Magnus Jensen kom Horsens yfir á 10. mínútu leiksins og Aron tvöfaldaði forystuna á 49. mínútu. Magnus Petersen minnkaði svo muninn fyrir Hvidovre á fjórðu mínútu uppbótatíma undir lok leiksins.
Horsens er með sigrinum komið með 36 stig í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi frá Frey Alexanderssyni og félögum í Lyngby sem eru í öðru sæti. Með tapinu mistókst Hvidovre að koma sér í bílstjórasætið í baráttunni um sæti í efstu deild en liðið er í þriðja sæti með 37 stig og tveimur mörkum lakari markatölu en Lyngby, þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni.