Hvað getum við gert? Ásta Kristín Guðmundsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson skrifa 28. febrúar 2022 10:31 Það setti að manni hroll við fréttir af innrás Rússa í Úkraínu. Úkraínskar fjölskyldur eru ýmist í kjöllurum eða lagðar á flótta og samkvæmt fréttum eru hundruðir þúsunda þegar komnar yfir landamæri nágrannaríkjanna í vestri og suðri. Enn fleiri eru á flótta innanlands. Sameinuðu Þjóðirnar telja að um 5 milljónir manna muni hrekjast á flótta ef stríðsátök dragast á langinn. Þegar er ljóst að stór hluti þeirra mun leita út fyrir landamæri Úkraínu. Við getum hjálpað Íslensk stjórnvöld taka þátt í aðgerðum nágrannaríkja okkar og bandalagsríkja. Íslensk sveitarfélög gætu gætu boðist til að taka við flóttamönnum frá Úkraínu. Við tökum kannski ekki á móti tugum þúsunda, en hvert sveitarfélag getur ákveðið að leggja lið. Ef íslensk sveitarfélög ákveða að hjálpa eins mörgum og þau geta, getur það orðið hvatning fyrir önnur evrópsk sveitarfélög að hjálpa líka. Lítil sveitarfélög gætu tekið sig saman um að hjálpa og stór gætu tekið við nokkrum fjölskyldum hvert. Í Bosníustríðinu tóku íslensk sveitarfélög vel á móti flóttafólki. Nú getum við enn orðið að liði og við eigum að gera það. Skýr skilaboð Sveitarfélögin eiga að senda skýr skilaboð. Auðvitað stjórna íslensk sveitarfélög ekki utanríkispólitík, hvað þá gangi heimsmála. En við getum svo vel sýnt að okkur er ekki sama um fólk sem er í neyð. Skilaboðin eru ekki bara til annarra evrópskra sveitarfélaga heldur líka til innlendra stjórnvalda um að við ætlumst til aðgerða. Við erum öll Úkraína ! Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og fyrrverandi Alþingismaður Ásta Kristín Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og formaður VG í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Ólafur Þór Gunnarsson Utanríkismál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Það setti að manni hroll við fréttir af innrás Rússa í Úkraínu. Úkraínskar fjölskyldur eru ýmist í kjöllurum eða lagðar á flótta og samkvæmt fréttum eru hundruðir þúsunda þegar komnar yfir landamæri nágrannaríkjanna í vestri og suðri. Enn fleiri eru á flótta innanlands. Sameinuðu Þjóðirnar telja að um 5 milljónir manna muni hrekjast á flótta ef stríðsátök dragast á langinn. Þegar er ljóst að stór hluti þeirra mun leita út fyrir landamæri Úkraínu. Við getum hjálpað Íslensk stjórnvöld taka þátt í aðgerðum nágrannaríkja okkar og bandalagsríkja. Íslensk sveitarfélög gætu gætu boðist til að taka við flóttamönnum frá Úkraínu. Við tökum kannski ekki á móti tugum þúsunda, en hvert sveitarfélag getur ákveðið að leggja lið. Ef íslensk sveitarfélög ákveða að hjálpa eins mörgum og þau geta, getur það orðið hvatning fyrir önnur evrópsk sveitarfélög að hjálpa líka. Lítil sveitarfélög gætu tekið sig saman um að hjálpa og stór gætu tekið við nokkrum fjölskyldum hvert. Í Bosníustríðinu tóku íslensk sveitarfélög vel á móti flóttafólki. Nú getum við enn orðið að liði og við eigum að gera það. Skýr skilaboð Sveitarfélögin eiga að senda skýr skilaboð. Auðvitað stjórna íslensk sveitarfélög ekki utanríkispólitík, hvað þá gangi heimsmála. En við getum svo vel sýnt að okkur er ekki sama um fólk sem er í neyð. Skilaboðin eru ekki bara til annarra evrópskra sveitarfélaga heldur líka til innlendra stjórnvalda um að við ætlumst til aðgerða. Við erum öll Úkraína ! Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og fyrrverandi Alþingismaður Ásta Kristín Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og formaður VG í Kópavogi
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar