Sagðist hafa ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. febrúar 2022 14:47 Árnmar Jóhannes Guðmundsson, til hægri, í dómsal á Egilsstöðum í dag, ásamt verjanda sínum. Austurfrétt/Gunnar Gunnarsson Árnmar Jóhannes Guðmundsson, sem skotinn var af lögreglu eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús á Egilsstöðum í ágúst, neitar því að vera sekur um tilraun til manndráps er hann hleypti af byssu í átt að lögreglumönnum á vettvangi. Í dómsal í dag sagðist Árnmar hafa, eftir að það hafði runnið upp fyrir honum hvað hann hafði gert, ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt. Hann lýsti yfir mikilli eftirsjá vegna málsins. Aðalmeðferð málsins hófst í dag í Héraðsdómi Austurlands á Egilsstöðum. Þar gaf Árnmar upp afstöðu sína gagnvart þeim brotum sem honum er gefið að sök að hafa framið þann 26. ágúst síðastliðinn. Þann dag fékk lögregla tilkynningu um vopnaðan mann sem hafði uppi hótanir um að beita vopni í íbúðargötu á Egilisstöðum. Um var að ræða Árnmar sem ætlaði sér að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni. Mætti hann þangað vopnaður skammbyssu og haglabyssu. Skothvellir heyrðust úr húsinu og var hann síðar skotinn í kviðinn af lögreglu. Frá vettvangi á Egilsstöðum.Guðmundur Hjalti Stefánsson Árnmar er ákærður fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagbrot með því að hafa hótað sambýliskonu sinni með byssunni. Þá var hann einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll og vopnalagabrot með því að hafa ruðst inn í íbúð í Dalseli, undir áhrifum áfengis, vopnaður haglabyssu og skammbyssu. Neitar því að skot í átt að lögreglu hafi verið tilraun til manndráps Er honum gefið að sök að hafa ætlað að bana húsráðenda, barnsföður kærustu Árnmars, sem ekki var á staðnum. Þá er einnig gefið að sök að hafa hleypt af haglabyssunni innandyra og á tvo bíla. Árnmar er einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps, brot gegn valdstjórninni, eignaspjöll, hættubrot og vopnalagabrot með þvó að hafa skotið af haglabyssunni í átt að lögreglumönnum sem voru í vari við ból í heimreið hússins í Dalseli. Að auki er hann ákærður fyrir að hafa ógnað lögreglumanni með því að beina hlaðinni haglabyssunni að honum. Frá Egilsstöðum.Vísir/Vilhelm Er hann einnig ákærðir yfrir að hótun, brot gegn vopnalagabrotum og brot gegn barnaverndarlögum fyrir að hafa beint hlaðinni haglabyssum að tveimur drengjum þar sem þeir sátu í sófa í umræddir íbúð í Dalseli. Árnmar neitaði því að hafa hótað sambýliskonu hans með byssu, játaði að hafa brotist inn í húsið í Dalseli en neitaði því að hafa ætlað sér að bana húsráðenda þar. Sjónvarpsfrétt fréttastofu um málið sem birtist 27. ágúst síðastliðinn, daginn eftir aðgerðir lögreglu. Þá neitar hann því að hafa hótað drengjunum tveimur en véfengdi þó ekki fyrir dómi að þeir hafi upplifað ógn af völdum hans. Þá neitaði hann því að hafa framið tilraun til manndráps með því að skjóta í átt að lögreglumönnunum en játaði brot gegn vopnalögum, eignaspjöll og brot gegn valdstjórninni. Að lokum neitaði hann því að hafa hótað lögreglumanni með hlaðinni byssu. Man lítið eftir kvöldinu þangað til að hann var að hlaða byssu fyrir utan húsið Í svari Árnmars við spurningum Kolbrúnar Benediktssdóttur, varahéraðssaksóknara, í dómsal í dag kom fram að umrætt kvöld hafi hann bjór um hönd. Þegar líða fór á kvöldið hafi skapast einhvers konar núningur á milli hans og sambýliskonunnar vegna samskipta hennar og húsráðenda íbúðarhússins í Dalseli, barnsföður hennar. Frá vettvangi á Egilsstöðum.Vísir/Egill Eftir það sagðist Árnmar muna lítið fyrr en hann stóð á bílastæðinu við húsið í Dalseli að hlaða byssu. Viðurkenndi hann að hafa farið inn í húsið og sagðist hann vita að þar hafi hann verið brjálaður af reiði. Ákvað að „endurhanna“ Cruiserinn Eins og fram hefur komið var húsráðandinn ekki heima. Sagðist Árnmar þá hafa hringt í hann og eftir samtal þeirra á milli hafi eitthvað hitt á hans innstu taug, líkt og hann orðaði það. Þó sagðist Árnmar telja það að hann hefði ekki unnið húsráðenda mein, hefði húsráðendinn verið heima. Sagðist Árnmar hafa ætlað að fara til hans til að hræða hann. Mynd sem sýnir lögreglu á vettvangi. Ákvað hann því að að eigin sögn að skjóta á bíla í eigu húsráðandans, endurhanna Cruiserinn, eins og Árnmar orðaði það, en hann skaut á Toyota Land Cruiser jeppa við húsið. Sagðist hann hafa skotið nokkrum skotum með bæði haglabyssunni og skammbyssunni. Segist líða skelfilega yfir því sem hann lagði á lögreglu Skömmu síðar kom lögreglan á vettvang. Eftir að hafa heyrt lögregluna kalla „vopnuð lögregla“ sagðist Árnmar hafa ósjálfrátt skotið þremur skotum út um útidyrahurðina. Á þessum tímapunkti sagðist Árnmar hafa verið kominn langt niður andlega, litið svörtum auga á lífið og tilveruna. Á þeim tímapunkti hafi hann tekið ákvörðun um að láta lögregluna skjóta sig og binda þar með enda á líf hans. Sagðist hann hafa labbað út með byssuna, labbað greitt að lögreglubílnum, rétt byssuna upp til að að skapa ógn þó hann sagðist ekki hafa haldið utan um gikk byssunnar á þeim tímapunkti. Úr dómsal í Héraðsdómi Austurlands á Egilsstöðum í dag.Gunnar Gunnarsson/Austurfrétt Eins og komið hefur fram var Árnmar skotinn af lögreglu á vettvangi og fluttur þaðan til Reykjavíkur á sjúkrahús. Í aðdraganda þess að hann var skotinn sagðist hann hafa farið að gera sér grein fyrir því hvað hann hafði gert. Sagðist honum enn í dag líða skelfilega vegna hegðunar sinnar og þess sem hann hafi lagt á alla, húsráðanda hússins, drengina tvö en einnig lögreglumanninn sem neyddist til að skjóta hann. Sagði hann skelfilegt að hafa lagt þetta á lögreglumanninn, að þurfa að skjóta aðra manneskju. Aðalmeðferð málsins heldur áfram síðar í dag. Barnsfaðirinn gerir þá kröfu að maðurinn greiði honum rúmar 2,9 milljónir króna í miskabætur. Gerð er krafa fyrir hönd unglingsdrengjanna tveggja að Árnmar greiði þeim 2,5 milljónir króna hvorum í miskabætur. Þá gerir móðir drengjanna, sambýliskona byssumannsins, kröfu um að hann greiði sér 1,5 milljón króna í miskabætur. Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Múlaþing Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Byssumaðurinn á Egilsstöðum ákærður Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni, sem skaut á hús í Dalseli á Egilsstöðum í ágúst. Maðurinn var skotinn af lögreglu og fluttur á Landspítala þar sem hann lá á gjörgæslu í nokkurn tíma. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald. 22. nóvember 2021 11:03 Undraverður bati þrátt fyrir gríðarlegan blóðmissi og lífshættulega áverka Bati mannsins sem var skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í síðasta mánuði hefur verið undraverður, að sögn Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis á Landspítalanum. Hann segir fæsta lifa svo alvarlega áverka af enda hafi hann misst því sem jafngildi nær öllu blóði mannslíkamans. Skotið fór í hægra lunga mannsins, í gegnum brjóstholið og hafnaði á vegg fyrir aftan hann. 8. september 2021 19:02 Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24 Íbúi í húsi sem skotið var á: „Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta útverfi Egilsstaða“ „Húsið er allt sundurskotið. Það eru þrír gluggar hérna í húsinu sundurskotnir. Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta úthverfi Egilsstaða. Kannski í Reykjavík, en ekki hér.“ 27. ágúst 2021 08:48 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Aðalmeðferð málsins hófst í dag í Héraðsdómi Austurlands á Egilsstöðum. Þar gaf Árnmar upp afstöðu sína gagnvart þeim brotum sem honum er gefið að sök að hafa framið þann 26. ágúst síðastliðinn. Þann dag fékk lögregla tilkynningu um vopnaðan mann sem hafði uppi hótanir um að beita vopni í íbúðargötu á Egilisstöðum. Um var að ræða Árnmar sem ætlaði sér að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni. Mætti hann þangað vopnaður skammbyssu og haglabyssu. Skothvellir heyrðust úr húsinu og var hann síðar skotinn í kviðinn af lögreglu. Frá vettvangi á Egilsstöðum.Guðmundur Hjalti Stefánsson Árnmar er ákærður fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagbrot með því að hafa hótað sambýliskonu sinni með byssunni. Þá var hann einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll og vopnalagabrot með því að hafa ruðst inn í íbúð í Dalseli, undir áhrifum áfengis, vopnaður haglabyssu og skammbyssu. Neitar því að skot í átt að lögreglu hafi verið tilraun til manndráps Er honum gefið að sök að hafa ætlað að bana húsráðenda, barnsföður kærustu Árnmars, sem ekki var á staðnum. Þá er einnig gefið að sök að hafa hleypt af haglabyssunni innandyra og á tvo bíla. Árnmar er einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps, brot gegn valdstjórninni, eignaspjöll, hættubrot og vopnalagabrot með þvó að hafa skotið af haglabyssunni í átt að lögreglumönnum sem voru í vari við ból í heimreið hússins í Dalseli. Að auki er hann ákærður fyrir að hafa ógnað lögreglumanni með því að beina hlaðinni haglabyssunni að honum. Frá Egilsstöðum.Vísir/Vilhelm Er hann einnig ákærðir yfrir að hótun, brot gegn vopnalagabrotum og brot gegn barnaverndarlögum fyrir að hafa beint hlaðinni haglabyssum að tveimur drengjum þar sem þeir sátu í sófa í umræddir íbúð í Dalseli. Árnmar neitaði því að hafa hótað sambýliskonu hans með byssu, játaði að hafa brotist inn í húsið í Dalseli en neitaði því að hafa ætlað sér að bana húsráðenda þar. Sjónvarpsfrétt fréttastofu um málið sem birtist 27. ágúst síðastliðinn, daginn eftir aðgerðir lögreglu. Þá neitar hann því að hafa hótað drengjunum tveimur en véfengdi þó ekki fyrir dómi að þeir hafi upplifað ógn af völdum hans. Þá neitaði hann því að hafa framið tilraun til manndráps með því að skjóta í átt að lögreglumönnunum en játaði brot gegn vopnalögum, eignaspjöll og brot gegn valdstjórninni. Að lokum neitaði hann því að hafa hótað lögreglumanni með hlaðinni byssu. Man lítið eftir kvöldinu þangað til að hann var að hlaða byssu fyrir utan húsið Í svari Árnmars við spurningum Kolbrúnar Benediktssdóttur, varahéraðssaksóknara, í dómsal í dag kom fram að umrætt kvöld hafi hann bjór um hönd. Þegar líða fór á kvöldið hafi skapast einhvers konar núningur á milli hans og sambýliskonunnar vegna samskipta hennar og húsráðenda íbúðarhússins í Dalseli, barnsföður hennar. Frá vettvangi á Egilsstöðum.Vísir/Egill Eftir það sagðist Árnmar muna lítið fyrr en hann stóð á bílastæðinu við húsið í Dalseli að hlaða byssu. Viðurkenndi hann að hafa farið inn í húsið og sagðist hann vita að þar hafi hann verið brjálaður af reiði. Ákvað að „endurhanna“ Cruiserinn Eins og fram hefur komið var húsráðandinn ekki heima. Sagðist Árnmar þá hafa hringt í hann og eftir samtal þeirra á milli hafi eitthvað hitt á hans innstu taug, líkt og hann orðaði það. Þó sagðist Árnmar telja það að hann hefði ekki unnið húsráðenda mein, hefði húsráðendinn verið heima. Sagðist Árnmar hafa ætlað að fara til hans til að hræða hann. Mynd sem sýnir lögreglu á vettvangi. Ákvað hann því að að eigin sögn að skjóta á bíla í eigu húsráðandans, endurhanna Cruiserinn, eins og Árnmar orðaði það, en hann skaut á Toyota Land Cruiser jeppa við húsið. Sagðist hann hafa skotið nokkrum skotum með bæði haglabyssunni og skammbyssunni. Segist líða skelfilega yfir því sem hann lagði á lögreglu Skömmu síðar kom lögreglan á vettvang. Eftir að hafa heyrt lögregluna kalla „vopnuð lögregla“ sagðist Árnmar hafa ósjálfrátt skotið þremur skotum út um útidyrahurðina. Á þessum tímapunkti sagðist Árnmar hafa verið kominn langt niður andlega, litið svörtum auga á lífið og tilveruna. Á þeim tímapunkti hafi hann tekið ákvörðun um að láta lögregluna skjóta sig og binda þar með enda á líf hans. Sagðist hann hafa labbað út með byssuna, labbað greitt að lögreglubílnum, rétt byssuna upp til að að skapa ógn þó hann sagðist ekki hafa haldið utan um gikk byssunnar á þeim tímapunkti. Úr dómsal í Héraðsdómi Austurlands á Egilsstöðum í dag.Gunnar Gunnarsson/Austurfrétt Eins og komið hefur fram var Árnmar skotinn af lögreglu á vettvangi og fluttur þaðan til Reykjavíkur á sjúkrahús. Í aðdraganda þess að hann var skotinn sagðist hann hafa farið að gera sér grein fyrir því hvað hann hafði gert. Sagðist honum enn í dag líða skelfilega vegna hegðunar sinnar og þess sem hann hafi lagt á alla, húsráðanda hússins, drengina tvö en einnig lögreglumanninn sem neyddist til að skjóta hann. Sagði hann skelfilegt að hafa lagt þetta á lögreglumanninn, að þurfa að skjóta aðra manneskju. Aðalmeðferð málsins heldur áfram síðar í dag. Barnsfaðirinn gerir þá kröfu að maðurinn greiði honum rúmar 2,9 milljónir króna í miskabætur. Gerð er krafa fyrir hönd unglingsdrengjanna tveggja að Árnmar greiði þeim 2,5 milljónir króna hvorum í miskabætur. Þá gerir móðir drengjanna, sambýliskona byssumannsins, kröfu um að hann greiði sér 1,5 milljón króna í miskabætur.
Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Múlaþing Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Byssumaðurinn á Egilsstöðum ákærður Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni, sem skaut á hús í Dalseli á Egilsstöðum í ágúst. Maðurinn var skotinn af lögreglu og fluttur á Landspítala þar sem hann lá á gjörgæslu í nokkurn tíma. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald. 22. nóvember 2021 11:03 Undraverður bati þrátt fyrir gríðarlegan blóðmissi og lífshættulega áverka Bati mannsins sem var skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í síðasta mánuði hefur verið undraverður, að sögn Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis á Landspítalanum. Hann segir fæsta lifa svo alvarlega áverka af enda hafi hann misst því sem jafngildi nær öllu blóði mannslíkamans. Skotið fór í hægra lunga mannsins, í gegnum brjóstholið og hafnaði á vegg fyrir aftan hann. 8. september 2021 19:02 Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24 Íbúi í húsi sem skotið var á: „Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta útverfi Egilsstaða“ „Húsið er allt sundurskotið. Það eru þrír gluggar hérna í húsinu sundurskotnir. Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta úthverfi Egilsstaða. Kannski í Reykjavík, en ekki hér.“ 27. ágúst 2021 08:48 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Byssumaðurinn á Egilsstöðum ákærður Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni, sem skaut á hús í Dalseli á Egilsstöðum í ágúst. Maðurinn var skotinn af lögreglu og fluttur á Landspítala þar sem hann lá á gjörgæslu í nokkurn tíma. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald. 22. nóvember 2021 11:03
Undraverður bati þrátt fyrir gríðarlegan blóðmissi og lífshættulega áverka Bati mannsins sem var skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í síðasta mánuði hefur verið undraverður, að sögn Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis á Landspítalanum. Hann segir fæsta lifa svo alvarlega áverka af enda hafi hann misst því sem jafngildi nær öllu blóði mannslíkamans. Skotið fór í hægra lunga mannsins, í gegnum brjóstholið og hafnaði á vegg fyrir aftan hann. 8. september 2021 19:02
Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24
Íbúi í húsi sem skotið var á: „Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta útverfi Egilsstaða“ „Húsið er allt sundurskotið. Það eru þrír gluggar hérna í húsinu sundurskotnir. Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta úthverfi Egilsstaða. Kannski í Reykjavík, en ekki hér.“ 27. ágúst 2021 08:48
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent