Helen sem er 76 ára gömul mætti glæsileg á hátíðina í gær klædd bleiku frá toppi til táar. Hún er eina manneskjan sem hefur unnið bæði bresku og amerísku Þreföldu krúnu leiklistarinnar en það er titill sem er notaður yfir þrjú stærstu verðlaunin sem eru veitt fyrir kvikmyndir í hvoru landinu fyrir sig. Fyrsta hlutverkið hennar sem er skráð er frá árinu 1967 og er hún enn að í dag svo hlutverkin eru orðin gríðarlega mörg og fjölbreytt.

Í ræðunni sinni var hún mjög auðmjúk og sagðist ekki eiga þetta skilið en bætti svo við „Ætli ég sé ekki á lífi og telst því hæf“. Hún uppskar mikinn hlátur í salnum með orðunum sem hún valdi en fór þó líka á alvarlegri nótur og þakkaði leikurum af mikilli einlægni fyrir það sem þeir gera.
You absolutely DO deserve this Helen Mirren receives the #sagawards Lifetime Achievement Award pic.twitter.com/SauWG5ynwh
— SAG Awards® (@SAGawards) February 28, 2022