Úkraínsk tenniskona sló út Rússa og gefur úkraínska hernum allt verðlaunaféð sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2022 15:00 Elina Svitolina fagnar sigri á þeirri rússnesku með táknrænum hætti. AP/ Úkraínska tenniskonan Elina Svitolina vann Rússann Anastasiu Potapovu á móti í Mexíkó sem er hluti af heimsmótaröðinni í tennis. Hún segir þetta hafa verið stóran sigur fyrir sig en um tíma ætlaði hún ekki að mæta til leiks. Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir helgi með öllum þeim hörmungum sem slíkt hefur í för með sér fyrir úkraínsku þjóðina. Úkraínumenn ætla að verja landið sitt og Svitolina vann táknrænan sigur hinum megin við Atlantshafið. Svitolina vann Potapovu örugglega 6-2 og 6-1 á þessu Opna Monterrey tennismóti. Ukraine's Elina Svitolina thrashed Russian Anastasia Potapova at the Monterrey Open, after deciding she could do more for her country by playing than boycotting.— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 2, 2022 Hún hafði áður sagt að hún myndi ekki spila á móti Rússa eða Hvít-Rússa en breytti um skoðun þegar Alþjóðatennissambandið ákvað að Rússar mættu ekki keppa undir nafni eða fána þjóðar sinnar. Svitolina varð þá sannfærð um að hún gerði meira fyrir þjóð sína að vinna leikinn. „Leikurinn í dag var mjög sérstakur fyrir mig. Ég er mjög leið yfir öllu því sem er í gangi en ég er ánægð að fá að spila tennis hér. Ég var einbeitt og sinnti þessu sem sendiför fyrir þjóð mína,“ sagði Elina Svitolina. Words of thanks from @ElinaSvitolina pic.twitter.com/YcnKu6ff95— wta (@WTA) March 2, 2022 „Það er mitt verkefni að sameinaða allt tennissamfélagið að baki Úkraínu og fá alla til að hjálpa Úkraínumönnum því úkraínska fólkið er að fara í gegnum algjöran hrylling. Ég er hér til að keppa fyrir þjóð mína og geri mitt besta til að nýta þennan vettvang til að fá fólk til að styðja við bakið á Úkraínu,“ sagði Svitolina. Svitolina ætlar líka að gefa úkraínska hernum allt verðlaunafé sitt frá mótinu. Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir helgi með öllum þeim hörmungum sem slíkt hefur í för með sér fyrir úkraínsku þjóðina. Úkraínumenn ætla að verja landið sitt og Svitolina vann táknrænan sigur hinum megin við Atlantshafið. Svitolina vann Potapovu örugglega 6-2 og 6-1 á þessu Opna Monterrey tennismóti. Ukraine's Elina Svitolina thrashed Russian Anastasia Potapova at the Monterrey Open, after deciding she could do more for her country by playing than boycotting.— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 2, 2022 Hún hafði áður sagt að hún myndi ekki spila á móti Rússa eða Hvít-Rússa en breytti um skoðun þegar Alþjóðatennissambandið ákvað að Rússar mættu ekki keppa undir nafni eða fána þjóðar sinnar. Svitolina varð þá sannfærð um að hún gerði meira fyrir þjóð sína að vinna leikinn. „Leikurinn í dag var mjög sérstakur fyrir mig. Ég er mjög leið yfir öllu því sem er í gangi en ég er ánægð að fá að spila tennis hér. Ég var einbeitt og sinnti þessu sem sendiför fyrir þjóð mína,“ sagði Elina Svitolina. Words of thanks from @ElinaSvitolina pic.twitter.com/YcnKu6ff95— wta (@WTA) March 2, 2022 „Það er mitt verkefni að sameinaða allt tennissamfélagið að baki Úkraínu og fá alla til að hjálpa Úkraínumönnum því úkraínska fólkið er að fara í gegnum algjöran hrylling. Ég er hér til að keppa fyrir þjóð mína og geri mitt besta til að nýta þennan vettvang til að fá fólk til að styðja við bakið á Úkraínu,“ sagði Svitolina. Svitolina ætlar líka að gefa úkraínska hernum allt verðlaunafé sitt frá mótinu.
Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira