Seinni bylgjan: Óafsakanlegt að negla í átt að höfði markvarðar úr þröngu færi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2022 09:35 Phil Döhler fékk fast skot í andlitið í leik KA og FH nýverið. vísir/bára KA vann magnaðan sigur á FH í Olís deild karla í handbolta á dögunum en strákarnir í Seinni bylgjunni gátu ekki farið yfir neitt annað en þann fjölda skota sem enduðu í andliti markvarða leiksins. „Saga þessara leiks er náttúrulega þrjú skot í höfuðið á markverði. Gaupi er búinn að fjalla um þetta alla vikuna í fréttunum, þetta er ofboðslega alvarlegt. Þetta eru þrjú skot í þessum leik, mér fannst þetta eiginlega verst,“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson er Allan Nordberg fór inn úr hægri horninu og smellti boltanum í andlitið á Phil Döhler, markverði FH. Svo kom annað atvik í síðari hálfleik þar sem Bruno Bernat, markvörður KA, fékk boltann beint í andlitið. „Mér finnst þetta svolítið skrítin skot að velja hjá hornamönnunum. Þú ert að fara þröngt inn, það sem þú vilt gera þar er að komast nálægt markmanninum og ef hann stendur þá reynir þú að gera einhverjar rósir. Þarna bara beint … ég veit það ekki,“ sagði Bjarni Fritzson og hristi höfuðið yfir skotavali hornamanna beggja liða. „Mér finnst þessi hornafæri, þegar það er verið að negla á hausinn bara óafsakanlegt. Það er ekki hægt að skýla sér á bakvið það að þetta sé óvart. Þeir velja sér að fara þröngt og ætla bara að dúndra á hausinn til að markvörðurinn fari niður með hendurnar því færið er mjög þröngt. Víti er bara slys en …,“ bætti Jóhann Gunnar Einarsson við áður en við fengum myndir af því þegar Brynjar Darri Baldursson, fyrrverandi markvörður Stjörnunnar fékk fast skot í andlitið. Hann er nú hættur í handbolta. Reglubreyting eftir þetta tímabil Leikmaður fær tvær mínútur ef þeir skjóta í höfuðið á markverði nema það sé verið að brjóta á þeim – varnarmaður fær tvær mínútur eða dæmt vítakast, annars verða það alltaf tvær mínútur. Umræðu Seinni bylgjunnar um höfuðhöggin og reglubreytinguna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Ítrekuð skot í höfuð markvarða Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Seinni bylgjan FH KA Tengdar fréttir Ótrúlegt sjálfsmark Phils Döhler „Það var mark skorað í þessum leik. Mark tímabilsins,“ sagði stjórnandi Seinni bylgjunnar, Stefán Árni Pálsson, um sjálfsmarkið sem Phil Döhler skoraði í leik FH gegn KA í gær. 5. mars 2022 23:16 Jónatan: Skora á alla KA menn að mæta og styðja liðið Jónatan Magnússon, þjálfari KA, gat ekki annað en verið sáttur eftir sterkan fimm marka sigur gegn FH í KA-heimilinu í kvöld. 4. mars 2022 20:43 Umfjöllun og viðtöl: KA - FH 32-27 | Mikilvægur sigur KA-manna KA og FH mættust í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA heimilinu í kvöld. KA fyrir leikinn í 8. sæti en FH í þriðja sæti með tvo leiki til góða á efstu liðin. Að lokum fór KA með sterkan fimm marka sigur af hólmi, 32-27, eftir virkilega flottan síðari hálfleik. 4. mars 2022 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
„Saga þessara leiks er náttúrulega þrjú skot í höfuðið á markverði. Gaupi er búinn að fjalla um þetta alla vikuna í fréttunum, þetta er ofboðslega alvarlegt. Þetta eru þrjú skot í þessum leik, mér fannst þetta eiginlega verst,“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson er Allan Nordberg fór inn úr hægri horninu og smellti boltanum í andlitið á Phil Döhler, markverði FH. Svo kom annað atvik í síðari hálfleik þar sem Bruno Bernat, markvörður KA, fékk boltann beint í andlitið. „Mér finnst þetta svolítið skrítin skot að velja hjá hornamönnunum. Þú ert að fara þröngt inn, það sem þú vilt gera þar er að komast nálægt markmanninum og ef hann stendur þá reynir þú að gera einhverjar rósir. Þarna bara beint … ég veit það ekki,“ sagði Bjarni Fritzson og hristi höfuðið yfir skotavali hornamanna beggja liða. „Mér finnst þessi hornafæri, þegar það er verið að negla á hausinn bara óafsakanlegt. Það er ekki hægt að skýla sér á bakvið það að þetta sé óvart. Þeir velja sér að fara þröngt og ætla bara að dúndra á hausinn til að markvörðurinn fari niður með hendurnar því færið er mjög þröngt. Víti er bara slys en …,“ bætti Jóhann Gunnar Einarsson við áður en við fengum myndir af því þegar Brynjar Darri Baldursson, fyrrverandi markvörður Stjörnunnar fékk fast skot í andlitið. Hann er nú hættur í handbolta. Reglubreyting eftir þetta tímabil Leikmaður fær tvær mínútur ef þeir skjóta í höfuðið á markverði nema það sé verið að brjóta á þeim – varnarmaður fær tvær mínútur eða dæmt vítakast, annars verða það alltaf tvær mínútur. Umræðu Seinni bylgjunnar um höfuðhöggin og reglubreytinguna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Ítrekuð skot í höfuð markvarða Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Seinni bylgjan FH KA Tengdar fréttir Ótrúlegt sjálfsmark Phils Döhler „Það var mark skorað í þessum leik. Mark tímabilsins,“ sagði stjórnandi Seinni bylgjunnar, Stefán Árni Pálsson, um sjálfsmarkið sem Phil Döhler skoraði í leik FH gegn KA í gær. 5. mars 2022 23:16 Jónatan: Skora á alla KA menn að mæta og styðja liðið Jónatan Magnússon, þjálfari KA, gat ekki annað en verið sáttur eftir sterkan fimm marka sigur gegn FH í KA-heimilinu í kvöld. 4. mars 2022 20:43 Umfjöllun og viðtöl: KA - FH 32-27 | Mikilvægur sigur KA-manna KA og FH mættust í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA heimilinu í kvöld. KA fyrir leikinn í 8. sæti en FH í þriðja sæti með tvo leiki til góða á efstu liðin. Að lokum fór KA með sterkan fimm marka sigur af hólmi, 32-27, eftir virkilega flottan síðari hálfleik. 4. mars 2022 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Ótrúlegt sjálfsmark Phils Döhler „Það var mark skorað í þessum leik. Mark tímabilsins,“ sagði stjórnandi Seinni bylgjunnar, Stefán Árni Pálsson, um sjálfsmarkið sem Phil Döhler skoraði í leik FH gegn KA í gær. 5. mars 2022 23:16
Jónatan: Skora á alla KA menn að mæta og styðja liðið Jónatan Magnússon, þjálfari KA, gat ekki annað en verið sáttur eftir sterkan fimm marka sigur gegn FH í KA-heimilinu í kvöld. 4. mars 2022 20:43
Umfjöllun og viðtöl: KA - FH 32-27 | Mikilvægur sigur KA-manna KA og FH mættust í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA heimilinu í kvöld. KA fyrir leikinn í 8. sæti en FH í þriðja sæti með tvo leiki til góða á efstu liðin. Að lokum fór KA með sterkan fimm marka sigur af hólmi, 32-27, eftir virkilega flottan síðari hálfleik. 4. mars 2022 21:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti