Stöðnun er ekki í boði Þórdís Sigurðardóttir skrifar 1. mars 2022 15:01 Áskoranir heimsins verða ekki leystar nema framsæknar borgir taki frumkvæðið og setji grænar lausnir og vellíðan íbúa í forgrunn. Til þess þarf skýra framtíðarsýn og þor til að breyta venjum okkar. Breytingar eru krefjandi, jafnvel þær breytingar sem færa okkur aukin þægindi og hamingju, geta reynt á í byrjun. Breytingar eru hins vegar hollar, þær knýja okkur til að horfa reglulega á tilgang og markmið þess sem við tökum okkur fyrir hendur og forða okkur þannig frá því að festast í viðjum vanans og hugsunarleysis, og hreinlega leti. Á næstu árum getum við byggt upp borg sem er leiðandi í grænum störfum, skipulagt skólastarfið upp á nýtt með þarfir barna í fyrirrúmi, byggt upp sveiganlegra samfélag með fjölbreyttari valmöguleikum. Þetta er ekki útópísk framtíðarsýn heldur aðgerðir sem við verðum að fara í ef við ætlum að tryggja yngra fólki framtíð því stöðnun og afstöðuleysi þegar kemur að loftslagsmálum og áskorunum framtíðarinnar mun aðeins leiða til hnignunar. Undanfarin tvö ár hafa einkennst af covid. Ég mun svo sannarlega ekki sakna margs sem einkenndi þetta tímabil en kann líka að meta allan þann lærdóm sem þetta skeið færði okkur. Síðustu tvö ár kenndu okkur nefnilega talsvert um sveigjanleika og útsjónarsemi. Við þurftum að gera hlutina með nýjum hætti til að tryggja almannahagsmuni og skyndilega varð svo margt sem við töldum erfitt sjálfsagt. Við lærðum öll á fjarfundarkerfi á þessum tíma og vitum að það þarf ekki alltaf að mæta við fundarborð með kleinum til að taka stórar ákvarðanir. Við fólum skólastjórnendum, kennurum og starfsfólki skólanna meiri ábyrgð og sjálfstæði í vinnubrögðum en hefur tíðkast og treystum á að lausnir samfélagsins kæmu til vegna útsjónarsemi þeirra og frumkvæðis en ekki frá miðstýrðri stofnun. Við áttuðum okkur líka á því hversu einhæft lífið getur verið þegar aðgangur okkar að fjölbreyttu og spennandi menningar- og skemmtanalífi er takmarkaður. Og við áttuðum okkur á því hvað mannleg samskipti og nánd eru okkur mikilvæg. Heimsfaraldur varpaði þannig ljósi á mikilvægi fjölbreyttra lausna, sveigjanleika og nýrra nálganna. Nú þegar við erum að stíga aftur okkar fyrstu skref í heimi án samkomutakmarkanna er mikilvægt að við nýtum þennan lærdóm til að huga að verkefnum sem hafa mætt afgangi á þessum tíma og fólki sem ástandið hefur bitnað harðast á. Við þurfum að sjá til þess að það geti eignast eða leigt öruggt húsnæði, við þurfum að styðja við atvinnulífið, skapa mannvænni borg sem gerir eldra fólki auðveldara að vera virkir þátttakendur í og skapa ný tækifæri fyrir það í takt við þarfir samfélagsins. Við þurfum nýjar tæknilausnir og fjölbreyttari nálganir. Við þurfum að ráðast í breytingar og hafa þor til að takast á við áskoranir samtímans. Stöðnun er ekki í boði. Ég hef reynslu af því að leiða framsækin umbreytingarverkefni með góðum árangri og vil leggja mitt af mörkum í þágu borgarbúa. Stefna Viðreisnar í borginni hefur skipt höfuðmáli við stjórn Reykjavíkurborgar síðustu ár en það er brýnt að koma enn meira af þeirri stefnu í framkvæmd. Ég tel mig hafa alla burði til þess að koma að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin. Til þess þarf ég þinn stuðning í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars. Höfundur býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík 4. – 5. mars . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Áskoranir heimsins verða ekki leystar nema framsæknar borgir taki frumkvæðið og setji grænar lausnir og vellíðan íbúa í forgrunn. Til þess þarf skýra framtíðarsýn og þor til að breyta venjum okkar. Breytingar eru krefjandi, jafnvel þær breytingar sem færa okkur aukin þægindi og hamingju, geta reynt á í byrjun. Breytingar eru hins vegar hollar, þær knýja okkur til að horfa reglulega á tilgang og markmið þess sem við tökum okkur fyrir hendur og forða okkur þannig frá því að festast í viðjum vanans og hugsunarleysis, og hreinlega leti. Á næstu árum getum við byggt upp borg sem er leiðandi í grænum störfum, skipulagt skólastarfið upp á nýtt með þarfir barna í fyrirrúmi, byggt upp sveiganlegra samfélag með fjölbreyttari valmöguleikum. Þetta er ekki útópísk framtíðarsýn heldur aðgerðir sem við verðum að fara í ef við ætlum að tryggja yngra fólki framtíð því stöðnun og afstöðuleysi þegar kemur að loftslagsmálum og áskorunum framtíðarinnar mun aðeins leiða til hnignunar. Undanfarin tvö ár hafa einkennst af covid. Ég mun svo sannarlega ekki sakna margs sem einkenndi þetta tímabil en kann líka að meta allan þann lærdóm sem þetta skeið færði okkur. Síðustu tvö ár kenndu okkur nefnilega talsvert um sveigjanleika og útsjónarsemi. Við þurftum að gera hlutina með nýjum hætti til að tryggja almannahagsmuni og skyndilega varð svo margt sem við töldum erfitt sjálfsagt. Við lærðum öll á fjarfundarkerfi á þessum tíma og vitum að það þarf ekki alltaf að mæta við fundarborð með kleinum til að taka stórar ákvarðanir. Við fólum skólastjórnendum, kennurum og starfsfólki skólanna meiri ábyrgð og sjálfstæði í vinnubrögðum en hefur tíðkast og treystum á að lausnir samfélagsins kæmu til vegna útsjónarsemi þeirra og frumkvæðis en ekki frá miðstýrðri stofnun. Við áttuðum okkur líka á því hversu einhæft lífið getur verið þegar aðgangur okkar að fjölbreyttu og spennandi menningar- og skemmtanalífi er takmarkaður. Og við áttuðum okkur á því hvað mannleg samskipti og nánd eru okkur mikilvæg. Heimsfaraldur varpaði þannig ljósi á mikilvægi fjölbreyttra lausna, sveigjanleika og nýrra nálganna. Nú þegar við erum að stíga aftur okkar fyrstu skref í heimi án samkomutakmarkanna er mikilvægt að við nýtum þennan lærdóm til að huga að verkefnum sem hafa mætt afgangi á þessum tíma og fólki sem ástandið hefur bitnað harðast á. Við þurfum að sjá til þess að það geti eignast eða leigt öruggt húsnæði, við þurfum að styðja við atvinnulífið, skapa mannvænni borg sem gerir eldra fólki auðveldara að vera virkir þátttakendur í og skapa ný tækifæri fyrir það í takt við þarfir samfélagsins. Við þurfum nýjar tæknilausnir og fjölbreyttari nálganir. Við þurfum að ráðast í breytingar og hafa þor til að takast á við áskoranir samtímans. Stöðnun er ekki í boði. Ég hef reynslu af því að leiða framsækin umbreytingarverkefni með góðum árangri og vil leggja mitt af mörkum í þágu borgarbúa. Stefna Viðreisnar í borginni hefur skipt höfuðmáli við stjórn Reykjavíkurborgar síðustu ár en það er brýnt að koma enn meira af þeirri stefnu í framkvæmd. Ég tel mig hafa alla burði til þess að koma að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin. Til þess þarf ég þinn stuðning í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars. Höfundur býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík 4. – 5. mars .
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar