur í Úkraínu býr nú við. Oksana er úkraínsk en hefur búið á Íslandi í átján ár og starfar í Fellaskóla í Breiðholti. Hún vaknaði felmtri slegin klukkan sex í morgun við fréttir um innrás og sprengingar. „Þetta er bara hræðilegt. Við vorum öll að vona að þetta væri bara tal til að hræða stjórnmálamenn í Úkraínu. Engan grunaði að það yrði alvöru stríð.“ Það fyrsta sem Oksana gerði var að reyna að ná sambandi við systur sína sem býr úti. Þrátt fyrir stopult símasamband náði systir hennar að segja Oksönu frá þeim raunveruleika sem blasir nú við almenningi í stríðshrjáðri Úkraínu; skelfing og neyðarástand. Ringulreið og neyðarástand „Hún bara hágrætur og er í „panic“. Það eru allir í „panic“ í Úkraínu. Fólk reynir að fara eftir leiðbeiningum. Það fer í hraðbanka til að taka út pening en það er ekki hægt, það er allt tómt. Fólk fer á bensínstöðvar til að fylla á bensín en það eru hundrað manna raðir. Fólk kaupir mat fyrir peningaseðla því ekki er hægt að nota kort. Það kaupir kerfi og vatn því það er mikið talað um yfirvofandi vatns-og rafmagnsleysi. Fólk er bara mjög hrætt.“ Oksana hóf vinnudaginn á að opna Krakkafréttir fyrir börnin líkt og hún gjarnan gerir á meðan þau snæða morgunmat. Henni brá þó talsvert við þeirri sjón sem blasti við Oksönu og börnunum á forsíðu RÚV. „Það fyrsta sem poppar upp eru myndir frá Úkraínu; stríð, fólk í blóði og skriðdrekar. Mér bara brá og börnunum mínum líka.“ Hefur mestar áhyggjur af litla frænda í hernum Oksana hefur talsverðar áhyggjur af fjölskyldu sinni og vinum úti í Úkraínu. Hún brotnaði niður þegar hún minntist á litla frænda sinn. Frændi Oksönu býr í Úkraínu og er í hernum. Vísir/Egill „Ég hef mestar áhyggjur af litla frænda mínum sem er í hernum. Við vitum að ef það verður stríð þá eru hermennirnir þeir sem standa í fremstu víglínu. Þetta er bara átján ára barn.“ Oksana og fjölskylda hennar býr í vestanverðri Úkraínu en hún hafði þess vegna haldið að hennar ástvinir væru tiltölulega óhlutir „en stutt frá heimilinu mínu þá heyrir fólk sprengjur hér og þar.“ https://www.visir.is/k/782acbaf-8505-419b-bfdf-f856f68e2a5d-1645706767133 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Úkraína óskar eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Úkraína hefur óskað eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi vegna ástandsins í landinu. Gervihnattamyndir sýna skýrt liðssöfnun Rússa við landamærin. 23. febrúar 2022 22:55 Úkraínska þingið samþykkir að lýsa yfir neyðarástandi Úkraínska þingið samþykkti rétt í þessu að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi allsherjarinnrásar Rússa í landið. 23. febrúar 2022 20:21 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Oksana er úkraínsk en hefur búið á Íslandi í átján ár og starfar í Fellaskóla í Breiðholti. Hún vaknaði felmtri slegin klukkan sex í morgun við fréttir um innrás og sprengingar. „Þetta er bara hræðilegt. Við vorum öll að vona að þetta væri bara tal til að hræða stjórnmálamenn í Úkraínu. Engan grunaði að það yrði alvöru stríð.“ Það fyrsta sem Oksana gerði var að reyna að ná sambandi við systur sína sem býr úti. Þrátt fyrir stopult símasamband náði systir hennar að segja Oksönu frá þeim raunveruleika sem blasir nú við almenningi í stríðshrjáðri Úkraínu; skelfing og neyðarástand. Ringulreið og neyðarástand „Hún bara hágrætur og er í „panic“. Það eru allir í „panic“ í Úkraínu. Fólk reynir að fara eftir leiðbeiningum. Það fer í hraðbanka til að taka út pening en það er ekki hægt, það er allt tómt. Fólk fer á bensínstöðvar til að fylla á bensín en það eru hundrað manna raðir. Fólk kaupir mat fyrir peningaseðla því ekki er hægt að nota kort. Það kaupir kerfi og vatn því það er mikið talað um yfirvofandi vatns-og rafmagnsleysi. Fólk er bara mjög hrætt.“ Oksana hóf vinnudaginn á að opna Krakkafréttir fyrir börnin líkt og hún gjarnan gerir á meðan þau snæða morgunmat. Henni brá þó talsvert við þeirri sjón sem blasti við Oksönu og börnunum á forsíðu RÚV. „Það fyrsta sem poppar upp eru myndir frá Úkraínu; stríð, fólk í blóði og skriðdrekar. Mér bara brá og börnunum mínum líka.“ Hefur mestar áhyggjur af litla frænda í hernum Oksana hefur talsverðar áhyggjur af fjölskyldu sinni og vinum úti í Úkraínu. Hún brotnaði niður þegar hún minntist á litla frænda sinn. Frændi Oksönu býr í Úkraínu og er í hernum. Vísir/Egill „Ég hef mestar áhyggjur af litla frænda mínum sem er í hernum. Við vitum að ef það verður stríð þá eru hermennirnir þeir sem standa í fremstu víglínu. Þetta er bara átján ára barn.“ Oksana og fjölskylda hennar býr í vestanverðri Úkraínu en hún hafði þess vegna haldið að hennar ástvinir væru tiltölulega óhlutir „en stutt frá heimilinu mínu þá heyrir fólk sprengjur hér og þar.“ https://www.visir.is/k/782acbaf-8505-419b-bfdf-f856f68e2a5d-1645706767133
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Úkraína óskar eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Úkraína hefur óskað eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi vegna ástandsins í landinu. Gervihnattamyndir sýna skýrt liðssöfnun Rússa við landamærin. 23. febrúar 2022 22:55 Úkraínska þingið samþykkir að lýsa yfir neyðarástandi Úkraínska þingið samþykkti rétt í þessu að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi allsherjarinnrásar Rússa í landið. 23. febrúar 2022 20:21 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23
Úkraína óskar eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Úkraína hefur óskað eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi vegna ástandsins í landinu. Gervihnattamyndir sýna skýrt liðssöfnun Rússa við landamærin. 23. febrúar 2022 22:55
Úkraínska þingið samþykkir að lýsa yfir neyðarástandi Úkraínska þingið samþykkti rétt í þessu að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi allsherjarinnrásar Rússa í landið. 23. febrúar 2022 20:21
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent