Hefur safnað 20 milljónum með söfnun dósa við vegi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. febrúar 2022 21:03 Guðni Guðmundsson, bóndi á Þverlæk, sem hefur safnað 20 milljónum króna á síðustu 17 árum með því að tína dósir og plastflöskur meðfram vegum á Suðurlandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Áttatíu og átta ára bóndi í Rangárvallasýslu hefur safnað 20 milljónum króna á síðustu sautján árum með því að safna dósum með fram vegum. Peningana hefur hann gefið til íþróttafélagsins í sveitinni, svo börnin geti æft íþróttir frítt. Hér erum við að tala um Guðna Guðmundsson, bónda á Þverlæk í Holtum í Rangárþingi ytra. Guðni er eldsprækur og í fanta formi, 88 ára gamall, enda heldur hann sér gangandi með því að ganga með fram vegum og tína dósir. Guðni er með aðstöðu í bílskúrnum heima hjá sér þar sem hann flokkar allt samviskusamlega áður hann fer með afraksturinn á endurvinnslustöð og fær peninginn. Íþróttafélagið Garpur í Holtum hefur fengið peningana, auk þess sem fimleikadeild Ungmennafélagsins Heklu hefur fengið líka peninga en barnabarnabörn Guðna æfa með félaginu. Guðni að flokka í bílskúrnum á Þverlæk.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta gengur vel og mér finnst þetta bara skemmtilegt starf. Ég er búin að safna um 20 milljónum á þessum 17 árum. Síðustu ár hafa þetta verið um 2 milljónir á ári. Ég reyni svo að vanda við með flokkun og talningu áður en ég fer afraksturinn á endurvinnslustöð,“ segir Guðni. Guðni segist ekki bara finna dósir og flöskur í vegköntum, sem fólk hefur hent út úr bílum sínum, nei, þar kennir margra grasa. Guðni heldur sér í mjög góðu formi með því að ganga með fram vegum og safna þar verðmætum í formi dósa og einnota plastumbúðum undan gosi.Fannar Freyr Magnússon „Já, já, ég finn verkfæri, skilríki og kort, bankakort, ökuskírteini og sums staðar liggja tjakkarnir. Og það hefur komið fyrir að ég hef fundið peningaseðla og nóg af húfum og vettlingum, það hef ég ekki þurft að kaupa þessi ár,“ segir Guðni og hlær. Guðni segist reyna að fara eitthvað út alla daga til að tína en síðustu vikur hafi þó verið erfiðar út af öllum snjónum. En hvað ætlar hann að tína lengi áfram? „Það er ekkert plan um það, bara á meðan ég get.“ En hyggst Guðni fara í aðra landshluta og tína? „Það væri skrambi gaman,“ segir hann og skellir upp úr. Guðni með pokann sinn, sem umbúðirnar fara í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Veistu um fleiri hvunndagshetjur eins og Guðna? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Rangárþing ytra Gosdrykkir Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Hér erum við að tala um Guðna Guðmundsson, bónda á Þverlæk í Holtum í Rangárþingi ytra. Guðni er eldsprækur og í fanta formi, 88 ára gamall, enda heldur hann sér gangandi með því að ganga með fram vegum og tína dósir. Guðni er með aðstöðu í bílskúrnum heima hjá sér þar sem hann flokkar allt samviskusamlega áður hann fer með afraksturinn á endurvinnslustöð og fær peninginn. Íþróttafélagið Garpur í Holtum hefur fengið peningana, auk þess sem fimleikadeild Ungmennafélagsins Heklu hefur fengið líka peninga en barnabarnabörn Guðna æfa með félaginu. Guðni að flokka í bílskúrnum á Þverlæk.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta gengur vel og mér finnst þetta bara skemmtilegt starf. Ég er búin að safna um 20 milljónum á þessum 17 árum. Síðustu ár hafa þetta verið um 2 milljónir á ári. Ég reyni svo að vanda við með flokkun og talningu áður en ég fer afraksturinn á endurvinnslustöð,“ segir Guðni. Guðni segist ekki bara finna dósir og flöskur í vegköntum, sem fólk hefur hent út úr bílum sínum, nei, þar kennir margra grasa. Guðni heldur sér í mjög góðu formi með því að ganga með fram vegum og safna þar verðmætum í formi dósa og einnota plastumbúðum undan gosi.Fannar Freyr Magnússon „Já, já, ég finn verkfæri, skilríki og kort, bankakort, ökuskírteini og sums staðar liggja tjakkarnir. Og það hefur komið fyrir að ég hef fundið peningaseðla og nóg af húfum og vettlingum, það hef ég ekki þurft að kaupa þessi ár,“ segir Guðni og hlær. Guðni segist reyna að fara eitthvað út alla daga til að tína en síðustu vikur hafi þó verið erfiðar út af öllum snjónum. En hvað ætlar hann að tína lengi áfram? „Það er ekkert plan um það, bara á meðan ég get.“ En hyggst Guðni fara í aðra landshluta og tína? „Það væri skrambi gaman,“ segir hann og skellir upp úr. Guðni með pokann sinn, sem umbúðirnar fara í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Veistu um fleiri hvunndagshetjur eins og Guðna? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is.
Rangárþing ytra Gosdrykkir Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira