Húsið hristist eftir öflugar sprengingar í miðborg Kænugarðs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. mars 2022 20:47 Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði. Stöð 2 Óskar Hallgrímsson, íslenskur ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði, segir að borgin minni á draugaborg. Fregnir af gríðarlangri hergagnalest Rússa sem sögð er stefna í átt að borginni vekur ugg. Óskar ræddi við Eddu Andrésardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann fór yfir stöðuna í Kænugarði þessa stundina. „Staðan er nú bara þannig að borgin er eins og draugaborg. Hún er hálftóm og fólk er aðallega inni hjá sér. Það er nú þannig. Eða í byrgjum því að fólk þorir ekki mikið að fara út,“ sagði Óskar. Stuttu eftir að hann ræddi við Eddu varð Óskar varð við tvær öflugar sprengingar sem fregnir herma að hafi verið við lestarstöðina í Kænugarði. Segir hann að þessar sprengingar hafi verið þær öflugustu sem hann hafi orðið var við þessa, hús hans og eiginkonu hans hristist meðal annars. Hann upplifir sig þó tiltölulega öruggan í borginni og er ekki á förum. „Við tókum ákvörðun um það snemma ég og konan mín að taka þessar áhyggjur og þennan ótta og bara ýta því til hliðar og nýta það bara í eitthvað annað. Við upplifum okkur örugg á þeim stað þar sem við búum í borginu. Það er nú bara þannig og ég held að það sé sniðugra en að vera á vergangi þarna einhvers staðar þarna fyrir vestan,“ sagði Óskar. Langar raðir voru við apótek í Kænugarði í dag. Óskar segir að reglur um lyfseðla hafi verið afnumdar þar sem fólk sæki nú lyf fyrir ættingja, vini og nágranna.Óskar Hallgrímsson Fregnir hafa borist að gríðarlangri hergagnalest Rússa sem sögð er stefna í átt að Kænugarði. Lestin hefur reyndar færst lítið að undanförnu og hefur verið sagt frá því að hermennina skorti vistir. Óskar segir að hergagnalestin veki ugg á meðal borgara. „Þetta vekur ugg en er samt ekkert það hræðilegt af því bara hún er bensínlaus. Hún er stopp, þeir eru ekki með vistir. Þeir eru að brjótast inn í byggingar til að ná sér í mat,“ sagði Óskar. „Borgin sjálf er vel varin en auðvitað vekur þetta ugg og maður er hálfskelkaður við þessar fregnir.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vaktin: Ekkert lát á árásum Rússa á Kharkív, Kherson og Mariupol Vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. 2. mars 2022 06:49 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Óskar ræddi við Eddu Andrésardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann fór yfir stöðuna í Kænugarði þessa stundina. „Staðan er nú bara þannig að borgin er eins og draugaborg. Hún er hálftóm og fólk er aðallega inni hjá sér. Það er nú þannig. Eða í byrgjum því að fólk þorir ekki mikið að fara út,“ sagði Óskar. Stuttu eftir að hann ræddi við Eddu varð Óskar varð við tvær öflugar sprengingar sem fregnir herma að hafi verið við lestarstöðina í Kænugarði. Segir hann að þessar sprengingar hafi verið þær öflugustu sem hann hafi orðið var við þessa, hús hans og eiginkonu hans hristist meðal annars. Hann upplifir sig þó tiltölulega öruggan í borginni og er ekki á förum. „Við tókum ákvörðun um það snemma ég og konan mín að taka þessar áhyggjur og þennan ótta og bara ýta því til hliðar og nýta það bara í eitthvað annað. Við upplifum okkur örugg á þeim stað þar sem við búum í borginu. Það er nú bara þannig og ég held að það sé sniðugra en að vera á vergangi þarna einhvers staðar þarna fyrir vestan,“ sagði Óskar. Langar raðir voru við apótek í Kænugarði í dag. Óskar segir að reglur um lyfseðla hafi verið afnumdar þar sem fólk sæki nú lyf fyrir ættingja, vini og nágranna.Óskar Hallgrímsson Fregnir hafa borist að gríðarlangri hergagnalest Rússa sem sögð er stefna í átt að Kænugarði. Lestin hefur reyndar færst lítið að undanförnu og hefur verið sagt frá því að hermennina skorti vistir. Óskar segir að hergagnalestin veki ugg á meðal borgara. „Þetta vekur ugg en er samt ekkert það hræðilegt af því bara hún er bensínlaus. Hún er stopp, þeir eru ekki með vistir. Þeir eru að brjótast inn í byggingar til að ná sér í mat,“ sagði Óskar. „Borgin sjálf er vel varin en auðvitað vekur þetta ugg og maður er hálfskelkaður við þessar fregnir.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vaktin: Ekkert lát á árásum Rússa á Kharkív, Kherson og Mariupol Vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. 2. mars 2022 06:49 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Vaktin: Ekkert lát á árásum Rússa á Kharkív, Kherson og Mariupol Vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. 2. mars 2022 06:49