Svíar og Tékkar bætast í hóp þjóða sem neita að spila gegn Rússum Atli Arason skrifar 27. febrúar 2022 12:00 Karl-Erik Nilsson, forseti sænska knattspyrnusambandsins, ásamt Gianni Infantino, forseta FIFA, á HM 2018 í Rússlandi. (Photo by VI Images via Getty Images) Getty Images Hvorki Svíþjóð né Tékkland mun spila gegn Rússlandi í umspili um laust sæti á HM 2022 í Katar, komi til þess að liðin mætast í úrslitaleik umspilsins. Pólska knattspyrnusambandið tilkynnti á dögunum að landslið þeirra myndi ekki spila við Rússa í umspili um laust sæti á HM. Leikurinn á að fara fram þann 24. mars næstkomandi og er undanúrslitaleikur umspilsins. Í hinum undanúrslitaleiknum eiga Svíar og Tékkar að mætast. Sænska knattspyrnusambandið staðfesti í gær að liðið muni ekki leika við Rússa, komi til þess að liðin tvö myndu leika í úrslitum umspilsins þann 29. mars. Í tilkynningu sambandsins segir að sænska landsliðið muni ekki spila gegn Rússlandi, sama hvar leikurinn fari fram. Svíar hvetja FIFA einnig til þess að aflýsa öllum umspilsleikjum í mars þar sem Rússar eiga þátttökurétt að. „Þessar ólöglegu og óréttlætanlegu innrásir í Úkraínu gerir að verkum að öll fótboltaleg samskipti við Rússa eru ómöguleg,“ sagði Karl-Erik Nilsson, forseti sænska knattspyrnusambandsins. „Burt séð frá því hver loka ákvörðun FIFA verður, þá munum við ekki spila gegn Rússlandi í mars.“ Tékkar bættust í dag við þennan hóp þjóða sem neita að leika við Rússland. Í tilkynningu frá tékkneska knattspyrnusambandsins segir að stjórn sambandsins, starfsfólk og leikmenn eru öll sammála um að ekki er hægt að spila gegn rússneska landsliðinu í núverandi ástandi, ekki einu sinni á hlutlausum velli. Sambandið vonist til þess að stríðið í Úkraínu ljúki sem fyrst. "The Czech FA executive committee, staff members and players of the national team agreed it's not possible to play against the Russian national team in the current situation, not even on the neutral venue. We all want the war to end as soon as possible." pic.twitter.com/NQK6YGNoHJ— Czech Football National Team (@ceskarepre_eng) February 27, 2022 HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Pólska knattspyrnusambandið tilkynnti á dögunum að landslið þeirra myndi ekki spila við Rússa í umspili um laust sæti á HM. Leikurinn á að fara fram þann 24. mars næstkomandi og er undanúrslitaleikur umspilsins. Í hinum undanúrslitaleiknum eiga Svíar og Tékkar að mætast. Sænska knattspyrnusambandið staðfesti í gær að liðið muni ekki leika við Rússa, komi til þess að liðin tvö myndu leika í úrslitum umspilsins þann 29. mars. Í tilkynningu sambandsins segir að sænska landsliðið muni ekki spila gegn Rússlandi, sama hvar leikurinn fari fram. Svíar hvetja FIFA einnig til þess að aflýsa öllum umspilsleikjum í mars þar sem Rússar eiga þátttökurétt að. „Þessar ólöglegu og óréttlætanlegu innrásir í Úkraínu gerir að verkum að öll fótboltaleg samskipti við Rússa eru ómöguleg,“ sagði Karl-Erik Nilsson, forseti sænska knattspyrnusambandsins. „Burt séð frá því hver loka ákvörðun FIFA verður, þá munum við ekki spila gegn Rússlandi í mars.“ Tékkar bættust í dag við þennan hóp þjóða sem neita að leika við Rússland. Í tilkynningu frá tékkneska knattspyrnusambandsins segir að stjórn sambandsins, starfsfólk og leikmenn eru öll sammála um að ekki er hægt að spila gegn rússneska landsliðinu í núverandi ástandi, ekki einu sinni á hlutlausum velli. Sambandið vonist til þess að stríðið í Úkraínu ljúki sem fyrst. "The Czech FA executive committee, staff members and players of the national team agreed it's not possible to play against the Russian national team in the current situation, not even on the neutral venue. We all want the war to end as soon as possible." pic.twitter.com/NQK6YGNoHJ— Czech Football National Team (@ceskarepre_eng) February 27, 2022
HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira