Segir Mjóafjörð vera paradís til að kúpla sig úr borginni um hávetur Kristján Már Unnarsson skrifar 27. febrúar 2022 05:05 Helena Lind Svansdóttir ilmmeðferðarfræðingur í orlofi í Mjóafirði. Einar Árnason Ófær fjallvegur og stopular ferjusiglingar koma ekki í veg fyrir að ferðamenn heimsæki einn afskekktasta stað Austurlands um hávetur, innilokaðan Mjóafjörð. Eitt mesta yndi gestanna er að synda í ísköldum sjónum. Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt hittum við mæðginin Helenu Lind Svansdóttur og Alex Birgisson. Þau komu sem ferðamenn til að njóta orlofsdvalar en Mjóifjörður er hálft árið án vegasambands og einu samgöngurnar þá á sjó með ferju tvisvar í viku. Séð yfir Brekkuþorp í Mjóafirði.Einar Árnason -Hvað er sautján ára gutti að gera í Mjóafirði um hávetur? „Ég er bara búinn að vera að vinna mikið í covid og átti góðan frítíma, vildi tæma hugann og fara í sjósund, fara í fjallgöngur og sjá fallegan Mjóafjörð og tjilla.“ -Ertu að synda hérna? „Já. Mamma er meira í því. En ég fór í gær og það var ekki eins kalt og maður hélt,“ svarar Alex, sem dvaldi hluta tímans með móður sinni. Alex í sjósundi í Mjóafirði um hávetur.Helena Lind Svansdóttir „Já, já, hérna er bara paradís og hérna syndi ég á hverjum degi. Það er ekki hægt að hafa þetta nær,“ segir Helena Lind um leið og hún bendir á sjóinn og síðan á húsið við fjöruborðið sem afi hennar byggði og er núna ættaróðal fjölskyldunnar. Við nefnum að við sáum sel rétt áðan stinga upp höfðinu á þeim slóðum þar sem hún syndir. „Já, þeir eru hérna. Ég hitti þá. Þeir hafa verið rétt hjá þegar ég hef verið að synda. En svo þegar ég er að labba hérna þá hitti ég þá líka,“ en þau mæðginin segjast einnig hafa nýtt tímann mikið til gönguferða. Mæðgin á gönguferð um Mjóafiörð í vetrarsól.Úr einkasafni Ferðalag þeirra að sunnan hófst á flugi til Egilsstaða, síðan var það rúta í Neskaupstað og loks bátsferð í Mjóafjörð. „Já, báturinn er tvisvar í viku þannig að þú þarft að plana innkaupin vel. Maður einhvern veginn aðlagast ýmsu og mér fannst þetta ekkert erfitt,“ segir Helena. Ljósleiðari er nýlega kominn í Mjóafjörð en ungi maðurinn segist ekki liggja á internetinu. „Maður er náttúrlega með það. En ég labba, hlusta á tónlist og tjilla. Bara að njóta þess að horfa. Í hvaða átt sem þú horfir, þú sérð svo fallega hluti. Þetta er fallegur fjörður,“ segir Alex. Í fossaskoðun í Mjóafirði.Helena Lind Svansdóttir „Bara alger paradís. Að kúpla sig út úr borginni og finna kjarnann í sjálfum sér. Ég held að þetta sé einn af bestu stöðunum til að gera það,“ segir Helena Lind. Ítarlegra viðtal við þau mæðginin er í þættinum Um land allt, sem nálgast má á streymisveitunni Stöð 2+. Þátturinn er jafnframt endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 14.15. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá sýnishorn úr næsta þætti: Um land allt Fjarðabyggð Ferðamennska á Íslandi Byggðamál Tengdar fréttir Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14 Mæðgur segjast ætla að búa á Dalatanga til eilífðarnóns Mæðgur sem sinna búskap, veðurathugunum og vitavörslu á Dalatanga, einni afskekktustu bújörð landsins, eru búnar að kaupa húsakost á jörðinni af ríkinu. Þar rækta þær sauðfé og hunda og segjast vera að fjárfesta til framtíðar. 23. febrúar 2022 22:05 Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt hittum við mæðginin Helenu Lind Svansdóttur og Alex Birgisson. Þau komu sem ferðamenn til að njóta orlofsdvalar en Mjóifjörður er hálft árið án vegasambands og einu samgöngurnar þá á sjó með ferju tvisvar í viku. Séð yfir Brekkuþorp í Mjóafirði.Einar Árnason -Hvað er sautján ára gutti að gera í Mjóafirði um hávetur? „Ég er bara búinn að vera að vinna mikið í covid og átti góðan frítíma, vildi tæma hugann og fara í sjósund, fara í fjallgöngur og sjá fallegan Mjóafjörð og tjilla.“ -Ertu að synda hérna? „Já. Mamma er meira í því. En ég fór í gær og það var ekki eins kalt og maður hélt,“ svarar Alex, sem dvaldi hluta tímans með móður sinni. Alex í sjósundi í Mjóafirði um hávetur.Helena Lind Svansdóttir „Já, já, hérna er bara paradís og hérna syndi ég á hverjum degi. Það er ekki hægt að hafa þetta nær,“ segir Helena Lind um leið og hún bendir á sjóinn og síðan á húsið við fjöruborðið sem afi hennar byggði og er núna ættaróðal fjölskyldunnar. Við nefnum að við sáum sel rétt áðan stinga upp höfðinu á þeim slóðum þar sem hún syndir. „Já, þeir eru hérna. Ég hitti þá. Þeir hafa verið rétt hjá þegar ég hef verið að synda. En svo þegar ég er að labba hérna þá hitti ég þá líka,“ en þau mæðginin segjast einnig hafa nýtt tímann mikið til gönguferða. Mæðgin á gönguferð um Mjóafiörð í vetrarsól.Úr einkasafni Ferðalag þeirra að sunnan hófst á flugi til Egilsstaða, síðan var það rúta í Neskaupstað og loks bátsferð í Mjóafjörð. „Já, báturinn er tvisvar í viku þannig að þú þarft að plana innkaupin vel. Maður einhvern veginn aðlagast ýmsu og mér fannst þetta ekkert erfitt,“ segir Helena. Ljósleiðari er nýlega kominn í Mjóafjörð en ungi maðurinn segist ekki liggja á internetinu. „Maður er náttúrlega með það. En ég labba, hlusta á tónlist og tjilla. Bara að njóta þess að horfa. Í hvaða átt sem þú horfir, þú sérð svo fallega hluti. Þetta er fallegur fjörður,“ segir Alex. Í fossaskoðun í Mjóafirði.Helena Lind Svansdóttir „Bara alger paradís. Að kúpla sig út úr borginni og finna kjarnann í sjálfum sér. Ég held að þetta sé einn af bestu stöðunum til að gera það,“ segir Helena Lind. Ítarlegra viðtal við þau mæðginin er í þættinum Um land allt, sem nálgast má á streymisveitunni Stöð 2+. Þátturinn er jafnframt endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 14.15. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá sýnishorn úr næsta þætti:
Um land allt Fjarðabyggð Ferðamennska á Íslandi Byggðamál Tengdar fréttir Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14 Mæðgur segjast ætla að búa á Dalatanga til eilífðarnóns Mæðgur sem sinna búskap, veðurathugunum og vitavörslu á Dalatanga, einni afskekktustu bújörð landsins, eru búnar að kaupa húsakost á jörðinni af ríkinu. Þar rækta þær sauðfé og hunda og segjast vera að fjárfesta til framtíðar. 23. febrúar 2022 22:05 Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Sjá meira
Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14
Mæðgur segjast ætla að búa á Dalatanga til eilífðarnóns Mæðgur sem sinna búskap, veðurathugunum og vitavörslu á Dalatanga, einni afskekktustu bújörð landsins, eru búnar að kaupa húsakost á jörðinni af ríkinu. Þar rækta þær sauðfé og hunda og segjast vera að fjárfesta til framtíðar. 23. febrúar 2022 22:05
Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20