Vaktin: Telur ýmislegt benda til þess að Rússar séu á eftir áætlun Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 3. mars 2022 05:49 Brunarústir brynvarins farartækis rússneska herins í Irpin í Úkraínu. Chris McGrath/Getty Images) Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. Það helsta: Rússar hafa náð borginni Kerson á sitt vald sem er mikilvægt skref í átt að því að ná stjórn á sjóleiðinni inn í landið. Hafnarborgin Maríupól er umkringd og hefur sprengjum rignt yfir hana. Það sama má segja um borgina Kharkív. Rússar eru sagðir undirbúa árás á hafnarborgina Odessa en með því gætu Rússar í raun lokað á að aðstoð og/eða birgðir berist sjóleiðina til Úkraínu. Sameinuðu þjóðirnar segja að minnsta kosti 227 almenna borgara hafa látist í innrásinni og 525 særst. Líklega sé raunverulegur fjöldi meiri. Viðræður milli sendinefnda Rússa og Úkraínumanna byrjuðu í annað sinn í dag í Hvíta-Rússlandi. . Háttsettur rússneskur herforingi er sagður hafa verið felldur í átökum í Úkraínu. Úkraínumenn eru byrjaðir að gera loftárásir á stóru hergagnalestina svokölluðu, norður af Kænugarði. Sérfræðingar segja Rússa hafa misst fjölmarga skriðdreka í innrásinni, auk orrustuþota og annarra hergagna. Annari umferð friðarviðræðna lauk í dag. Ekki náðust samningar um vopnahlé en Rússar og Úkraínu menn komu sér þó saman um að útbúnar verði svokallaðar útgönguleiðir fyrir almenna borgara svo að þeir geti flúið átakasvæði. Varnarmálaráðherra Bretlands segir að vísbendingar, vistir og gögn sem tekin hafi verið úr yfirgegnum hergögnum Rússa benda til þess að herinn sé á eftir áætlun með innrásina í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru nú sagðir hafa náð Kherson á sitt vald. Setið er um aðrar umkringdar borgir.Vísir Í vaktinni hér að neðan fylgjumst við svo með gangi mála í Úkraínu í dag.
Það helsta: Rússar hafa náð borginni Kerson á sitt vald sem er mikilvægt skref í átt að því að ná stjórn á sjóleiðinni inn í landið. Hafnarborgin Maríupól er umkringd og hefur sprengjum rignt yfir hana. Það sama má segja um borgina Kharkív. Rússar eru sagðir undirbúa árás á hafnarborgina Odessa en með því gætu Rússar í raun lokað á að aðstoð og/eða birgðir berist sjóleiðina til Úkraínu. Sameinuðu þjóðirnar segja að minnsta kosti 227 almenna borgara hafa látist í innrásinni og 525 særst. Líklega sé raunverulegur fjöldi meiri. Viðræður milli sendinefnda Rússa og Úkraínumanna byrjuðu í annað sinn í dag í Hvíta-Rússlandi. . Háttsettur rússneskur herforingi er sagður hafa verið felldur í átökum í Úkraínu. Úkraínumenn eru byrjaðir að gera loftárásir á stóru hergagnalestina svokölluðu, norður af Kænugarði. Sérfræðingar segja Rússa hafa misst fjölmarga skriðdreka í innrásinni, auk orrustuþota og annarra hergagna. Annari umferð friðarviðræðna lauk í dag. Ekki náðust samningar um vopnahlé en Rússar og Úkraínu menn komu sér þó saman um að útbúnar verði svokallaðar útgönguleiðir fyrir almenna borgara svo að þeir geti flúið átakasvæði. Varnarmálaráðherra Bretlands segir að vísbendingar, vistir og gögn sem tekin hafi verið úr yfirgegnum hergögnum Rússa benda til þess að herinn sé á eftir áætlun með innrásina í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru nú sagðir hafa náð Kherson á sitt vald. Setið er um aðrar umkringdar borgir.Vísir Í vaktinni hér að neðan fylgjumst við svo með gangi mála í Úkraínu í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira