Þyngja dóm yfir karlmanni sem ítrekað nauðgaði konu sinni Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2022 15:00 Brotin, sem áttu sér stað á heimili mannsins á Akureyri, voru framin í september 2021. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir manni, sem á síðasta ári var sakfelldur var fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi, úr fimm ára fangelsi í sjö. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða brotaþola, sem er fyrrverandi sambýliskona og barnsmóðir mannsins, fjórar milljónir í miskabætur. Dómurinn féll í Landsrétti á föstudaginn, en var birtur í dag. Brot mannsins áttu sér stað á heimili mannsins á Akureyri í september 2020. Í ákæru segir að maðurinn, sem sé á fertugsaldri, hafi á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður sinnar, þegar hann þvingaði hana ítrekað yfir daginn til samræðis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Sló hann konuna, tók hana hálstaki í tvígang og þrengdi að öndunarvegi hennar svo hún missti meðvitund, reif í hár hennar og kleip hana, auk þess sem ákærði hætti ekki þótt hún grátbæði hann um það. Árásin stóð yfir í um átta klukkutíma. Í dómi Landsréttar segir að litið hafi verið til þess að háttsemi mannsins hafi verið sérlega gróf og ófyrirleitin, atlaga hans langvinn og að hann ætti sér engar málsbætur. Krafðist ómerkingar Maðurinn áfrýjaði dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra og krafðist ómerkingar á þeim grundvelli að dómari í málinu hafi verið vanhæfur þar sem hann sem hann hafi áður, sem sjálfstæður lögmaður, gætt hagsmuna mannsins í umgengnismáli sem var til meðferðar fyrir um áratug. Landsréttur taldi þær aðstæður sem maðurinn reisti ómerkingarkröfuna á ekki vera þess eðlis að þær væru til þess fallnar að draga mætti í efa óhlutdrægni héraðsdómara. Því var ómerkingarkröfunni hafnað. Auk miskabóta staðfesti Landsréttur að maðurinn skyldi greiða sakarkostnað, um 3,3 milljónir króna, auk áfrýjunarkosnað málsins, um 1,9 milljónir króna. Dómsmál Akureyri Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fimm ára fangelsi fyrir ítrekaðar nauðganir gegn fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður á Akureyri Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi. Brotin, sem eru í áttu sér stað á heimili mannsins á Akureyri, voru framin föstudaginn 18. september á síðasta ári. 8. júní 2021 08:08 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Dómurinn féll í Landsrétti á föstudaginn, en var birtur í dag. Brot mannsins áttu sér stað á heimili mannsins á Akureyri í september 2020. Í ákæru segir að maðurinn, sem sé á fertugsaldri, hafi á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður sinnar, þegar hann þvingaði hana ítrekað yfir daginn til samræðis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Sló hann konuna, tók hana hálstaki í tvígang og þrengdi að öndunarvegi hennar svo hún missti meðvitund, reif í hár hennar og kleip hana, auk þess sem ákærði hætti ekki þótt hún grátbæði hann um það. Árásin stóð yfir í um átta klukkutíma. Í dómi Landsréttar segir að litið hafi verið til þess að háttsemi mannsins hafi verið sérlega gróf og ófyrirleitin, atlaga hans langvinn og að hann ætti sér engar málsbætur. Krafðist ómerkingar Maðurinn áfrýjaði dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra og krafðist ómerkingar á þeim grundvelli að dómari í málinu hafi verið vanhæfur þar sem hann sem hann hafi áður, sem sjálfstæður lögmaður, gætt hagsmuna mannsins í umgengnismáli sem var til meðferðar fyrir um áratug. Landsréttur taldi þær aðstæður sem maðurinn reisti ómerkingarkröfuna á ekki vera þess eðlis að þær væru til þess fallnar að draga mætti í efa óhlutdrægni héraðsdómara. Því var ómerkingarkröfunni hafnað. Auk miskabóta staðfesti Landsréttur að maðurinn skyldi greiða sakarkostnað, um 3,3 milljónir króna, auk áfrýjunarkosnað málsins, um 1,9 milljónir króna.
Dómsmál Akureyri Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fimm ára fangelsi fyrir ítrekaðar nauðganir gegn fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður á Akureyri Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi. Brotin, sem eru í áttu sér stað á heimili mannsins á Akureyri, voru framin föstudaginn 18. september á síðasta ári. 8. júní 2021 08:08 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Fimm ára fangelsi fyrir ítrekaðar nauðganir gegn fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður á Akureyri Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi. Brotin, sem eru í áttu sér stað á heimili mannsins á Akureyri, voru framin föstudaginn 18. september á síðasta ári. 8. júní 2021 08:08