Úkraínumenn segjast ætla að endursmíða Drauminn Kristján Már Unnarsson skrifar 1. mars 2022 22:20 Antonov 225 lendir á Antonov-flugvellinum við bæinn Hostomel með hjálpargöng frá Kína í upphafi kórónuveirufaraldursins árið 2020. skjáskot/AP Flugheimurinn virðist hafa misst stærstu flugvél heims, úkraínsku þotuna Antonov 225, sem fullyrt er að hafi eyðilagst í árás Rússa á heimaflugvöll hennar í Úkraínu. Ný gervihnattamynd virðist þó sýna stél hennar óskemmt. Risaþotan var aðeins til í einu eintaki og kom nokkrum sinnum til Íslands. Antonov-þotan var kölluð Mriya, eða Draumurinn, og upphaflega smíðuð til að bera geimskutlur Sovétríkanna á bakinu. Ekkert varð af þeim geim-áformum og ákvað úkraínska Antonov-fyrirtækið síðar að nýta þetta sex hreyfla ferlíki til fraktflutninga en engin flugvél gat flutt stærri né þyngri farm en þessi. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hana lenda á heimaflugvelli sínum með fyrstu hjálpargögnin sem bárust Úkraínu frá Kína í upphafi covid-faraldursins. Zelenskyy forseti tók þá sjálfur á móti henni og gerði hana að táknmynd baráttunnar gegn faraldrinum. Risaþotan á Keflavíkurflugvelli sumarið 2014.Egill Aðalsteinsson Þotan lék einnig stórt hlutverk í hátíðahöldum þegar fagnað var þrjátíu ára sjálfstæðisafmæli Úkraínu. Átta mestu kraftajötnar landsins settu þá heimsmet með því að draga þessa þyngstu þotu heims fjóra metra. Og Zelenskyy-forseta þótti ekki verra að hafa þetta þjóðarstolt Úkraínumanna í bakrunni þegar flytja þurfti mikilvæg skilaboð. Ráðamenn í Úkraínu hafa síðustu daga sagt að þotan hafi eyðilagst í árás Rússa þegar þeir náðu Antonov-flugvellinum á sitt vald. Gervihnattamyndir eru sagðar sýna flugvélina brenna í flugskýli sem hún var í. Ný mynd, sem birst hefur á samfélagsmiðlum í dag, virðist hins vegar sýna stél hennar óskemmt í löskuðu skýlinu. Það ríkir því enn töluverð óvissa um afdrif hennar. Ný gervihnattamynd virðist sýna stélið óskemmt í löskuðu flugskýlinu. Antonov-þotan millilenti nokkrum sinnum á Keflavíkurflugvelli og sumarið 2014 gafst fréttamanni Stöðvar 2 tækifæri til að upplifa stærð þessarar einstöku þotu. Vakin var sérstök athygli á hjólabúnaði hennar en 14 hjól eru á hvoru lendingarstelli, samtals 28 hjól, auk fjögurra hjóla að framan. Hjólin eru því alls 32 talsins. Yfirvöld í Úkraínu hafa lýst því yfir að þau ætli sér að endursmíða flugvélina og að láta Drauminn lifa. Allra ráða verði leitað til að árásarríkið beri kostnaðinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Hér má sjá frétt frá komu hennar til Íslands sumarið 2014: Hér má sjá óklippt flugtak hennar frá Keflavík sumarið 2014 og heyra drunurnar: Fréttir af flugi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Flugáhugamenn uggandi um stærstu flugvél heims Flugáhugamenn um heim allan hafa síðustu sólarhringa beðið áhyggjufullir fregna af örlögum stærstu flugvélar heims, hinnar úkraínsku Antonov An 225. Eitt af fyrstu skotmörkum rússneska hersins í innrásinni í Úkraínu var nefnilega Antonov-flugvöllurinn við bæinn Hostomel, sem er heimaflugvöllur risaþotunnar. Utanríkisráðherra Úkraínu lýsti því yfir síðdegis að Rússar hefðu eyðilagt flugvélina en hún var eitt helsta stolt Úkraínumanna. 27. febrúar 2022 14:14 Óttast að Rússar undirbúi innlimun Austur-Úkraínu Forseti Úkraínu hefur áhyggjur af því að útgáfa rússneskra stjórnvalda á vegabréfum fyrir íbúa austanverðrar Úkraínu sé fyrsta skrefið í að Rússland innlimi svæðið líkt og það gerði með Krímskaga. Hann átelur vestræn ríki fyrir að hafa sýnt Rússum of mikla linkind að undanförnu. 20. maí 2021 16:20 Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Risaþotan nú áætluð í Keflavík um þrjúleytið Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15. 12. nóvember 2016 08:26 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Antonov-þotan var kölluð Mriya, eða Draumurinn, og upphaflega smíðuð til að bera geimskutlur Sovétríkanna á bakinu. Ekkert varð af þeim geim-áformum og ákvað úkraínska Antonov-fyrirtækið síðar að nýta þetta sex hreyfla ferlíki til fraktflutninga en engin flugvél gat flutt stærri né þyngri farm en þessi. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hana lenda á heimaflugvelli sínum með fyrstu hjálpargögnin sem bárust Úkraínu frá Kína í upphafi covid-faraldursins. Zelenskyy forseti tók þá sjálfur á móti henni og gerði hana að táknmynd baráttunnar gegn faraldrinum. Risaþotan á Keflavíkurflugvelli sumarið 2014.Egill Aðalsteinsson Þotan lék einnig stórt hlutverk í hátíðahöldum þegar fagnað var þrjátíu ára sjálfstæðisafmæli Úkraínu. Átta mestu kraftajötnar landsins settu þá heimsmet með því að draga þessa þyngstu þotu heims fjóra metra. Og Zelenskyy-forseta þótti ekki verra að hafa þetta þjóðarstolt Úkraínumanna í bakrunni þegar flytja þurfti mikilvæg skilaboð. Ráðamenn í Úkraínu hafa síðustu daga sagt að þotan hafi eyðilagst í árás Rússa þegar þeir náðu Antonov-flugvellinum á sitt vald. Gervihnattamyndir eru sagðar sýna flugvélina brenna í flugskýli sem hún var í. Ný mynd, sem birst hefur á samfélagsmiðlum í dag, virðist hins vegar sýna stél hennar óskemmt í löskuðu skýlinu. Það ríkir því enn töluverð óvissa um afdrif hennar. Ný gervihnattamynd virðist sýna stélið óskemmt í löskuðu flugskýlinu. Antonov-þotan millilenti nokkrum sinnum á Keflavíkurflugvelli og sumarið 2014 gafst fréttamanni Stöðvar 2 tækifæri til að upplifa stærð þessarar einstöku þotu. Vakin var sérstök athygli á hjólabúnaði hennar en 14 hjól eru á hvoru lendingarstelli, samtals 28 hjól, auk fjögurra hjóla að framan. Hjólin eru því alls 32 talsins. Yfirvöld í Úkraínu hafa lýst því yfir að þau ætli sér að endursmíða flugvélina og að láta Drauminn lifa. Allra ráða verði leitað til að árásarríkið beri kostnaðinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Hér má sjá frétt frá komu hennar til Íslands sumarið 2014: Hér má sjá óklippt flugtak hennar frá Keflavík sumarið 2014 og heyra drunurnar:
Fréttir af flugi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Flugáhugamenn uggandi um stærstu flugvél heims Flugáhugamenn um heim allan hafa síðustu sólarhringa beðið áhyggjufullir fregna af örlögum stærstu flugvélar heims, hinnar úkraínsku Antonov An 225. Eitt af fyrstu skotmörkum rússneska hersins í innrásinni í Úkraínu var nefnilega Antonov-flugvöllurinn við bæinn Hostomel, sem er heimaflugvöllur risaþotunnar. Utanríkisráðherra Úkraínu lýsti því yfir síðdegis að Rússar hefðu eyðilagt flugvélina en hún var eitt helsta stolt Úkraínumanna. 27. febrúar 2022 14:14 Óttast að Rússar undirbúi innlimun Austur-Úkraínu Forseti Úkraínu hefur áhyggjur af því að útgáfa rússneskra stjórnvalda á vegabréfum fyrir íbúa austanverðrar Úkraínu sé fyrsta skrefið í að Rússland innlimi svæðið líkt og það gerði með Krímskaga. Hann átelur vestræn ríki fyrir að hafa sýnt Rússum of mikla linkind að undanförnu. 20. maí 2021 16:20 Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Risaþotan nú áætluð í Keflavík um þrjúleytið Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15. 12. nóvember 2016 08:26 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Flugáhugamenn uggandi um stærstu flugvél heims Flugáhugamenn um heim allan hafa síðustu sólarhringa beðið áhyggjufullir fregna af örlögum stærstu flugvélar heims, hinnar úkraínsku Antonov An 225. Eitt af fyrstu skotmörkum rússneska hersins í innrásinni í Úkraínu var nefnilega Antonov-flugvöllurinn við bæinn Hostomel, sem er heimaflugvöllur risaþotunnar. Utanríkisráðherra Úkraínu lýsti því yfir síðdegis að Rússar hefðu eyðilagt flugvélina en hún var eitt helsta stolt Úkraínumanna. 27. febrúar 2022 14:14
Óttast að Rússar undirbúi innlimun Austur-Úkraínu Forseti Úkraínu hefur áhyggjur af því að útgáfa rússneskra stjórnvalda á vegabréfum fyrir íbúa austanverðrar Úkraínu sé fyrsta skrefið í að Rússland innlimi svæðið líkt og það gerði með Krímskaga. Hann átelur vestræn ríki fyrir að hafa sýnt Rússum of mikla linkind að undanförnu. 20. maí 2021 16:20
Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00
Risaþotan nú áætluð í Keflavík um þrjúleytið Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15. 12. nóvember 2016 08:26