Jókerinn gerði nokkuð sem enginn hafði áður afrekað Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2022 08:00 Nikola Jokic átti stórbrotinn leik í gær. AP/David Zalubowski Verðmætasti leikmaður síðustu leiktíðar, Serbinn Nikola Jokic, sýndi hvers hann er megnugur í gær þegar hann bar Denver Nuggets á herðunum yfir erfiðan hjalla og tryggði liðinu sigur gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta. Denver vann leikinn að lokum 138-130 eftir framlengingu. „Jókerinn“ skoraði 30 af 46 stigum sínum í síðasta leikhluta venjulegs leiktíma og framlengingunni, eftir að útlitið var orðið svart í þriðja leikhluta þegar þjálfarinn Michael Malone var rekinn úr salnum. Jokic skoraði ekki bara 46 stig heldur tók 12 fráköst, gaf 11 stoðsendingar, stal boltanum þrisvar og varði fjögur skot. Frá því að farið var að telja stolna bolta og varin skot, tímabilið 1973-74, hefur enginn skilað svona tölum. Nikola Jokic in tonight's @nuggets W:46 points12 boards11 assists3 steals4 blocksNo one has recorded that stat line since steals and blocks started being tracked pic.twitter.com/F46QO1J736— NBA (@NBA) March 7, 2022 Tatum með 54 stig gegn Durant og Irving Jayson Tatum jók á raunir Brooklyn Nets með magnaðri frammistöðu fyrir Boston Celtics en hann skoraði 54 stig í 126-120 sigri Boston. Kevin Durant lék sinn annan leik síðan um miðjan janúar og skoraði 37 stig fyrir Brooklyn, og er þar með einn af 23 leikmönnum NBA sem náð hafa 25.000 stigum. Þeir Durant og Kyrie Irving léku saman í aðeins fjórða sinn á tímabilinu og skoraði Irving 19 stig en það var Tatum sem stal senunni. Jayson Tatum is on fire pic.twitter.com/vywHkynHrD— NBACentral (@TheNBACentral) March 6, 2022 Boston hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum, og 21 leik af síðustu 27, og er í 5. sæti austurdeildarinnar. Hörmungar Brooklyn halda hins vegar áfram en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum og er í 9. sæti austurdeildarinnar. Milwaukee vann stórleikinn Í stórleik gærdagsins sendu meistarar Milwaukee Bucks hins vegar skýr skilaboð með sigri gegn Phoenix Suns, 132-122, þar sem Khris Middleton skoraði 44 stig fyrir heimamenn, í leik liðanna sem léku til úrslita í fyrra. Khris Middleton TAKES OVER in the @Bucks win, going for a season-high 44 including 16 in the 4th quarter pic.twitter.com/3AzN64VIXh— NBA (@NBA) March 6, 2022 Þetta var fjórði sigur Milwaukee í röð og villuvandræði Giannis Antetokounmpo komu ekki að sök með Middleton í miklu stuði auk þess sem Jrue Holiday skoraði 24 stig. Phoenix er enn með langbesta sigurhlutfallið af öllum liðum NBA-deildarinnar og á sigurinn vísan í vesturdeildinni en Milwaukee er í 3. sæti austurdeildarinnar, þremur sigrum á eftir Miami Heat sem er efst. Úrslitin í gær: Boston 126-120 Brooklyn Milwaukee 132-122 Phoenix Washington 133-123 Indiana Houston 123-112 Memphis Oklahoma 103-116 Utah Cleveland 104-96 Toronto Denver 138-130 New Orleans LA Clippers 93-116 New York NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Denver vann leikinn að lokum 138-130 eftir framlengingu. „Jókerinn“ skoraði 30 af 46 stigum sínum í síðasta leikhluta venjulegs leiktíma og framlengingunni, eftir að útlitið var orðið svart í þriðja leikhluta þegar þjálfarinn Michael Malone var rekinn úr salnum. Jokic skoraði ekki bara 46 stig heldur tók 12 fráköst, gaf 11 stoðsendingar, stal boltanum þrisvar og varði fjögur skot. Frá því að farið var að telja stolna bolta og varin skot, tímabilið 1973-74, hefur enginn skilað svona tölum. Nikola Jokic in tonight's @nuggets W:46 points12 boards11 assists3 steals4 blocksNo one has recorded that stat line since steals and blocks started being tracked pic.twitter.com/F46QO1J736— NBA (@NBA) March 7, 2022 Tatum með 54 stig gegn Durant og Irving Jayson Tatum jók á raunir Brooklyn Nets með magnaðri frammistöðu fyrir Boston Celtics en hann skoraði 54 stig í 126-120 sigri Boston. Kevin Durant lék sinn annan leik síðan um miðjan janúar og skoraði 37 stig fyrir Brooklyn, og er þar með einn af 23 leikmönnum NBA sem náð hafa 25.000 stigum. Þeir Durant og Kyrie Irving léku saman í aðeins fjórða sinn á tímabilinu og skoraði Irving 19 stig en það var Tatum sem stal senunni. Jayson Tatum is on fire pic.twitter.com/vywHkynHrD— NBACentral (@TheNBACentral) March 6, 2022 Boston hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum, og 21 leik af síðustu 27, og er í 5. sæti austurdeildarinnar. Hörmungar Brooklyn halda hins vegar áfram en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum og er í 9. sæti austurdeildarinnar. Milwaukee vann stórleikinn Í stórleik gærdagsins sendu meistarar Milwaukee Bucks hins vegar skýr skilaboð með sigri gegn Phoenix Suns, 132-122, þar sem Khris Middleton skoraði 44 stig fyrir heimamenn, í leik liðanna sem léku til úrslita í fyrra. Khris Middleton TAKES OVER in the @Bucks win, going for a season-high 44 including 16 in the 4th quarter pic.twitter.com/3AzN64VIXh— NBA (@NBA) March 6, 2022 Þetta var fjórði sigur Milwaukee í röð og villuvandræði Giannis Antetokounmpo komu ekki að sök með Middleton í miklu stuði auk þess sem Jrue Holiday skoraði 24 stig. Phoenix er enn með langbesta sigurhlutfallið af öllum liðum NBA-deildarinnar og á sigurinn vísan í vesturdeildinni en Milwaukee er í 3. sæti austurdeildarinnar, þremur sigrum á eftir Miami Heat sem er efst. Úrslitin í gær: Boston 126-120 Brooklyn Milwaukee 132-122 Phoenix Washington 133-123 Indiana Houston 123-112 Memphis Oklahoma 103-116 Utah Cleveland 104-96 Toronto Denver 138-130 New Orleans LA Clippers 93-116 New York
Boston 126-120 Brooklyn Milwaukee 132-122 Phoenix Washington 133-123 Indiana Houston 123-112 Memphis Oklahoma 103-116 Utah Cleveland 104-96 Toronto Denver 138-130 New Orleans LA Clippers 93-116 New York
NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira