Mosfellsbær

Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ
Hvítri Toyotu var stolið í Mosfellsbæ í gær eða nótt. Bílnúmerið á bílnum er IXM95 og tegund bílsins Toyota Proace 2024. Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar. Þar kemur einnig fram að einn hafi verið í gær eða nótt vegna líkamsárásar í miðborg Reykjavíkur.

Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar
Koma hefði mátt í veg fyrir manndráp hefði hið opinbera gert viðeigandi ráðstafanir í málum veikra einstaklinga að mati formanns Afstöðu. Hann fagnar því að ríkisstjórnin ætli að bjóða upp á fleiri úrræði fyrir hópinn og byggja sérstaka öryggisstofnun. Það þurfi að gerast hratt því hátt í tuttugu manns séu tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar.

Fangageymslur fullar eftir nóttina
Fangageymslur lögreglunnar á Hverfisgötu voru fullar eftir eril næturinnar og kvöldsins. Samkvæmt dagbók lögreglunnar gistu tólf í fangageymslu í nótt. Alls voru 97 mál bókuð í kerfum lögreglunnar.

Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur…
Um áratugaskeið hefur verið rætt um gerð Sundabrautar. Metnaðarfullir verkfræðingar hafa teiknað fjölda tölvumynda af mögulegum vegstæðum og útfærslum sem spanna allt frá risavöxnum hengibrúm til djúpra jarðganga.

Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur
Orkuveitan hyggst byggja vindorkugarð við Dyraveg á Mosfellsheiði. Gert er ráð fyrir fimmtán vindmyllum í vindorkugarðinum en þarf samt sem áður fyrst ýmis leyfi og ljúka þarf lögbundnu ferli.

Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ
Þefvís lögreglumaður rann á lyktina í Mosfellsbæ þar sem verið var að rækta kannabisplöntur. Lögregla lagði í kjölfarið hald á 90 plöntur í aðgerðum í gærkvöldi.

Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa
Þónokkrir bæjarstjórar á Íslandi eru með yfir þrjár milljónir króna á mánuði. Verkalýðsleiðtogi segir þessi háu laun óforsvaranleg og vanvirðingu við skattgreiðendur.

Mikil tækifæri í Farsældartúni
Það eru að verða tvö ár síðan mennta-og barnamálaráðuneytið, innviðaráðuneytið, IOGT og Mosfellsbær undirrituðu samninga vegna fasteigna og lóða Skálatúns í Mosfellsbæ annars vegar og þjónustu þess við heimilisfólk hins vegar.

Henda minna og flokka betur
Höfuðborgarbúar hentu töluvert minna af rusli í fyrra en árið 2020. Vel hefur gengið að flokka matarleifar eftir að byrjað var að flokka lífrænan úrgang sérstaklega árið 2023.

Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“
Formaður kirkjukórs Lágafellssóknar segist vera í öngum sínum yfir því að organisti kirkjunnar skyldi gera kórnum að hætta. Hún segist ekki álasa organistanum en ljóst sé að hann hafi ekki ráðið við kórinn.

Óttast launaskrið og aukna verðbólgu
Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði.

Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra
Mosfellingurinn Íris Hólm Jónsdóttir var orðin 122 kíló og var hrædd um eigið líf. Hún tók málin í eigin hendur og hvetur fólk sem tekst á við erfiðleika í lífinu að leita sér hjálpar en Sindri Sindrason ræddi við hana í Íslandi í dag í vikunni.

Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli
Landeigandi í Laxnesi í Mosfellsdal hefur höfðað mál gegn Mosfellsbæ og Golfklúbbi Mosfellsbæjar til þess að banna kylfingum að aka bílum sínum að Bakkakotsvelli um veg sem liggur að hluta um land hans. Framkvæmdastjóri klúbbsins segir félagsmenn hafa ekið veginn frá því að völlurinn opnaði á 10. áratug síðustu aldar.

Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni
Gríðarleg skemmdarverk voru unnin á liðsrútu Aftureldingar í nótt. Rútan hefur verið í eigu félagsins síðan 2010 og segja forsvarsmenn félagsins að sorgin í samfélaginu sé mikil.

Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði
Tveir sjúkraþjálfarar af Reykjalundi og franskur vinur þeirra lifðu af tvö flugslys sem urðu með fjögurra klukkustunda millibili á Mosfellsheiði rétt fyrir jól árið 1979. Þennan dag horfðust ellefu manns, í lítilli Cessna-flugvél og stórri björgunarþyrlu, í augu við dauðann í myrkri og snjóbyl.

Segja loforð svikin í Skálafelli
Hópurinn Opnum Skálafell kallar eftir því að stjórnvöld og hluteigandi aðilar standi við gerða samninga um uppbyggingu í Skálafelli. Skíðasvæðið í Skálafelli hefur verið lokað í allan vetur, annað árið í röð. Fulltrúar hópsins óttast að stjórnvöld séu að reyna hlaupa undan gerðum samningum.

Reykjalundur í 80 ár
Um þessar mundir fagnar Reykjalundur 80 ára afmæli en það var árið 1945 sem fyrsti sjúklingurinn var formlega innritaður á Reykjalund í Mosfellsbæ sem er í eigu SÍBS. Frá þessum atburði hefur sannarlega mikið vatn runnið til sjávar.

Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar
Mikil gleði var á þorrablóti Aftureldingar sem var haldið í íþróttahúsinu að Varmá síðastliðið laugardagskvöld. Um eitt þúsund Mosfellingar komu saman og blótuðu þorrann, en um er að ræða þeirra fjölmennasta þorrablót hingað til.

Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mætti á þrjú þorrablót á síðustu átta dögum sem er eftirtektarverð mæting. Áslaug er sögð munu tilkynna framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins á morgun.

Hverjir munu búa á Blikastaðalandi?
Lögð hefur verið fram til kynningar deiliskipulagstillaga á vinnslustigi um uppbyggingu á Blikastaðalandi í Mosfellsbæ. Tillagan er líkt og kemur fram í yfirheiti hennar á vinnslustigi en þannig er gengið lengra en lög gera ráð fyrir í lýðræðslegu skipulagsferli.

Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað
Karlmaður hefur hlotið skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir líkamsárás og barnaverndarlagabrot fyrir að veitast að barni á veitingastað í Mosfellsbæ. Hann hélt því fram fyrir dómi að milda ætti refsingu hans vegna þess að barnið hafi átt upptök að átökunum.

Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“
Alexandra Johansen ítrekar fyrir fólki að skilja ekki eftir ósprungnar flugelda og flugeldarusl á víðavangi. Sonur Alexöndru fann ósprungna tertu á fimmtudaginn í síðustu viku sem sprakk beint framan í hann. Hann er mikið slasaður í andlitinu en hefur einnig upplifað mikla andlega vanlíðan og áfall.

Veður gæti haft áhrif á brennuhald
Jólin verða kvödd með þrettándabrennum víða um land í kvöld, það er að segja ef veður leyfir. Útlit er fyrir norðanátt í dag og nokkuð vindasamt veður.

Strætómiðinn dýrari
Ný gjaldskrá hjá Strætó mun taka gildi tekur gildi þann næstkomandi miðvikudag, þann 8. Janúar. Stakt fargjald mun hækka um tuttugu krónur og fara úr 650 krónum upp í 670 krónur.

Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu
Ráðgjafi sveitarfélaga og Vegagerðarinnar segir sveitarfélög geti sparað milljónir með því að nota LED ljós í götulýsingu. Mörg sveitarfélög vinna að því að skipta út götulýsingunni.

Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu
Fjórtán áramótabrennur verða tendraðar á höfuðborgarsvæðinu í dag, fjórum fleiri en útlit var fyrir í haust. Þá gæti stórkostleg norðurljósasýning veitt flugeldum samkeppni á himni í kvöld.

Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í
Guðný Halldórsdóttir Laxness afkastamesta og ein flottasta kvikmyndagerðarkona landsins er alin upp á einu fallegasta heimili landsins á Gljúfrasteini í Mosfellsdal.

Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs
Hanna Borg Jónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri farsældar á höfuðborgarsvæðinu. Hún mun leiða saman fagfólk sem vinnur að málefnum barna til þess að undirbúa svæðisbundið farsældarráð.

Hægt að borga með korti í strætó
Frá og með deginum í dag er hægt að borga snertilaust með korti í Strætó í gegnum Klapp greiðslukerfið. Fyrirkomulagið hefur verið í prófun hjá fyrirtækinu og er nú komið í fullna virkni að því er segir í tilkynningu frá Strætó.

Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun
Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, hafnar því að „opnun“ á nýju meðferðarheimili hafi verið skrautsýning sett upp sérstaklega fyrir Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra.