Vaktin: Allt stefnir í aðra erfiða nótt Eiður Þór Árnason, Samúel Karl Ólason, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 26. febrúar 2022 07:37 Rússar hafa náð yfirráðum á Melitopol. AP Photo/Emilio Morenatti Rússneskar hersveitir segjast hafa náð yfirráðum í borginni Melitopol í suðausturhluta Úkraínu. Melitopol er fyrsta stóra borgin, utan þeirra sem eru á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austri, sem fellur í hendur Rússa. Varnarmálaráðherra Breta segir þessar fregnir þó ekki réttar. Árás Rússa á úkraínskar borgir hélt þá áfram í alla nótt og beittu þeir til þess bæði eldflaugum sem skotið var úr herflugvélum og af skipum þeirra, sem eru við strendur Úkraínu í Svartahafi. Hart var barist í Kænugarði í nótt. Borgarstjóri Kænugarðs segir 35 almenna borgara, þar af tvö börn, hafa særst í átökunum í nótt. Fram kemur í tilkynningu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu í morgun að rússneskar hersveitir hafi náð að skjóta á hundruði hernaðarbygginga og -innviða og eyðilagt nokkrar þotur og tugi skriðdreka og annarra herbifreiða úkraínska hersins. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvatti þá úkraínska herinn í gær að steypa Vólódómír Selenskíj, forseta Úkraínu, af stóli og taka sjálfur völd. Pútín hvatti herinn að sjá sjálfur um að semja um frið. Pútín hefur undanfarnar vikur krafist þess að Atlantshafsbandalagið hætti útrás sinni til austurs og þess að Úkraína fái ekki möguleika á að ganga til liðs við bandalagið. Pútín hefur á síðustu dögum gert ljóst að hann telji Úkraínu ekki réttmætt ríki og í langri ræðu sem hann flutti á mánudaginn, þegar hann opinberaði að hann hefði viðurkennt sjálfstæði Luhansk og Donetsk og skrifað undir varnarsáttmála við leiðtoga héraðanna, sagði forsetinn að það hefðu verið mikil mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Undanfarna tvo sólarhringa hafa hundruð verið handtekin í Rússlandi eftir að mótmæli brutust þar víða út vegna innrásarinnar. Lögreglan hefur handtekið minnst 2.692 mótmælendur, samkvæmt eftirliti OVD-Info, en flestir voru handteknir í Moskvu og Sankti Pétursborg. Þetta er það sem við vitum núna: Barist er í suður-, austur- og vesturhluta Kænugarðs. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að minnst 35 almennir borgarar, þar af tvö börn, hafi særst í átökum næturinnar. Internetsamband er víða mjög stopult í Úkraínu eftir að Rússar réðust á marga helstu innviði í Úkraínu í nótt. Úkraínsk yfirvöld segja að meira en þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í bardögum. Rússar hafa þó ekki birt um það opinberar tölur. Sameinuðu þjóðirnar segja 25 almenna borgara hafa fallið og 102 hafa særst (þessar tölur hafa ekki verið uppfærðar af SÞ eftir nóttina). Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að allt að fimm milljónir manna þurfi að flýja heimili sín vegna átakanna. Meira en hundrað þúsund hafa flúið heimili sín í dag. Bensín-, seðla- og sjúkravöruskortur hefur gert fólki erfitt fyrir. Rússar segjast hafa náð yfirráðum í fyrstu stóru borginni utan þeirra sem eru á valdi aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu. Varnarmálaráðherra Breta hefur þó sagt að þetta sé ekki rétt og á það eftir að skýrast frekar. Leiðtogar Póllands, Litháen og Þýskalands munu hittast í Berlín í dag til að ræða frekari viðskiptaþinganir gegn Rússum. Vopn frá Frökkum, Þjóðverjum og Nato eru á leið til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað utanríkisáðuneyti sínu að gefa Úkraínu 350 milljónir Bandaríkjadala í hernaðaraðstoð.
Árás Rússa á úkraínskar borgir hélt þá áfram í alla nótt og beittu þeir til þess bæði eldflaugum sem skotið var úr herflugvélum og af skipum þeirra, sem eru við strendur Úkraínu í Svartahafi. Hart var barist í Kænugarði í nótt. Borgarstjóri Kænugarðs segir 35 almenna borgara, þar af tvö börn, hafa særst í átökunum í nótt. Fram kemur í tilkynningu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu í morgun að rússneskar hersveitir hafi náð að skjóta á hundruði hernaðarbygginga og -innviða og eyðilagt nokkrar þotur og tugi skriðdreka og annarra herbifreiða úkraínska hersins. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvatti þá úkraínska herinn í gær að steypa Vólódómír Selenskíj, forseta Úkraínu, af stóli og taka sjálfur völd. Pútín hvatti herinn að sjá sjálfur um að semja um frið. Pútín hefur undanfarnar vikur krafist þess að Atlantshafsbandalagið hætti útrás sinni til austurs og þess að Úkraína fái ekki möguleika á að ganga til liðs við bandalagið. Pútín hefur á síðustu dögum gert ljóst að hann telji Úkraínu ekki réttmætt ríki og í langri ræðu sem hann flutti á mánudaginn, þegar hann opinberaði að hann hefði viðurkennt sjálfstæði Luhansk og Donetsk og skrifað undir varnarsáttmála við leiðtoga héraðanna, sagði forsetinn að það hefðu verið mikil mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Undanfarna tvo sólarhringa hafa hundruð verið handtekin í Rússlandi eftir að mótmæli brutust þar víða út vegna innrásarinnar. Lögreglan hefur handtekið minnst 2.692 mótmælendur, samkvæmt eftirliti OVD-Info, en flestir voru handteknir í Moskvu og Sankti Pétursborg. Þetta er það sem við vitum núna: Barist er í suður-, austur- og vesturhluta Kænugarðs. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að minnst 35 almennir borgarar, þar af tvö börn, hafi særst í átökum næturinnar. Internetsamband er víða mjög stopult í Úkraínu eftir að Rússar réðust á marga helstu innviði í Úkraínu í nótt. Úkraínsk yfirvöld segja að meira en þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í bardögum. Rússar hafa þó ekki birt um það opinberar tölur. Sameinuðu þjóðirnar segja 25 almenna borgara hafa fallið og 102 hafa særst (þessar tölur hafa ekki verið uppfærðar af SÞ eftir nóttina). Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að allt að fimm milljónir manna þurfi að flýja heimili sín vegna átakanna. Meira en hundrað þúsund hafa flúið heimili sín í dag. Bensín-, seðla- og sjúkravöruskortur hefur gert fólki erfitt fyrir. Rússar segjast hafa náð yfirráðum í fyrstu stóru borginni utan þeirra sem eru á valdi aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu. Varnarmálaráðherra Breta hefur þó sagt að þetta sé ekki rétt og á það eftir að skýrast frekar. Leiðtogar Póllands, Litháen og Þýskalands munu hittast í Berlín í dag til að ræða frekari viðskiptaþinganir gegn Rússum. Vopn frá Frökkum, Þjóðverjum og Nato eru á leið til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað utanríkisáðuneyti sínu að gefa Úkraínu 350 milljónir Bandaríkjadala í hernaðaraðstoð.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira