„Vona að þessir stóru menn með engan heila muni stöðva þetta stríð“ Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2022 14:31 Mircea Lucescu gerði Dynamo Kiev að úkraínskum meistara á síðustu leiktíð. Getty/Pavlo Bagmot/Ukrinform Rúmenski knattspyrnustjórinn Mircea Lucescu, sem stýrir Dymamo Kiev í Úkraínu, segist verða að sýna gott fordæmi og ætlar ekki að yfirgefa Kænugarð þrátt fyrir innrás Rússa í landið og sprengingar í borginni. Keppni í úkraínsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið frestað um þrjátíu daga vegna ástandsins í landinu. Hún átti að hefjast að nýju eftir vetrarfrí á morgun. Hinn 76 ára gamli Lucescu, sem gerði Dynamo Kiev að úkraínskum meistara í fyrra, býr á æfingasvæði félagsins og ætlar ekki að flýja til Rúmeníu að svo stöddu. Dynamo Kyiv manager Mircea Lucescu: "All sporting activity in Ukraine was suspended for 30 days. I will not leave Kyiv to return to Romania, I'm not a coward. I hope these big people with no brains will stop this war. I never thought this was possible" pic.twitter.com/XSDbrwh9JN— Emanuel Ro u (@Emishor) February 24, 2022 Hann minnti á að hann hefði verið þjálfari Shaktar Donetsk þegar til vopnaðra átaka kom á milli aðskilnaðarsinna á bandi Rússa og herliðs Úkraínu. „Ég mun ekki fara frá Kiev til Rúmeníu því ég er ekki heigull. Ég fór ekki einu sinni þegar brjálæðið byrjaði í Donetsk 2014. Ég get ekki gert það. Það yrði neikvætt fordæmi fyrir alla og myndi ýta undir ótta og ringulreið. Hvernig gæti ég gert það?“ spurði Lucescu í viðtali við Fanatik. „Ég vona að þessir stóru menn með engan heila muni stöðva þetta stríð. Ég hélt að til þessa kæmi aldrei,“ sagði Lucescu. Eiginkona hans, Neli, átti pantað flug til Kiev á morgun en hætti við að koma til Úkraínu. Fyrirliði Dynamo Kiev, Serhiy Sydorchuk, skrifaði færslu á Instagram: „Á svona erfiðum tímum styð ég alla þá sem að berjast fyrir því að halda landinu okkar sjálfstæðu. Ég þakka stríðsmönnum okkar, diplómötum og öðrum löndum okkar sem reyna allt til að tryggja sjálfstæði landsins okkar. Dýrð sé Úkraínu!“ Innrás Rússa í Úkraínu Fótbolti Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Keppni í úkraínsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið frestað um þrjátíu daga vegna ástandsins í landinu. Hún átti að hefjast að nýju eftir vetrarfrí á morgun. Hinn 76 ára gamli Lucescu, sem gerði Dynamo Kiev að úkraínskum meistara í fyrra, býr á æfingasvæði félagsins og ætlar ekki að flýja til Rúmeníu að svo stöddu. Dynamo Kyiv manager Mircea Lucescu: "All sporting activity in Ukraine was suspended for 30 days. I will not leave Kyiv to return to Romania, I'm not a coward. I hope these big people with no brains will stop this war. I never thought this was possible" pic.twitter.com/XSDbrwh9JN— Emanuel Ro u (@Emishor) February 24, 2022 Hann minnti á að hann hefði verið þjálfari Shaktar Donetsk þegar til vopnaðra átaka kom á milli aðskilnaðarsinna á bandi Rússa og herliðs Úkraínu. „Ég mun ekki fara frá Kiev til Rúmeníu því ég er ekki heigull. Ég fór ekki einu sinni þegar brjálæðið byrjaði í Donetsk 2014. Ég get ekki gert það. Það yrði neikvætt fordæmi fyrir alla og myndi ýta undir ótta og ringulreið. Hvernig gæti ég gert það?“ spurði Lucescu í viðtali við Fanatik. „Ég vona að þessir stóru menn með engan heila muni stöðva þetta stríð. Ég hélt að til þessa kæmi aldrei,“ sagði Lucescu. Eiginkona hans, Neli, átti pantað flug til Kiev á morgun en hætti við að koma til Úkraínu. Fyrirliði Dynamo Kiev, Serhiy Sydorchuk, skrifaði færslu á Instagram: „Á svona erfiðum tímum styð ég alla þá sem að berjast fyrir því að halda landinu okkar sjálfstæðu. Ég þakka stríðsmönnum okkar, diplómötum og öðrum löndum okkar sem reyna allt til að tryggja sjálfstæði landsins okkar. Dýrð sé Úkraínu!“
Innrás Rússa í Úkraínu Fótbolti Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira