Feginn að vera á Ítalíu en með áhyggjur af vinum og liðsfélögum Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2022 09:00 Arnór Sigurðsson á ferðinni í landsleik gegn Liechtenstein á síðasta ári. Getty „Þetta er fyrst og fremst ömurlegt eins og ég reikna með að langflestir séu sammála um,“ segir Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, um stríðið í Úkraínu. Arnór er samningsbundinn CSKA Moskvu og viðurkennir að miðað við núverandi ástand sé ekki góð tilhugsun að snúa aftur til Rússlands í sumar. Arnór hefur verið að láni hjá Venezia á Ítalíu í vetur eftir að hafa búið í þrjú ár í Moskvu. Þessi 22 ára Skagamaður hefur því fylgst vel með fréttum af innrás Rússa í Úkraínu og stöðunni hjá sínu fólki í Moskvu sem farið er að finna fyrir ýmsum afleiðingum stríðs sem það sjálft harmar. „Þetta er ömurlegt og farið að hafa þvílík áhrif síðustu daga á allt, og bitnar á svo mörgu fólki sem á það engan veginn skilið. Ég þekki mikið af fólki í Moskvu og hef verið í sambandi við það, og sérstaklega Hörð Björgvin [Magnússon, sem spilar með CSKA]. Ég veit að ættingjar og vinir eru ánægðir með að ég sé á Ítalíu en ekki Moskvu eins og staðan er í dag,“ segir Arnór. Arnór á að baki þrjár leiktíðir með CSKA Moskvu og hefur áhyggjur af félögum sínum í liðinu, þar á meðal Herði Björgvini Magnússyni sem einnig er liðsfélagi Arnórs í íslenska landsliðinu.Getty/David S. Bustamante Venjulegir hlutir ekki lengur í boði í Moskvu „Í Moskvu eru náttúrulega mótmæli gegn stríðinu. Þar eru menn farnir að finna þvílíkt fyrir því að það er verið að loka á allt. Ég reyndi til dæmis að hringja í Hörð Björgvin á Messenger en hann fékk mig bara á Whatsapp því það er bara verið að loka á Messenger. Ég held að maður átti sig kannski ekki á því hvernig svona „basic“ hlutir eru allt í einu ekki í boði lengur þarna. Bankarnir og allt þetta praktíska er hætt að virka sem skyldi og það lamar bara þjóðina. Ég finn aðeins fyrir þessu enda með rússneskt kort sem búið er að loka á. Sem betur fer var ég búinn að færa mína peninga en margt fólk var með háar fjárhæðir á sínum reikningum í Rússlandi og er ekki í góðum málum núna þegar rúblan er að hrynja,“ segir Arnór. Á leið til Rússlands í sumar að óbreyttu En eru félagar hans og vinir í Moskvu ekki óttaslegnir, sem og hann sjálfur? „Það er aðallega óvissa hjá fólki en það væri auðvitað óeðlilegt ef menn væru ekki aðeins stressaðir og það er ekki þægileg staða að vera þarna. Þegar ástandið er svona þá er maður auðvitað ánægður að vera frekar á Ítalíu enda líður mér mjög vel hérna og hér er gott að búa. En á sama tíma hefur maður áhyggjur af vinum sínum og liðsfélögum. Vonandi fer þetta á sem bestan veg.“ Samkvæmt samningi Arnórs við CSKA ætti hann að snúa aftur til Moskvu í sumar, að loknu tímabilinu á Ítalíu og stuttu sumarfríi. Arnór tekur undir að það sé óþægileg tilhugsun miðað við núverandi stöðu: „Það getur enginn sagt til um hvernig þetta verður eftir 4-5 mánuði en ef að ég væri að fara á morgun þá væri það ekkert góð tilhugsun Ég framlengdi samninginn um eitt ár í viðbót áður en ég fór á lán og síðan verður maður bara að taka stöðuna í sumar, og sjá hvort ástandið hefur eitthvað lagast. Ég er náttúrulega samningsbundinn CSKA þannig að eins og staðan er í dag fer ég þangað aftur í sumar.“ Innrás Rússa í Úkraínu Fótbolti Rússneski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Sjá meira
Arnór hefur verið að láni hjá Venezia á Ítalíu í vetur eftir að hafa búið í þrjú ár í Moskvu. Þessi 22 ára Skagamaður hefur því fylgst vel með fréttum af innrás Rússa í Úkraínu og stöðunni hjá sínu fólki í Moskvu sem farið er að finna fyrir ýmsum afleiðingum stríðs sem það sjálft harmar. „Þetta er ömurlegt og farið að hafa þvílík áhrif síðustu daga á allt, og bitnar á svo mörgu fólki sem á það engan veginn skilið. Ég þekki mikið af fólki í Moskvu og hef verið í sambandi við það, og sérstaklega Hörð Björgvin [Magnússon, sem spilar með CSKA]. Ég veit að ættingjar og vinir eru ánægðir með að ég sé á Ítalíu en ekki Moskvu eins og staðan er í dag,“ segir Arnór. Arnór á að baki þrjár leiktíðir með CSKA Moskvu og hefur áhyggjur af félögum sínum í liðinu, þar á meðal Herði Björgvini Magnússyni sem einnig er liðsfélagi Arnórs í íslenska landsliðinu.Getty/David S. Bustamante Venjulegir hlutir ekki lengur í boði í Moskvu „Í Moskvu eru náttúrulega mótmæli gegn stríðinu. Þar eru menn farnir að finna þvílíkt fyrir því að það er verið að loka á allt. Ég reyndi til dæmis að hringja í Hörð Björgvin á Messenger en hann fékk mig bara á Whatsapp því það er bara verið að loka á Messenger. Ég held að maður átti sig kannski ekki á því hvernig svona „basic“ hlutir eru allt í einu ekki í boði lengur þarna. Bankarnir og allt þetta praktíska er hætt að virka sem skyldi og það lamar bara þjóðina. Ég finn aðeins fyrir þessu enda með rússneskt kort sem búið er að loka á. Sem betur fer var ég búinn að færa mína peninga en margt fólk var með háar fjárhæðir á sínum reikningum í Rússlandi og er ekki í góðum málum núna þegar rúblan er að hrynja,“ segir Arnór. Á leið til Rússlands í sumar að óbreyttu En eru félagar hans og vinir í Moskvu ekki óttaslegnir, sem og hann sjálfur? „Það er aðallega óvissa hjá fólki en það væri auðvitað óeðlilegt ef menn væru ekki aðeins stressaðir og það er ekki þægileg staða að vera þarna. Þegar ástandið er svona þá er maður auðvitað ánægður að vera frekar á Ítalíu enda líður mér mjög vel hérna og hér er gott að búa. En á sama tíma hefur maður áhyggjur af vinum sínum og liðsfélögum. Vonandi fer þetta á sem bestan veg.“ Samkvæmt samningi Arnórs við CSKA ætti hann að snúa aftur til Moskvu í sumar, að loknu tímabilinu á Ítalíu og stuttu sumarfríi. Arnór tekur undir að það sé óþægileg tilhugsun miðað við núverandi stöðu: „Það getur enginn sagt til um hvernig þetta verður eftir 4-5 mánuði en ef að ég væri að fara á morgun þá væri það ekkert góð tilhugsun Ég framlengdi samninginn um eitt ár í viðbót áður en ég fór á lán og síðan verður maður bara að taka stöðuna í sumar, og sjá hvort ástandið hefur eitthvað lagast. Ég er náttúrulega samningsbundinn CSKA þannig að eins og staðan er í dag fer ég þangað aftur í sumar.“
Innrás Rússa í Úkraínu Fótbolti Rússneski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Sjá meira