Treyjur Aftureldingar seldar um allan heim Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2022 08:31 Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo, lék með yngri flokkum Aftureldingar og styður vel við félagið. Twitter/@officialkaleo Afturelding gæti verið að eignast mun fleiri stuðningsmenn, um allan heim, því treyjur knattspyrnuliðs félagsins verða til sölu á tónleikum hljómsveitarinnar Kaleo í ár. Hljómsveitin fræga er líkt og Afturelding úr Mosfellsbæ og gerðist í fyrra styrktaraðili knattspyrnudeildar félagsins. Þrír meðlimir Kaleo léku með yngri flokkum Aftureldingar á sínum tíma. Afturelding leikur því með merki Kaleo framan á búningum sínum í Bestu deild kvenna og Lengjudeild karla í sumar og nú eru treyjurnar farnar að seljast erlendis, á tónleikaröð Kaleo sem nú er hafinn í Bandaríkjunum. Samkvæmt tilkynningu frá Kaleo rennur allur ágóði af sölu treyjanna til Aftureldingar, „til stuðnings félaginu sem við elskum“. Nokkrar áritaðar treyjur verða í boði á hverjum tónleikum. View this post on Instagram A post shared by KALEO (@officialkaleo) Ljóst er að uppátækið fellur vel í kramið hjá aðdáendum Kaleo sem á samfélagsmiðlum lýsa yfir vilja til að festa kaup á Aftureldingar-treyjum. Hljómsveitin er nú stödd í Kaliforníu og heldur tónleika í San Diego í kvöld. Fram undan er löng röð tónleika í Bandaríkjunum og Kanada áður en sveitin færir sig svo yfir til Evrópu í sumar. Samkvæmt áætlun lýkur tónleikaröðinni í Rússlandi og Úkraínu í október en sú áætlun var gerð áður en innrás Rússa í Úkraínu hófst. Íslenski boltinn Afturelding Mosfellsbær Kaleo Tengdar fréttir KALEO í tónleikaferð um heiminn KALEO er ein vinsælasta hljómsveit sem Ísland hefur af sér alið en í febrúar 2022 leggur svetin af stað í heljarinnar tónleikaferð um heiminn. 23. desember 2021 17:46 Hljómsveitin KALEO framan á treyjum Aftureldingar Lið Aftureldingar í meistaraflokki karla í knattspyrnu mun bera merki hljómsveitarinnar KALEO framan á treyjum sínum næstu tvö árin. Afturelding gaf út fréttatilkynningu þess efnis í gærkvöld. 1. maí 2021 07:00 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Hljómsveitin fræga er líkt og Afturelding úr Mosfellsbæ og gerðist í fyrra styrktaraðili knattspyrnudeildar félagsins. Þrír meðlimir Kaleo léku með yngri flokkum Aftureldingar á sínum tíma. Afturelding leikur því með merki Kaleo framan á búningum sínum í Bestu deild kvenna og Lengjudeild karla í sumar og nú eru treyjurnar farnar að seljast erlendis, á tónleikaröð Kaleo sem nú er hafinn í Bandaríkjunum. Samkvæmt tilkynningu frá Kaleo rennur allur ágóði af sölu treyjanna til Aftureldingar, „til stuðnings félaginu sem við elskum“. Nokkrar áritaðar treyjur verða í boði á hverjum tónleikum. View this post on Instagram A post shared by KALEO (@officialkaleo) Ljóst er að uppátækið fellur vel í kramið hjá aðdáendum Kaleo sem á samfélagsmiðlum lýsa yfir vilja til að festa kaup á Aftureldingar-treyjum. Hljómsveitin er nú stödd í Kaliforníu og heldur tónleika í San Diego í kvöld. Fram undan er löng röð tónleika í Bandaríkjunum og Kanada áður en sveitin færir sig svo yfir til Evrópu í sumar. Samkvæmt áætlun lýkur tónleikaröðinni í Rússlandi og Úkraínu í október en sú áætlun var gerð áður en innrás Rússa í Úkraínu hófst.
Íslenski boltinn Afturelding Mosfellsbær Kaleo Tengdar fréttir KALEO í tónleikaferð um heiminn KALEO er ein vinsælasta hljómsveit sem Ísland hefur af sér alið en í febrúar 2022 leggur svetin af stað í heljarinnar tónleikaferð um heiminn. 23. desember 2021 17:46 Hljómsveitin KALEO framan á treyjum Aftureldingar Lið Aftureldingar í meistaraflokki karla í knattspyrnu mun bera merki hljómsveitarinnar KALEO framan á treyjum sínum næstu tvö árin. Afturelding gaf út fréttatilkynningu þess efnis í gærkvöld. 1. maí 2021 07:00 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
KALEO í tónleikaferð um heiminn KALEO er ein vinsælasta hljómsveit sem Ísland hefur af sér alið en í febrúar 2022 leggur svetin af stað í heljarinnar tónleikaferð um heiminn. 23. desember 2021 17:46
Hljómsveitin KALEO framan á treyjum Aftureldingar Lið Aftureldingar í meistaraflokki karla í knattspyrnu mun bera merki hljómsveitarinnar KALEO framan á treyjum sínum næstu tvö árin. Afturelding gaf út fréttatilkynningu þess efnis í gærkvöld. 1. maí 2021 07:00