Árborg veitir útungunarstöð íslenska landsliðsins 21 milljón í neyðarstyrk Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2022 11:03 Gríðarleg stemning var á Selfossi vorið 2019 þegar liðið varð Íslandsmeistari í handbolta í fyrsta sinn. Áhorfendur hafa hins vegar ekki mátt fylla höllina stóran hluta síðustu tveggja tímabila, og stórir fjáröflunarviðburðir ekki verið haldir vegna samkomutakmarkana. vísir Sveitarfélagið Árborg hefur ákveðið að hlaupa undir bagga með handknattleiksdeild Selfoss og veita henni styrk upp á 21 milljón króna vegna tapreksturs síðustu missera, á tímum heimsfaraldurs. Rekstur handknattleiksdeildar Selfoss, sem verið hefur hálfgerð útungunarstöð fyrir íslenska karlalandsliðið eins og sást á EM í janúar, hefur verið afar erfiður. Samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hafa þar mikið að segja. Samkvæmt því sem fram kemur í samkomulagi félagsins við Árborg, sem bæjarráð ákvað í gær að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja, var 16 milljóna króna tap hjá deildinni árið 2021. Fyrirséð tap fyrri hluta ársins 2022 er svo 5 milljónir króna. Sveitarfélagið hefur nú ákveðið að bæta upp þetta tap með 21 milljónar króna styrk. Í staðinn fyrir styrkinn afsalar UMF Selfoss sér hins vegar eftirfarandi styrkjum til handknattleiksdeildarinnar á árunum 2023-2027: Styrk vegna starfsmanns deildarinnar sem árið 2021 var alls kr. 4.093.000 Styrk vegna reksturs mfl. handboltadeildar sem árið 2021 var kr. 1.300.000 Styrk vegna stöðu sem fyrirmyndarfélags, sem árið 2021 var kr. 500.000 Í samkomulagi Árborgar og Selfoss segir að ungmennafélagið muni fram til ársins 2027 þurfa að skila sveitarfélaginu skýrslu á sex mánaða fresti um rekstrarstöðu handknattleiksdeildarinnar. Þar segir jafnframt að allar deildir UMF Selfoss hafi veitt stjórn félagsins samþykki fyrir samkomulaginu. Deild sem á hlut í fjórðungi landsliðsins Í samkomulaginu segir að markmiðið með því sé að halda áfram því metnaðarfulla starfi sem á síðustu árum hefur meðal annars skilað Íslandsmeistaratitli og fjölda atvinnu- og landsliðsmanna. „Handboltadeild UMF Selfoss er íbúum sveitarfélagsins sameiningartákn og færir þeim fyrirmyndir sem stuðla að heilbrigðara samfélagi og sterkri sjálfsmynd,“ segir í samkomulaginu sem bæjarstjórinn Gísli H. Halldórsson og Viktor S. Pálsson, formaður UMF Selfoss, kvitta undir. Aðeins tæp þrjú ár eru síðan að karlalið Selfoss varð Íslandsmeistari í handbolta í fyrsta sinn. Eftir jafntefli gegn Gróttu í gær er liðið í 6. sæti Olís-deildarinnar og á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í vor. Fimm leikmenn í 20 manna lokahópi Íslands á EM í janúar numu sín handboltafræði á Selfossi. Kvennalið Selfoss er í 2. sæti Grill 66-deildarinnar, þremur stigum á eftir FH en með þrjá leiki til góða og á því góða möguleika á að komast aftur upp í efstu deild. Olís-deild karla UMF Selfoss Árborg Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira
Rekstur handknattleiksdeildar Selfoss, sem verið hefur hálfgerð útungunarstöð fyrir íslenska karlalandsliðið eins og sást á EM í janúar, hefur verið afar erfiður. Samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hafa þar mikið að segja. Samkvæmt því sem fram kemur í samkomulagi félagsins við Árborg, sem bæjarráð ákvað í gær að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja, var 16 milljóna króna tap hjá deildinni árið 2021. Fyrirséð tap fyrri hluta ársins 2022 er svo 5 milljónir króna. Sveitarfélagið hefur nú ákveðið að bæta upp þetta tap með 21 milljónar króna styrk. Í staðinn fyrir styrkinn afsalar UMF Selfoss sér hins vegar eftirfarandi styrkjum til handknattleiksdeildarinnar á árunum 2023-2027: Styrk vegna starfsmanns deildarinnar sem árið 2021 var alls kr. 4.093.000 Styrk vegna reksturs mfl. handboltadeildar sem árið 2021 var kr. 1.300.000 Styrk vegna stöðu sem fyrirmyndarfélags, sem árið 2021 var kr. 500.000 Í samkomulagi Árborgar og Selfoss segir að ungmennafélagið muni fram til ársins 2027 þurfa að skila sveitarfélaginu skýrslu á sex mánaða fresti um rekstrarstöðu handknattleiksdeildarinnar. Þar segir jafnframt að allar deildir UMF Selfoss hafi veitt stjórn félagsins samþykki fyrir samkomulaginu. Deild sem á hlut í fjórðungi landsliðsins Í samkomulaginu segir að markmiðið með því sé að halda áfram því metnaðarfulla starfi sem á síðustu árum hefur meðal annars skilað Íslandsmeistaratitli og fjölda atvinnu- og landsliðsmanna. „Handboltadeild UMF Selfoss er íbúum sveitarfélagsins sameiningartákn og færir þeim fyrirmyndir sem stuðla að heilbrigðara samfélagi og sterkri sjálfsmynd,“ segir í samkomulaginu sem bæjarstjórinn Gísli H. Halldórsson og Viktor S. Pálsson, formaður UMF Selfoss, kvitta undir. Aðeins tæp þrjú ár eru síðan að karlalið Selfoss varð Íslandsmeistari í handbolta í fyrsta sinn. Eftir jafntefli gegn Gróttu í gær er liðið í 6. sæti Olís-deildarinnar og á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í vor. Fimm leikmenn í 20 manna lokahópi Íslands á EM í janúar numu sín handboltafræði á Selfossi. Kvennalið Selfoss er í 2. sæti Grill 66-deildarinnar, þremur stigum á eftir FH en með þrjá leiki til góða og á því góða möguleika á að komast aftur upp í efstu deild.
Olís-deild karla UMF Selfoss Árborg Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira