Sunnudagsaðventistar, hvítasunnumenn og þjóðkirkjumenn voru komnir saman við Mýrargötu um miðjan dag og lögðu þar áherslu á að trúarbrögðum skyldi haldið utan við stríðsátökin.
Á meðan Pútín er líkt við Hitler, hefur hann sjálfur sakað Úkraínumenn um nasisma. Og einhver vildi gjalda honum í sömu mynt en ákvað að taka út reiði sína á rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni við Mýrargötu. Þar höfðu tveir hakakrossar verið málaðir á húsið.
„Svona vandalismi skilar engu,“ sagði Sveinn Valgeirsson dómkirkjuprestur í samtali við fréttastofu á staðnum.
Tatiana Novgorodska Palsson, Mihail Leschenko, Viktor Stesenko eru frá Úkraínu. Þau segja að átökin séu á milli stjórnmálamannanna - venjulegt fólk vilji frið. Mikhail og Viktor eru nú á leið heim til Úkraínu að hjálpa til, því þó það sé fínt í útlöndum segja þeir, er best að vera heima.
Rætt er við þau í myndbrotinu hér að ofan.