Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. mars 2022 07:49 Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu segir Rússa vilja koma af stað kjarnorkuslysi. GETTY/Presidency of Ukraine Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. Eldur kviknaði í stærsta kjarnorkuveri Evrópu í nótt, Zaporizhizhia kjarnorkuverinu í Úkraínu eftir að Rússar skutu á verið. Fyrstu fréttir benda til að engin alvarleg hætta sé á ferðum vegna eldsins enda séu kjarnakljúfar versins vel varðir, og ólíklegt að árásin valdi skaða á kjarnakljúfunum sjálfum. Selenskí segir árásina á kjarnorkuverið ekki tilviljun. „Núna eru rússneskir skriðdrekar að skjóta á kjarnorkuverið. Þetta eru skriðdrekar sem eru útbúnir hitamyndavélum, það er, þeir vita alveg á hvað þeir eru að skjóta. Þeir hafa verið að undirbúa þetta,“ segir Selenskí í ávarpi sem hann birti á Telegram-rás sinni í nótt. „Ég biðla til Úkraínumanna, til Evrópumanna, til allra þeirra sem þekkja orðið „Tsjernóbíl “. Til allra þeirra sem vita hvaða hörmungar kjarnorkuslysið hafði í för með sér. Það var stórslys. Hundruð þúsund manna glímdu við eftirmálana, tugir þúsunda þurftu að flýja heimili sín. Rússland vill endurtaka leikinn.“ Segir hótanir Pútíns nú orðnar að veruleika Hann ítrekaði í ávarpinu að eitthvað þyrfti að gera til að verjast þessar árásir Rússa. Þeir væru nú að skjóta á sex kjarnakljúfa, sagði Selenskí, en í Tsjernóbíl hafi aðeins einn slíkur ofn skemmst. Selenskí segir þá í ávarpinu að hann hafi talað við Charles Michel, forseta leiðtogaráðs Evrópu, við Olaf Scholz kanslara Þýskalands, Andrzej Duda forseta Póllands, Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Joe Biden Bandaríkjaforseta í nótt. „Ég varaði þá við því að ekkert ríki nema Rússland hefur nokkurn tíman skotið beint á tvo kjarnakljúfa. Í fyrsta sinn í sögu okkar, sögu mannkynsins, hefur ríki stríðsglæpamanna gripið til kjarnorkuhernaðar,“ segir Selenskí og minnir á að bæði Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Sergei Lavrov utanríkisráðherra hans hafi hótað því að beita kjarnorkuvopnum. „Núna er þetta ekki lengur hótun, þetta er veruleikinn. Við vitum ekki hvernig eldurinn í kjarnorkuverinu mun enda. Hvenær það verður eða verður ekki sprenging. Enginn getur vitað það með vissu.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Abramovich fengið tilboð upp á rúmlega 520 milljarða Roman Abramovich, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, hefur fengið nokkur tilboð í félagið sem hljóða upp á þrjá milljarða punda sem samsvarar rúmlega 520 milljörðum íslenskra króna. 4. mars 2022 07:00 Vaktin: Árásir Rússa halda áfram og fjöldi borgara er án vatns og rafmagns Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29 Eldur kviknaði í stærsta kjarnorkuveri Evrópu í kjölfar árása Rússa Búið er að slökkva eld sem kviknaði í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu í nótt. Eldurinn er sagður hafa brotist út í kjölfar skotárása Rússa og náð til þriðju, fjórðu og fimmtu hæðar æfingabyggingar. 4. mars 2022 05:59 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Eldur kviknaði í stærsta kjarnorkuveri Evrópu í nótt, Zaporizhizhia kjarnorkuverinu í Úkraínu eftir að Rússar skutu á verið. Fyrstu fréttir benda til að engin alvarleg hætta sé á ferðum vegna eldsins enda séu kjarnakljúfar versins vel varðir, og ólíklegt að árásin valdi skaða á kjarnakljúfunum sjálfum. Selenskí segir árásina á kjarnorkuverið ekki tilviljun. „Núna eru rússneskir skriðdrekar að skjóta á kjarnorkuverið. Þetta eru skriðdrekar sem eru útbúnir hitamyndavélum, það er, þeir vita alveg á hvað þeir eru að skjóta. Þeir hafa verið að undirbúa þetta,“ segir Selenskí í ávarpi sem hann birti á Telegram-rás sinni í nótt. „Ég biðla til Úkraínumanna, til Evrópumanna, til allra þeirra sem þekkja orðið „Tsjernóbíl “. Til allra þeirra sem vita hvaða hörmungar kjarnorkuslysið hafði í för með sér. Það var stórslys. Hundruð þúsund manna glímdu við eftirmálana, tugir þúsunda þurftu að flýja heimili sín. Rússland vill endurtaka leikinn.“ Segir hótanir Pútíns nú orðnar að veruleika Hann ítrekaði í ávarpinu að eitthvað þyrfti að gera til að verjast þessar árásir Rússa. Þeir væru nú að skjóta á sex kjarnakljúfa, sagði Selenskí, en í Tsjernóbíl hafi aðeins einn slíkur ofn skemmst. Selenskí segir þá í ávarpinu að hann hafi talað við Charles Michel, forseta leiðtogaráðs Evrópu, við Olaf Scholz kanslara Þýskalands, Andrzej Duda forseta Póllands, Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Joe Biden Bandaríkjaforseta í nótt. „Ég varaði þá við því að ekkert ríki nema Rússland hefur nokkurn tíman skotið beint á tvo kjarnakljúfa. Í fyrsta sinn í sögu okkar, sögu mannkynsins, hefur ríki stríðsglæpamanna gripið til kjarnorkuhernaðar,“ segir Selenskí og minnir á að bæði Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Sergei Lavrov utanríkisráðherra hans hafi hótað því að beita kjarnorkuvopnum. „Núna er þetta ekki lengur hótun, þetta er veruleikinn. Við vitum ekki hvernig eldurinn í kjarnorkuverinu mun enda. Hvenær það verður eða verður ekki sprenging. Enginn getur vitað það með vissu.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Abramovich fengið tilboð upp á rúmlega 520 milljarða Roman Abramovich, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, hefur fengið nokkur tilboð í félagið sem hljóða upp á þrjá milljarða punda sem samsvarar rúmlega 520 milljörðum íslenskra króna. 4. mars 2022 07:00 Vaktin: Árásir Rússa halda áfram og fjöldi borgara er án vatns og rafmagns Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29 Eldur kviknaði í stærsta kjarnorkuveri Evrópu í kjölfar árása Rússa Búið er að slökkva eld sem kviknaði í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu í nótt. Eldurinn er sagður hafa brotist út í kjölfar skotárása Rússa og náð til þriðju, fjórðu og fimmtu hæðar æfingabyggingar. 4. mars 2022 05:59 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Abramovich fengið tilboð upp á rúmlega 520 milljarða Roman Abramovich, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, hefur fengið nokkur tilboð í félagið sem hljóða upp á þrjá milljarða punda sem samsvarar rúmlega 520 milljörðum íslenskra króna. 4. mars 2022 07:00
Vaktin: Árásir Rússa halda áfram og fjöldi borgara er án vatns og rafmagns Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29
Eldur kviknaði í stærsta kjarnorkuveri Evrópu í kjölfar árása Rússa Búið er að slökkva eld sem kviknaði í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu í nótt. Eldurinn er sagður hafa brotist út í kjölfar skotárása Rússa og náð til þriðju, fjórðu og fimmtu hæðar æfingabyggingar. 4. mars 2022 05:59