Þessi 24 ára Þjóðverji er í þriðja sæti heimslistans en var þarna að spila í tvíliðaleik með Marcelo Melo en þeir töpuðu fyrir Lloyd Glasspool og Harri Heliovaara.
Zverev var svo ósáttur með dómara leiksins að hann sló ítrekað spaða sínum í dómarastólinn auk þess að lesa dómaranum pistilinn.
ATP fines Alexander Zverev $40K, takes away his $31K in prize money and his rankings points from the Mexican Open after his violent outburst. https://t.co/LoSotjX03K
— Howard Fendrich (@HowardFendrich) February 24, 2022
Zverev hafði seinna beðist innilega afsökunar á framkomu sinni en hann nældi sér þarna í hámarkssekt.
Zverev þarf að borga fjörutíu þúsund dollara í sekt eða meira en fimm milljónir íslenskra króna.
Hann missir líka af þrjátíu þúsund dollurum í verðlaunafé.
Alþjóðatennissambandið hefur samt enn ekki lokað málinu og því gæti Zverev ætt von á frekari refsingum í framtíðinni. Hann gæti fengið bann.
Zverev var rekinn úr mótinu og fékk því ekki að keppa í einstaklingskeppninni þar sem hann hafði titil að verja. Þetta gæti líka haft slæm áhrif á stöðu hans á heimslistanum.
Alexander Zverev has been THROWN OUT of the Mexican Open for attacking the umpire's chair at the end of his doubles match pic.twitter.com/CWhQ1r6kwj
— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) February 23, 2022