Þeir Andri Fannar Baldursson, Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson eru allir á mála hjá FCK.
FCK vann góðan 0-2 sigur með mörkum Denis Vavro og Nicolai Jorgensen.
Kaupmannahafnarliðið hefur farið vel af stað eftir vetrarfrí og unnið báða leiki sína. Hefur FCK fjögurra stiga forystu á toppi dönsku deildarinnar.