Íslenska CrossFit fólkið langt frá toppnum eftir fyrsta hluta The Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2022 08:16 Anníe Mist Þórisdóttir ætlar ekki að keppa í einstaklingskeppni heimsleikanna í ár en hún er engu að síður efst Íslendinga eftir fyrsta hluta The Open. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir náði bestum árangri í 22.1 hluta The Open en enginn íslenskur keppandi er meðal 35 efstu í fyrsta hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Keppendur höfðu frest þangað til í gær til að skila æfingunum og nú þarf einungis að bíða eftir endanlegri staðfestingu frá CrossFit samtökunum. Sætin gætu því enn eitthvað hliðrast til. Anníe Mist er í 36. sæti og efst íslenskra kvenna en Björgvin Karl Guðmundsson er efstur íslenskra karla. Hann er í 50. sætinu. Anníe náði 360 endurtekningum en 22.1 hlutinn vannst á 392 endurtekningum. Anníe Mist er 22 sætum á undan Þuríði Erlu Helgadóttir (58. sæti) og 47 sætum á undan Andreu Ingibjörgu Orradóttur sem er þriðja best íslensku kvennanna og í 83. sæti. Sara Sigmundsdóttir er í 118. sæti og Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 137. sæti. Þær Steinunn Anna Svansdóttir og Sólveig Sigurðardóttir eru síðan jafnar í 144. sæti. Björgvin Karl er 480 sætum á undan næsta íslenska karlmanni en Haraldur Holgersson er í 530. sæti. Þorri Þorláksson er síðan í 762. sæti og undan þeim Alex Daða Reynisson (798. sæti) og Ingvari Svavarssyni (896. sæti). Björgvin náði 352 endurtekningum en 22.1 hlutinn vannst á 390 endurtekningum. Svíinn Victori Ljungdal er efstur hjá körlunum og Kanadamaðurinn Cédric Lapointe er annar. Næstir eru síðan Bandaríkjamaðurinn Saxon Panchik og Driss Bouchiah frá Marokkó. Heimsmeistarinn Justin Medeiros er í fimmta sætinu. Hjá konunum er hin átján ára gamla Mallory O'Brien efst og Pólverjinn Gabriela Migala er önnur og hin átján ára Emma Cary er þriðja. Norðmenn eiga greinilega efnilega stelpu því hin átján ára Leah Stören deilir fimmta sætinu með heimsmeistaranum Tiu-Clair Roomet og Karin Freyová frá Slóvakíu. Hér fyrir neðan má sjá þessa fyrstu æfingu í The Open í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Sjá meira
Keppendur höfðu frest þangað til í gær til að skila æfingunum og nú þarf einungis að bíða eftir endanlegri staðfestingu frá CrossFit samtökunum. Sætin gætu því enn eitthvað hliðrast til. Anníe Mist er í 36. sæti og efst íslenskra kvenna en Björgvin Karl Guðmundsson er efstur íslenskra karla. Hann er í 50. sætinu. Anníe náði 360 endurtekningum en 22.1 hlutinn vannst á 392 endurtekningum. Anníe Mist er 22 sætum á undan Þuríði Erlu Helgadóttir (58. sæti) og 47 sætum á undan Andreu Ingibjörgu Orradóttur sem er þriðja best íslensku kvennanna og í 83. sæti. Sara Sigmundsdóttir er í 118. sæti og Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 137. sæti. Þær Steinunn Anna Svansdóttir og Sólveig Sigurðardóttir eru síðan jafnar í 144. sæti. Björgvin Karl er 480 sætum á undan næsta íslenska karlmanni en Haraldur Holgersson er í 530. sæti. Þorri Þorláksson er síðan í 762. sæti og undan þeim Alex Daða Reynisson (798. sæti) og Ingvari Svavarssyni (896. sæti). Björgvin náði 352 endurtekningum en 22.1 hlutinn vannst á 390 endurtekningum. Svíinn Victori Ljungdal er efstur hjá körlunum og Kanadamaðurinn Cédric Lapointe er annar. Næstir eru síðan Bandaríkjamaðurinn Saxon Panchik og Driss Bouchiah frá Marokkó. Heimsmeistarinn Justin Medeiros er í fimmta sætinu. Hjá konunum er hin átján ára gamla Mallory O'Brien efst og Pólverjinn Gabriela Migala er önnur og hin átján ára Emma Cary er þriðja. Norðmenn eiga greinilega efnilega stelpu því hin átján ára Leah Stören deilir fimmta sætinu með heimsmeistaranum Tiu-Clair Roomet og Karin Freyová frá Slóvakíu. Hér fyrir neðan má sjá þessa fyrstu æfingu í The Open í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Sjá meira