Snæbjörn Ingi frá Origo til Itera Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2022 10:36 Snæbjörn Ingi Ingólfsson hverfur á braut frá Origo til nýrra verkefna. Bent Marinósson Snæbjörn Ingi Ingólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðlega tæknifyrirtækisins Itera á Íslandi. Itera opnaði á síðasta ári skrifstofu í Reykjavík en aðalskrifstofur fyrirtækisins eru í Noregi. Í tilkynningu segir að Itera sérhæfi sig í að skapa sjálfbær og stafræn viðskipti. Með opnun skrifstofunnar í Reykjavík stefni fyrirtækið á að auka umsvif sín hér á landi. Snæbjörn Ingi starfaði áður sem viðskiptastjóri og sölustjóri í viðskiptalausnum hjá Origo. Hann hefur starfað lengi í upplýsingatækniumhverfinu og segist vera með brennandi áhuga á öllu sem viðkemur tækni og tækniþróun. ,,Ég hef starfað á vettvangi upplýsingatækni nær allan minn starfsferil og komið að flestum þáttum rekstrar, stefnumótunar og þróunar á þeim vettvangi. Ég er fullur tilhlökkunar að koma til starfa hjá Itera sem er afar spennandi fyrirtæki og hefur stækkað mjög mikið á undanförnum árum. Meginmarkmið Itera er að aðstoða fyrirtæki við að skapa sjálfbær og stafræn viðskipti með tæknilausnum og nýsköpun og hafa þannig jákvæð áhrif á rekstur þeirra. Það verður spennandi verkefni að byggja upp starfsemi Itera hér á landi," segir Snæbjörn Ingi. Íslenskur upplýsingatæknimarkaður á miklum tímamótum ,,Íslenskur upplýsingatæknimarkaður er á miklum tímamótum, og það hefur verið sprenging í fjölgun starfa á þessum vettvangi og erfiðlega gengur að ráða í störfin. En þar getur þjónusta Itera komið að gagni," segir hann ennfremur. Itera er með ellefu skrifstofur í sex löndum og vinnur að verkefnum fyrir fjölda alþjóðlegra fyrirtækja í gagnafrekum iðnaði. Meðal viðskiptavina fyrirtækisins hér á landi eru Landsbankinn, Wise og Össur. Undanfarin fimm ár hefur Itera verið tilnefnt eitt af mest vaxandi nýsköpunarfyrirtækjum Noregs þvert á atvinnugreinar. ,,Ég er mjög ánægður að fá Snæbjörn til þess að byggja upp á Itera á Íslandi með okkur. Snæbjörn er reynslumikll sérfræðingur í upplýsingatækni með öflugan bakgrunn sem styður vel við markmið Itera að ná góðum árangri á Íslandi," segir Odd Khalifi, forstöðumaður alþjóðlegrar viðskiptaþróunar hjá Itera. „Slagorð Itera er „Gerðu gæfumuninn“ (e. Make a Difference), vísar til þess að við leggjum okkur fram um að hafa jákvæð áhrif á rekstur fyrirtækja með því að búa til sjálfbær stafræn fyrirtæki.“ Vistaskipti Upplýsingatækni Origo Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Í tilkynningu segir að Itera sérhæfi sig í að skapa sjálfbær og stafræn viðskipti. Með opnun skrifstofunnar í Reykjavík stefni fyrirtækið á að auka umsvif sín hér á landi. Snæbjörn Ingi starfaði áður sem viðskiptastjóri og sölustjóri í viðskiptalausnum hjá Origo. Hann hefur starfað lengi í upplýsingatækniumhverfinu og segist vera með brennandi áhuga á öllu sem viðkemur tækni og tækniþróun. ,,Ég hef starfað á vettvangi upplýsingatækni nær allan minn starfsferil og komið að flestum þáttum rekstrar, stefnumótunar og þróunar á þeim vettvangi. Ég er fullur tilhlökkunar að koma til starfa hjá Itera sem er afar spennandi fyrirtæki og hefur stækkað mjög mikið á undanförnum árum. Meginmarkmið Itera er að aðstoða fyrirtæki við að skapa sjálfbær og stafræn viðskipti með tæknilausnum og nýsköpun og hafa þannig jákvæð áhrif á rekstur þeirra. Það verður spennandi verkefni að byggja upp starfsemi Itera hér á landi," segir Snæbjörn Ingi. Íslenskur upplýsingatæknimarkaður á miklum tímamótum ,,Íslenskur upplýsingatæknimarkaður er á miklum tímamótum, og það hefur verið sprenging í fjölgun starfa á þessum vettvangi og erfiðlega gengur að ráða í störfin. En þar getur þjónusta Itera komið að gagni," segir hann ennfremur. Itera er með ellefu skrifstofur í sex löndum og vinnur að verkefnum fyrir fjölda alþjóðlegra fyrirtækja í gagnafrekum iðnaði. Meðal viðskiptavina fyrirtækisins hér á landi eru Landsbankinn, Wise og Össur. Undanfarin fimm ár hefur Itera verið tilnefnt eitt af mest vaxandi nýsköpunarfyrirtækjum Noregs þvert á atvinnugreinar. ,,Ég er mjög ánægður að fá Snæbjörn til þess að byggja upp á Itera á Íslandi með okkur. Snæbjörn er reynslumikll sérfræðingur í upplýsingatækni með öflugan bakgrunn sem styður vel við markmið Itera að ná góðum árangri á Íslandi," segir Odd Khalifi, forstöðumaður alþjóðlegrar viðskiptaþróunar hjá Itera. „Slagorð Itera er „Gerðu gæfumuninn“ (e. Make a Difference), vísar til þess að við leggjum okkur fram um að hafa jákvæð áhrif á rekstur fyrirtækja með því að búa til sjálfbær stafræn fyrirtæki.“
Vistaskipti Upplýsingatækni Origo Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira