Pútín sagður einangraður og með ofsóknaræði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 2. mars 2022 09:52 Vladimír Pútín Rússlandsforseti er sagður bæði einangraður og með ofsóknaræði. AP/Alexei Nikolsky Starfsmenn leyniþjónusta í Bandaríkjunum og Evrópu vinna hörðum höndum þessa dagana að því að átta sig á hugarástandi Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Sú mynd sem hefur verið teiknuð upp af honum er að hann virðist einangraður og treysti á smáan hóp ráðgjafa sem hafi ekki sagt honum sannleikann um það hversu erfitt Rússum er að reynast að sigra Úkraínu. Pútín er talinn með mikið ofsóknaræði og er sagður vanmeta samkennd andstæðinga sinna og er óttast að hann muni bregðast harkalega við, verði hann málaður út í horn. Sá ótti hefur leitt til þess að undanfarna daga hafa ráðamenn í vesturveldunum svokölluðu ítrekað sagt opinberlega að Atlantshafsbandalagið muni ekki grípa inn í átökin í Úkraínu með beinum hætti. Ráðgjafar hafi gefið Pútín rangar upplýsingar Samkvæmt frétt Washington Post jukust áhyggjur ráðamanna í Bandaríkjunum og Evrópu verulega þegar Pútín setti kjarnorkuvopnasveitir sínar í viðbragðsstöðu. Þá fóru þeir að kalla eftir frekari upplýsingum um hugarástand forsetans rússneska. Fyrir innrásina í Úkraínu sögðu leyniþjónustur í Bandaríkjunum og Bretlandi að ráðgjafar Pútíns væru að gefa honum rangar upplýsingar um hversu auðvelt það yrði fyrir Rússland að sigra Úkraínu. Einn heimildarmaður Washington Post frá Evrópu sagði Pútín ekki í góðu ástandi. Hann öskraði mikið á starfsfólk sitt og innrásin væri langt á eftir áætlun. „Þetta er hættulegur tími fyrir Pútín,“ sagði heimildarmaðurinn. Hann sagði að ef Pútín heyrði af því að NATO væri að íhuga að loka lofthelginni yfir Úkraínu, eins og Úkraínumenn hafa beðið um, myndi Pútín rakleiðis hugsa um Moammar Gaddafi, einræðisherra Líbíu sem var drepinn af uppreisnarmönnum árið 2011. Það var eftir að NATO lokaði lofthelgi Líbíu og gerði loftárásir gegn her einræðisherrans og er það talið hafa leitt til falls hans. Segir innrásina munu verða grimmilegri Þá muni það reynast Rússum mjög erfitt að hernema Úkraínu. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, telur það bæði vegna stærðar landsins og fjölda landsmanna, sem muni veita harða mótspyrnu. Það er þá sem mannfallið mun fara að taka sinn toll, segir Wallace. Rússar segjast ekki hafa í hyggju að hernema Úkraínu, heldur koma fasískum öflum frá. Hins vegar er óljóst hvernig þeir sjá framhaldið fyrir sér, þar sem Úkraínumenn eru alfarið á móti afskiptum Rússa og líklegir til að velja sér nýja ráðamenn þegar innrásarherinn er á brott. Þá telur Wallace að áhlaup Rússa verði grimmilegra eftir því sem á líður. Hann sagði í samtali við útvarpsstöðina LBC að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ekki fengið sínu framgengt og hefði brugðist við með því að umkringja borgir og ráðast gegn þeim á næturnar. Hann myndi að lokum freista þess að brjóta alla andspyrnu á bak aftur og ráðast inn í borgirnar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vildi sannfæra þjóðina um árangur sinn Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu stefnuræðu fyrir báðar deildar Bandaríkjaþings í nótt. Þar hét Biden því að halda aftur af innrás Rússa í Úkraínu, koma böndum á verðbólgu í Bandaríkjunum og kveða niður kórónuveiruna. 2. mars 2022 08:55 Vaktin: Pútín sagður einangraður og með ofsóknaræði Rúm vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. 2. mars 2022 06:49 Hart barist í Karkív eftir að rússneskar hersveitir lenda í borginni Rússneskar hersveitir lentu í Karkív um klukkan 3 í nótt og harðir bardagar standa nú yfir milli þeirra og úkraínska hersins. Úkraínsk yfirvöld greindu frá því í nótt að ráðist hefði verið á hersjúkrahús í borginni og að bardagar hefðu brotist út á milli „innrásarhermanna og úkraínskra varnaraðila“. 2. mars 2022 06:22 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Sjá meira
Sú mynd sem hefur verið teiknuð upp af honum er að hann virðist einangraður og treysti á smáan hóp ráðgjafa sem hafi ekki sagt honum sannleikann um það hversu erfitt Rússum er að reynast að sigra Úkraínu. Pútín er talinn með mikið ofsóknaræði og er sagður vanmeta samkennd andstæðinga sinna og er óttast að hann muni bregðast harkalega við, verði hann málaður út í horn. Sá ótti hefur leitt til þess að undanfarna daga hafa ráðamenn í vesturveldunum svokölluðu ítrekað sagt opinberlega að Atlantshafsbandalagið muni ekki grípa inn í átökin í Úkraínu með beinum hætti. Ráðgjafar hafi gefið Pútín rangar upplýsingar Samkvæmt frétt Washington Post jukust áhyggjur ráðamanna í Bandaríkjunum og Evrópu verulega þegar Pútín setti kjarnorkuvopnasveitir sínar í viðbragðsstöðu. Þá fóru þeir að kalla eftir frekari upplýsingum um hugarástand forsetans rússneska. Fyrir innrásina í Úkraínu sögðu leyniþjónustur í Bandaríkjunum og Bretlandi að ráðgjafar Pútíns væru að gefa honum rangar upplýsingar um hversu auðvelt það yrði fyrir Rússland að sigra Úkraínu. Einn heimildarmaður Washington Post frá Evrópu sagði Pútín ekki í góðu ástandi. Hann öskraði mikið á starfsfólk sitt og innrásin væri langt á eftir áætlun. „Þetta er hættulegur tími fyrir Pútín,“ sagði heimildarmaðurinn. Hann sagði að ef Pútín heyrði af því að NATO væri að íhuga að loka lofthelginni yfir Úkraínu, eins og Úkraínumenn hafa beðið um, myndi Pútín rakleiðis hugsa um Moammar Gaddafi, einræðisherra Líbíu sem var drepinn af uppreisnarmönnum árið 2011. Það var eftir að NATO lokaði lofthelgi Líbíu og gerði loftárásir gegn her einræðisherrans og er það talið hafa leitt til falls hans. Segir innrásina munu verða grimmilegri Þá muni það reynast Rússum mjög erfitt að hernema Úkraínu. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, telur það bæði vegna stærðar landsins og fjölda landsmanna, sem muni veita harða mótspyrnu. Það er þá sem mannfallið mun fara að taka sinn toll, segir Wallace. Rússar segjast ekki hafa í hyggju að hernema Úkraínu, heldur koma fasískum öflum frá. Hins vegar er óljóst hvernig þeir sjá framhaldið fyrir sér, þar sem Úkraínumenn eru alfarið á móti afskiptum Rússa og líklegir til að velja sér nýja ráðamenn þegar innrásarherinn er á brott. Þá telur Wallace að áhlaup Rússa verði grimmilegra eftir því sem á líður. Hann sagði í samtali við útvarpsstöðina LBC að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ekki fengið sínu framgengt og hefði brugðist við með því að umkringja borgir og ráðast gegn þeim á næturnar. Hann myndi að lokum freista þess að brjóta alla andspyrnu á bak aftur og ráðast inn í borgirnar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vildi sannfæra þjóðina um árangur sinn Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu stefnuræðu fyrir báðar deildar Bandaríkjaþings í nótt. Þar hét Biden því að halda aftur af innrás Rússa í Úkraínu, koma böndum á verðbólgu í Bandaríkjunum og kveða niður kórónuveiruna. 2. mars 2022 08:55 Vaktin: Pútín sagður einangraður og með ofsóknaræði Rúm vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. 2. mars 2022 06:49 Hart barist í Karkív eftir að rússneskar hersveitir lenda í borginni Rússneskar hersveitir lentu í Karkív um klukkan 3 í nótt og harðir bardagar standa nú yfir milli þeirra og úkraínska hersins. Úkraínsk yfirvöld greindu frá því í nótt að ráðist hefði verið á hersjúkrahús í borginni og að bardagar hefðu brotist út á milli „innrásarhermanna og úkraínskra varnaraðila“. 2. mars 2022 06:22 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Sjá meira
Vildi sannfæra þjóðina um árangur sinn Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu stefnuræðu fyrir báðar deildar Bandaríkjaþings í nótt. Þar hét Biden því að halda aftur af innrás Rússa í Úkraínu, koma böndum á verðbólgu í Bandaríkjunum og kveða niður kórónuveiruna. 2. mars 2022 08:55
Vaktin: Pútín sagður einangraður og með ofsóknaræði Rúm vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. 2. mars 2022 06:49
Hart barist í Karkív eftir að rússneskar hersveitir lenda í borginni Rússneskar hersveitir lentu í Karkív um klukkan 3 í nótt og harðir bardagar standa nú yfir milli þeirra og úkraínska hersins. Úkraínsk yfirvöld greindu frá því í nótt að ráðist hefði verið á hersjúkrahús í borginni og að bardagar hefðu brotist út á milli „innrásarhermanna og úkraínskra varnaraðila“. 2. mars 2022 06:22
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent