Kvennalið sektað um 64 milljónir króna fyrir að fljúga eins og karlaliðin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2022 13:31 Sabrina Ionescu er stærsta stjarna New York Liberty liðsins en hún var súperstjarna í bandaríska háskólaboltanum. Getty/Sarah Stier Í sumum atvinnumannadeildum heimsins er hreinlega bannað að hugsa of vel um leikmenn sína. Þá erum við ekki að tala um laun eða launaþak heldur ferðalög leikmanna á milli leikja. Forráðamenn WNBA-körfuboltaliðsins New York Liberty fengu svakalega sekt í andlitið fyrir að auðvelda leikmönnum sínum ferðalagið á milli leikja eins og öll liðin í NBA deild karlanna gera. Einkaflugvélar eru fastur ferðamáti karlaliðanna í NBA-deildinni en þær hafa þótt of dýr ferðamáti fyrir liðin í kvennadeildinni. The New York Liberty were fined $500,000 for chartering flights to away games during the second half of the WNBA season, a source told ESPN.More: https://t.co/shLHrvMY8q pic.twitter.com/GgCuSqNGF7— ESPN (@espn) March 2, 2022 Það er því bannað að leigja einkaflugvélar fyrir liðin í deildinni og þá reglu brutu forráðamenn New York Liberty liðsins á síðustu leiktíð. Sektin hljómaði upp á fimm hundruð þúsund Bandaríkjadali eða um 64 milljónir króna. Þetta er hæsta sektin í sögu deildarinnar. Nýr yfirmaður WNBA-deildarinnar, Cathy Engelbert, veitti reyndar undanþágu í úrslitakeppni WNBA í fyrra þannig að liðið gátu ferðast með einkaflugvélum en það er aftur á móti stranglega bannað í deildarkeppninni. Einkaflugvélarnar eru bannaðar til að halda sömu línu í deildinni því þótt að sumir eigendur hafi efni á slíku þá eru margir ag eigendum WNBA-félaganna sem hafa ekki efni á því. Það eru ekki sömu peningar í WNBA-deildinni og í NBA-deildinni. View this post on Instagram A post shared by HighlightHER (@highlighther) Joe og Clara Tsa, eigendur New York Liberty, tóku áhættuna á síðustu leiktíð til að reyna að létta leikmönnum sínum undirbúning sinn fyrir leiki. Í stað þess að þurfa að fara í gegnum saman flugvallarvesenið og hinn venjulegi ferðalangur þá fengu leikmenn að fljúga með einkaflugvél milli leikja. Eigendur hinna liðanna komust að þessu og hótuðu öllu illu samkvæmt frétt hjá Sports Illustrated. Liberty átti fyrst að fá milljón dollara sekt, átti mögulega að missa valrétti í nýliðavalinu og jafnvel að vera rekið úr deildinni. Málið var á endanum leyst á bak við tjöldin og sektin var lækkuð eftir að Liberty notaði ekki einkaflugvél í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Grein Sports Illustrated hefur nú komið þessu máli í sviðsljósið og það er óhætt að segja að það komi ekkert sérstaklega vel út að það sé bannað að hugsa jafnvel um konurnar og hugsað er um karlana. NBA Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Sjá meira
Forráðamenn WNBA-körfuboltaliðsins New York Liberty fengu svakalega sekt í andlitið fyrir að auðvelda leikmönnum sínum ferðalagið á milli leikja eins og öll liðin í NBA deild karlanna gera. Einkaflugvélar eru fastur ferðamáti karlaliðanna í NBA-deildinni en þær hafa þótt of dýr ferðamáti fyrir liðin í kvennadeildinni. The New York Liberty were fined $500,000 for chartering flights to away games during the second half of the WNBA season, a source told ESPN.More: https://t.co/shLHrvMY8q pic.twitter.com/GgCuSqNGF7— ESPN (@espn) March 2, 2022 Það er því bannað að leigja einkaflugvélar fyrir liðin í deildinni og þá reglu brutu forráðamenn New York Liberty liðsins á síðustu leiktíð. Sektin hljómaði upp á fimm hundruð þúsund Bandaríkjadali eða um 64 milljónir króna. Þetta er hæsta sektin í sögu deildarinnar. Nýr yfirmaður WNBA-deildarinnar, Cathy Engelbert, veitti reyndar undanþágu í úrslitakeppni WNBA í fyrra þannig að liðið gátu ferðast með einkaflugvélum en það er aftur á móti stranglega bannað í deildarkeppninni. Einkaflugvélarnar eru bannaðar til að halda sömu línu í deildinni því þótt að sumir eigendur hafi efni á slíku þá eru margir ag eigendum WNBA-félaganna sem hafa ekki efni á því. Það eru ekki sömu peningar í WNBA-deildinni og í NBA-deildinni. View this post on Instagram A post shared by HighlightHER (@highlighther) Joe og Clara Tsa, eigendur New York Liberty, tóku áhættuna á síðustu leiktíð til að reyna að létta leikmönnum sínum undirbúning sinn fyrir leiki. Í stað þess að þurfa að fara í gegnum saman flugvallarvesenið og hinn venjulegi ferðalangur þá fengu leikmenn að fljúga með einkaflugvél milli leikja. Eigendur hinna liðanna komust að þessu og hótuðu öllu illu samkvæmt frétt hjá Sports Illustrated. Liberty átti fyrst að fá milljón dollara sekt, átti mögulega að missa valrétti í nýliðavalinu og jafnvel að vera rekið úr deildinni. Málið var á endanum leyst á bak við tjöldin og sektin var lækkuð eftir að Liberty notaði ekki einkaflugvél í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Grein Sports Illustrated hefur nú komið þessu máli í sviðsljósið og það er óhætt að segja að það komi ekkert sérstaklega vel út að það sé bannað að hugsa jafnvel um konurnar og hugsað er um karlana.
NBA Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Sjá meira