Rússar herða árásir sínar og refsingar á eigin þegnum Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2022 22:21 Svo virðist sem Pútín ætli ekki að draga úr innrás Rússa í Úkraínu á næstunni. Vísir/AP Rússar hafa haldið árásum sínum á borgir í Úkraínu áfram síðasta sólarhringinn og náðu stærsta kjarnorkuveri Evrópu á sitt vald í morgun. Hægt verður að dæma fólk í allt að fimmtán ára fangelsi fyrir að deila upplýsingum um stríðið sem ekki eru rússneskum stjórnvöldum þóknanlegar samkvæmt nýjum lögum. Eldur kom upp í þjónustubyggingu viðZaporizhizhia kjarnorkuverðið skammt frá bænum Enerhodar í suðurhluta Úkraínu í morgun eftir árásir Rússa, en það er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Stórskotaliðsárás var gerð á bæinn og skömmu síðar yfirtóku Rússar kjarnorkuverðið. Utanríkisráðherrar NATO ríkjanna komu saman til fundar í Brussel í dag og fordæmdu innrás Rússa. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir aðildarríkin margsinnis hafa varað Vladimir Putin Rússlandsforseta við afleiðingum innrásar. „Þetta er langversta hernaðarárás í Evrópu í áratugi. Borgir eru í umsátri, skólar, sjúkrahús og íbúðarhús verða fyrir stórskotaliðs- og flugskeytaárásum. Síðast liðna nótt bættust síðan stórhættulegar aðgerðir við kjarnorkuver við og fjöldi óbreyttra borgara hefur verið myrtur og særður,“ sagði Stoltenberg í ávarpi eftir fundinn. Ástandið ætti eftir að versna á næstu dögum þegar Rússar færu að beita þungavopnum. Þetta væri stríð Putins og NATO skoraði á hann að draga herlið sitt nú þegar til baka. Putin lætur hins vegar eins og hann eigi ekkert sökótt við úkraínsku þjóðina. „Við höfum engar illar áætlanir gagnvart nágrönnum okkar. Ég vil líka ráðleggja þeim að kynda ekki undir ástandinu með þátttöku í refsiaðgerðum,“ sagði Putin. Rússar gætu vel lært að framleiða það sem nú væri bannað að flytja til þeirra. Refsiaðgerðir ríkja heims eru farnar að bíta verulega í Rússlandi en þar taka ráðamenn engum vettlingatökum á þeim sem fylgja ekki línu Putins um innrásina. Hann lét loka á alla vestræna miðla í landinu í dag og Duman, rússneska þingið, samþykkti lög sem heimila að setja fólk í allt að fimm ára fangelsi fyrir að "dreifa röngum fréttum um stríð." Á meðan halda hörmungarnar að dynja á íbúum Úkraínu. Stórskotaliðs- og eldflaugaárásir eru gerðar á íbúðahverfi borga og bæja og skrúfað fyrir vatn og rafmagn þar sem Rússar ná valdi á veitukerfum. Kona í íbúðahverfi stóð niðurbrotin og grátandi fyrir utan eitt fjölbýlishúsanna sem sprengt var í dag. „Ég er algerlega orðlaus. Þetta er martröð, hvernig getur þetta gerst. Sjáið þetta. Þetta eru íbúðarbyggingar. Ég á vin sem býr hérna með börnum sínum, ég þakka Guði fyrir að þeim tókst að komast undan,“ sagði konan með grátstafinn í kverkunum. En aðstæður hennar eru dæmigerðar fyrir milljónir íbúa Úkraínu í dag. Innrás Rússa í Úkraínu NATO Rússland Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Eldur kom upp í þjónustubyggingu viðZaporizhizhia kjarnorkuverðið skammt frá bænum Enerhodar í suðurhluta Úkraínu í morgun eftir árásir Rússa, en það er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Stórskotaliðsárás var gerð á bæinn og skömmu síðar yfirtóku Rússar kjarnorkuverðið. Utanríkisráðherrar NATO ríkjanna komu saman til fundar í Brussel í dag og fordæmdu innrás Rússa. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir aðildarríkin margsinnis hafa varað Vladimir Putin Rússlandsforseta við afleiðingum innrásar. „Þetta er langversta hernaðarárás í Evrópu í áratugi. Borgir eru í umsátri, skólar, sjúkrahús og íbúðarhús verða fyrir stórskotaliðs- og flugskeytaárásum. Síðast liðna nótt bættust síðan stórhættulegar aðgerðir við kjarnorkuver við og fjöldi óbreyttra borgara hefur verið myrtur og særður,“ sagði Stoltenberg í ávarpi eftir fundinn. Ástandið ætti eftir að versna á næstu dögum þegar Rússar færu að beita þungavopnum. Þetta væri stríð Putins og NATO skoraði á hann að draga herlið sitt nú þegar til baka. Putin lætur hins vegar eins og hann eigi ekkert sökótt við úkraínsku þjóðina. „Við höfum engar illar áætlanir gagnvart nágrönnum okkar. Ég vil líka ráðleggja þeim að kynda ekki undir ástandinu með þátttöku í refsiaðgerðum,“ sagði Putin. Rússar gætu vel lært að framleiða það sem nú væri bannað að flytja til þeirra. Refsiaðgerðir ríkja heims eru farnar að bíta verulega í Rússlandi en þar taka ráðamenn engum vettlingatökum á þeim sem fylgja ekki línu Putins um innrásina. Hann lét loka á alla vestræna miðla í landinu í dag og Duman, rússneska þingið, samþykkti lög sem heimila að setja fólk í allt að fimm ára fangelsi fyrir að "dreifa röngum fréttum um stríð." Á meðan halda hörmungarnar að dynja á íbúum Úkraínu. Stórskotaliðs- og eldflaugaárásir eru gerðar á íbúðahverfi borga og bæja og skrúfað fyrir vatn og rafmagn þar sem Rússar ná valdi á veitukerfum. Kona í íbúðahverfi stóð niðurbrotin og grátandi fyrir utan eitt fjölbýlishúsanna sem sprengt var í dag. „Ég er algerlega orðlaus. Þetta er martröð, hvernig getur þetta gerst. Sjáið þetta. Þetta eru íbúðarbyggingar. Ég á vin sem býr hérna með börnum sínum, ég þakka Guði fyrir að þeim tókst að komast undan,“ sagði konan með grátstafinn í kverkunum. En aðstæður hennar eru dæmigerðar fyrir milljónir íbúa Úkraínu í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Rússland Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira