„Biðjið fyrir okkur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2022 12:00 Brasilíski hópurinn á hótelinu í Kiev. Instagram/@marlonsantos_ms4 Stríðsástand í Úkraínu hefur auðvitað mikil áhrif á marga og ekki bara Úkraínumenn og Rússa. Erlendir atvinnumenn í landinu eru í vandræðum að sleppa í burtu. Brasilískir fótboltamenn í Úkraínu hafa þannig leitað skjóls með fjölskyldu sinni á hóteli og leita leiða til að komast í burtu frá Úkraínu. Marlon Santos, leikmaður Shakhtar Donetsk, bað um hjálp á samfélagsmiðlum en það lítur út fyrir að hann og þrettán brasilískur leikmenn félagsins komist ekki út úr landinu. Brazilian footballers stuck in Ukraine have appealed to their government for help leaving the country. Júnior Moraes shared a video alongside Shakhtar Donetsk and Dynamo Kyiv players. pic.twitter.com/AjCfh1Aduh— B/R Football (@brfootball) February 24, 2022 Leikmennirnir eru á hóteli í Kænugarði en þar er líka Vitinho sem spilar með Dynamo Kiev. „Hér erum við allir samankomnir, leikmenn Dynamo og Shakhtar, og við erum hér með okkar fjölskyldum og á þessu hóteli út af ástandinu,“ sagði Marlon Santos í viðtalinu umkringdur öllum löndum sínum. „Við erum að biðja um ykkar hjálp, vegna slæmra aðstæðna í borginni, lokaðra landamæra og lokaðar lofthelgi. Það er engin leið til að komast út. Við vonumst eftir aðstoðar frá ríkisstjórn Brasilíu sem getur hjálpa okkur,“ sagði Santos. Kona eins leikmannsins fékk þá orðið. „Við konurnar erum hér með börnum okkar og okkur finnst við vera skilin eftir. Við vitum ekki hvað við eigum að gera og fáum engar upplýsingar. Við biðlum til ykkar, barnanna vegna. Við öll hlupum út úr húsum til að koma hingað á hótelið.“ Junior Moraes, leikmaður Shakhtar, setti líka inn myndband á samfélagsmiðla. „Það er algjör örvænting. Landamærin eru lokuð, bankarnir eru lokaðir og það er ekkert eldsneyti til. Það verður fljótlega skortur á mat og það er enginn peningur. Við erum að bíða eftir einhverri leið til að komast frá Úkraínu,“ sagði Junior Moraes. „Vinir og fjölskylda. Staðan er alvarleg og við erum föst í Kiev að bíða eftir lausn svo við komust í brutu. Við erum á hóteli. Biðjið fyrir okkur,“ sagði Junior. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira
Brasilískir fótboltamenn í Úkraínu hafa þannig leitað skjóls með fjölskyldu sinni á hóteli og leita leiða til að komast í burtu frá Úkraínu. Marlon Santos, leikmaður Shakhtar Donetsk, bað um hjálp á samfélagsmiðlum en það lítur út fyrir að hann og þrettán brasilískur leikmenn félagsins komist ekki út úr landinu. Brazilian footballers stuck in Ukraine have appealed to their government for help leaving the country. Júnior Moraes shared a video alongside Shakhtar Donetsk and Dynamo Kyiv players. pic.twitter.com/AjCfh1Aduh— B/R Football (@brfootball) February 24, 2022 Leikmennirnir eru á hóteli í Kænugarði en þar er líka Vitinho sem spilar með Dynamo Kiev. „Hér erum við allir samankomnir, leikmenn Dynamo og Shakhtar, og við erum hér með okkar fjölskyldum og á þessu hóteli út af ástandinu,“ sagði Marlon Santos í viðtalinu umkringdur öllum löndum sínum. „Við erum að biðja um ykkar hjálp, vegna slæmra aðstæðna í borginni, lokaðra landamæra og lokaðar lofthelgi. Það er engin leið til að komast út. Við vonumst eftir aðstoðar frá ríkisstjórn Brasilíu sem getur hjálpa okkur,“ sagði Santos. Kona eins leikmannsins fékk þá orðið. „Við konurnar erum hér með börnum okkar og okkur finnst við vera skilin eftir. Við vitum ekki hvað við eigum að gera og fáum engar upplýsingar. Við biðlum til ykkar, barnanna vegna. Við öll hlupum út úr húsum til að koma hingað á hótelið.“ Junior Moraes, leikmaður Shakhtar, setti líka inn myndband á samfélagsmiðla. „Það er algjör örvænting. Landamærin eru lokuð, bankarnir eru lokaðir og það er ekkert eldsneyti til. Það verður fljótlega skortur á mat og það er enginn peningur. Við erum að bíða eftir einhverri leið til að komast frá Úkraínu,“ sagði Junior Moraes. „Vinir og fjölskylda. Staðan er alvarleg og við erum föst í Kiev að bíða eftir lausn svo við komust í brutu. Við erum á hóteli. Biðjið fyrir okkur,“ sagði Junior. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira