Fótbolti

Pólverjar neita að spila við Rússa

Atli Arason skrifar
Blatter tikynnti árið 2010 að HM 2022 færi fram í Katar.
Blatter tikynnti árið 2010 að HM 2022 færi fram í Katar. Vísir/Getty

Cezary Kulesza, forseti pólska knattspyrnusambandsins hefur gefið það út að þeir muni ekki leika við Rússland í umspili fyrir heimsmeistaramótið í Katar 2022.

Er þetta gert vegna innrásar Rússa í Úkraínu en Kulesza segir að knattspyrnusamband Póllands sé í viðræðum við knattspyrnusambönd Tékklands og Svíþjóðar um að koma með sameiginlega yfirlýsingu til FIFA en sigurvegari í viðureign Póllands og Rússland átti að leika við sigurvegara í viðureign Tékklands og Svíþjóðar um laust sæti á HM.

Robert Lewandowski, framherji Póllands og Bayern Munich, tekur undir yfirlýsingu Kulesza. Lewandowski bendir á að rússneskir fótboltamenn eða áhorfendur eru ekki ábyrgir fyrir innrás Rússa en það væri samt ekki hægt að sitja hjá og láta eins og ekkert væri að gerast.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×