Galdur samdi við danska stórveldið fyrir grunnskólalok Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2022 15:01 Galdur Guðmundsson handsalar samninginn um að koma til Kaupmannahafnar í sumar og spila með liðum FCK. fck.dk Danska knattspyrnuveldið FC Kaupmannahöfn heldur áfram að sækja sér efnilega Íslendinga og hefur nú tryggt sér krafta hins 15 ára gamla Ásgeirs Galdurs Guðmundssonar. Breiðablik fær Galdur frá Breiðabliki í sumar, eftir að hann hefur náð 16 ára aldri í apríl og klárað grunnskólanám sitt. „Það er mikill heiður fyrir mig að FCK vilji gera samning við mig,“ sagði Galdur við heimasíðu FCK. Hann er uppalinn hjá ÍBV en kom til Breiðabliks sumarið 2019. „Ég hef átt þrjú mjög góð ár í Breiðabliki þar sem ég hef þróast mikið og það er því rökrétt að taka skref upp á við á mínum ferli og ég tel mig tilbúinn í það,“ sagði Galdur. Hjá FCK eru fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson, Andri Fannar Baldursson, Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson, og ljóst að félagið er vel vakandi fyrir ungum, íslenskum leikmönnum. Einn sá hæfileikaríkasti á Norðurlöndum „Galdur er einn af allra hæfileikaríkustu leikmönnum Norðurlanda í sínum áragangi,“ sagði Mikkel Köhler sem er yfirmaður leikmannaleitar FCK. „Hann er með mikla sóknarhæfileika sem gera að verkum að hann getur gert útslagið í leikjum. Hann er fljótur, spilar með báðum fótum, og ekki síst er hann ungur maður með mjög metnaðarfullt hugarfar. Við höfum fylgt Galdri eftir lengi og fengum hann til að æfa með okkur í nóvember þar sem hann stóð sig mjög vel. Hann hefur þegar reynslu úr meistaraflokki hjá Breiðabliki, meðal annars á móti okkar liðið í Portúgal nýverið,“ sagði Köhler. Galdur hefur leikið fjóra U17-landsleiki og skorað í þeim eitt mark. Hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild þegar Breiðablik vann Fylki 7-0 í Pepsi Max-deildinni í fyrra og varð þá yngsti Bliki sögunnar til að spila í efstu deild. Danski boltinn Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Sjá meira
Breiðablik fær Galdur frá Breiðabliki í sumar, eftir að hann hefur náð 16 ára aldri í apríl og klárað grunnskólanám sitt. „Það er mikill heiður fyrir mig að FCK vilji gera samning við mig,“ sagði Galdur við heimasíðu FCK. Hann er uppalinn hjá ÍBV en kom til Breiðabliks sumarið 2019. „Ég hef átt þrjú mjög góð ár í Breiðabliki þar sem ég hef þróast mikið og það er því rökrétt að taka skref upp á við á mínum ferli og ég tel mig tilbúinn í það,“ sagði Galdur. Hjá FCK eru fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson, Andri Fannar Baldursson, Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson, og ljóst að félagið er vel vakandi fyrir ungum, íslenskum leikmönnum. Einn sá hæfileikaríkasti á Norðurlöndum „Galdur er einn af allra hæfileikaríkustu leikmönnum Norðurlanda í sínum áragangi,“ sagði Mikkel Köhler sem er yfirmaður leikmannaleitar FCK. „Hann er með mikla sóknarhæfileika sem gera að verkum að hann getur gert útslagið í leikjum. Hann er fljótur, spilar með báðum fótum, og ekki síst er hann ungur maður með mjög metnaðarfullt hugarfar. Við höfum fylgt Galdri eftir lengi og fengum hann til að æfa með okkur í nóvember þar sem hann stóð sig mjög vel. Hann hefur þegar reynslu úr meistaraflokki hjá Breiðabliki, meðal annars á móti okkar liðið í Portúgal nýverið,“ sagði Köhler. Galdur hefur leikið fjóra U17-landsleiki og skorað í þeim eitt mark. Hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild þegar Breiðablik vann Fylki 7-0 í Pepsi Max-deildinni í fyrra og varð þá yngsti Bliki sögunnar til að spila í efstu deild.
Danski boltinn Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Sjá meira