Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2022 19:33 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, setur spurningamerki við að flóttafólkið fái ekki atvinnuleyfi strax. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. Yfirvöld hafa virkjað 44. grein útlendingalaga sem kveður á um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta fólks frá ákveðnum svæðum. Fólk frá Úkraínu fær þar með sjálfkrafa vernd hér á landi eftir breytinguna og þarf ekki að fara í gegn um umsóknarferli. Með greininni fær fólk ekki sjálfkrafa atvinnuleyfi, sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata, gagnrýndi á Alþingi í dag. „Með því að virkja þessa grein og beina öllu flóttafólki frá Úkraínu þessa leið er vissulega verið að létta undir með Útlendingastofnun og yfirvöldum að afgreiða umsóknir mjög hratt en það er ekki endilega til hægðarauka né í raun fólkinu frá Úkraínu fyrir bestu enda eiga þau rétt á ríkari vernd,“ sagði Þórhildur Sunna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hvetur til viðbótarverndar „Þau eiga rétt á svokallaðri viðbótarvernd, sem er það sama í raun og að fá stöðu flóttamanns. Því fylgir til dæmis atvinnuleyfi, töluvert meira öryggi og fjögurra ára dvalarleyfi sem er ekki að finna í þessu leyfi vegna mannúðarsjónarmiða,“ segir Þórhildur. „Ég setti spurningarmerki við það að þau þurfi að reiða sig á aðstoð frá sveitarfélögum frekar en að þau geti ef þau vilja farið strax í að leita sér að atvinnu og fá meira öryggi en verið er að leggja til. Auðvitað fagna ég því að verið sé að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu en okkur ber lögbundin skylda til að gera það, það er ekki eins og þetta sé sjálfbundin ákvörðun heldur er það augljóst að við þurfum að taka á móti flóttafólki.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, bendir á að með virkjun greinarinnar sé hægt að flýta ferlinu og flýta því að fólk komist inn í íslenskt samfélag. „Ég setti á stofn aðgerðahóp milli ráðuneyta og sveitarfélaga, ráðið Gylfa Þór Þorsteinsson forstöðumann sóttvarnahúsanna til að leiða þetta starf. Við ætlum að taka vel á móti þessu fólki,“ segir Guðmundur. Mikilvægasta verkefnið núna að taka á móti fólkinu Hann tekur undir með Þórhildi varðandi atvinnuleyfin og segist vilja tryggja flóttafólkinu slíkt en þær breytingar þurfi að fara fram í gegn um Alþingi. „Ég vona að við séum öll sammála um það að við ætlum okkur að taka á móti fólkinu, við ætlum að taka vel á móti því og það er verkefnið núna.“ Gylfi Þór Þorsteinsson hefur eins og áður segir verið ráðinn af ráðuneytinu til að fara fyrir aðgerðahópi um móttöku flóttafólksins. Hann sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að enn sé óljóst hve margir úkraínskri flóttamenn muni koma hingað til lands. Spárnar séu á milli tvö og fimm þúsund manns en það geti verið fleiri eða færri. „Stærstu vekrefnin verða að finna þessu fólki skjól, að koma þaki yfir höfuð þess og hlúa að þeim, bæði andlega og líkamlega. Sú vinna er hafin,“ segir Gylfi. Töluverður fjöldi þeirra sem þegar séu hingað komnir hafi leitað skjóls hjá ættingjum og vinum en alltaf verði einhverjir sem þurfi á aðstoð yfirvalda að halda. Nefndin sé farin að leita að húsnæði fyrir flóttamennina. „Við höfum leitað til félagasamtaka, einstaklinga og hvað eina. Við munum opna vefgátt hugsanlega í kvöld en líklega ekki fyrr en á morgun þar sem fólk getur lagt okkur lið væði varðandi húsnæði og annað og við þurfum á öllu slíku að halda.“ Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Alþingi Úkraína Rússland Píratar Tengdar fréttir Safna fyrir fatlað fólk í Úkraínu Þroskahjálp, Átak - félag fólks með þroskahömlun, TABÚ og Öryrkjabandalag Íslands hafa sett af stað söfnun fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Þau segja fatlað fólk sérstaklega berskjaldað í stríðsátökum og stöðu þess í Úkraínu grafalvarlega. 7. mars 2022 17:58 Ein mesta gjaldeyrissala í meira en áratug til að sporna gegn veikingu krónunnar Seðlabanki Íslands beitti ítrekuðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag til að vega á móti miklum þrýstingi til lækkunar á gengi krónunnar en hún féll engu að síður í verði um liðlega 1,5 til 1,9 prósent gagnvart evrunni og Bandaríkjadal. 7. mars 2022 17:57 Heiðraði óttaleysi og mótstöðu Úkraínu á sýningu Balenciaga „Stríðið í Úkraínu hefur vakið upp gamlan sársauka frá fyrri áföllum sem ég hef gengið um með mér síðan 1993 þegar hið sama gerðist í heimalandi mínu og ég gerðist hinn eilífi hælisleitandi. Hinn eilífi, vegna þess að þetta býr inni í þér,“ skrifaði yfirhönnuður Balenciaga á hvert einasta sæti gesta á haust og vetrar sýningu tískurisans í París á dögunum. 7. mars 2022 15:13 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira
Yfirvöld hafa virkjað 44. grein útlendingalaga sem kveður á um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta fólks frá ákveðnum svæðum. Fólk frá Úkraínu fær þar með sjálfkrafa vernd hér á landi eftir breytinguna og þarf ekki að fara í gegn um umsóknarferli. Með greininni fær fólk ekki sjálfkrafa atvinnuleyfi, sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata, gagnrýndi á Alþingi í dag. „Með því að virkja þessa grein og beina öllu flóttafólki frá Úkraínu þessa leið er vissulega verið að létta undir með Útlendingastofnun og yfirvöldum að afgreiða umsóknir mjög hratt en það er ekki endilega til hægðarauka né í raun fólkinu frá Úkraínu fyrir bestu enda eiga þau rétt á ríkari vernd,“ sagði Þórhildur Sunna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hvetur til viðbótarverndar „Þau eiga rétt á svokallaðri viðbótarvernd, sem er það sama í raun og að fá stöðu flóttamanns. Því fylgir til dæmis atvinnuleyfi, töluvert meira öryggi og fjögurra ára dvalarleyfi sem er ekki að finna í þessu leyfi vegna mannúðarsjónarmiða,“ segir Þórhildur. „Ég setti spurningarmerki við það að þau þurfi að reiða sig á aðstoð frá sveitarfélögum frekar en að þau geti ef þau vilja farið strax í að leita sér að atvinnu og fá meira öryggi en verið er að leggja til. Auðvitað fagna ég því að verið sé að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu en okkur ber lögbundin skylda til að gera það, það er ekki eins og þetta sé sjálfbundin ákvörðun heldur er það augljóst að við þurfum að taka á móti flóttafólki.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, bendir á að með virkjun greinarinnar sé hægt að flýta ferlinu og flýta því að fólk komist inn í íslenskt samfélag. „Ég setti á stofn aðgerðahóp milli ráðuneyta og sveitarfélaga, ráðið Gylfa Þór Þorsteinsson forstöðumann sóttvarnahúsanna til að leiða þetta starf. Við ætlum að taka vel á móti þessu fólki,“ segir Guðmundur. Mikilvægasta verkefnið núna að taka á móti fólkinu Hann tekur undir með Þórhildi varðandi atvinnuleyfin og segist vilja tryggja flóttafólkinu slíkt en þær breytingar þurfi að fara fram í gegn um Alþingi. „Ég vona að við séum öll sammála um það að við ætlum okkur að taka á móti fólkinu, við ætlum að taka vel á móti því og það er verkefnið núna.“ Gylfi Þór Þorsteinsson hefur eins og áður segir verið ráðinn af ráðuneytinu til að fara fyrir aðgerðahópi um móttöku flóttafólksins. Hann sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að enn sé óljóst hve margir úkraínskri flóttamenn muni koma hingað til lands. Spárnar séu á milli tvö og fimm þúsund manns en það geti verið fleiri eða færri. „Stærstu vekrefnin verða að finna þessu fólki skjól, að koma þaki yfir höfuð þess og hlúa að þeim, bæði andlega og líkamlega. Sú vinna er hafin,“ segir Gylfi. Töluverður fjöldi þeirra sem þegar séu hingað komnir hafi leitað skjóls hjá ættingjum og vinum en alltaf verði einhverjir sem þurfi á aðstoð yfirvalda að halda. Nefndin sé farin að leita að húsnæði fyrir flóttamennina. „Við höfum leitað til félagasamtaka, einstaklinga og hvað eina. Við munum opna vefgátt hugsanlega í kvöld en líklega ekki fyrr en á morgun þar sem fólk getur lagt okkur lið væði varðandi húsnæði og annað og við þurfum á öllu slíku að halda.“
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Alþingi Úkraína Rússland Píratar Tengdar fréttir Safna fyrir fatlað fólk í Úkraínu Þroskahjálp, Átak - félag fólks með þroskahömlun, TABÚ og Öryrkjabandalag Íslands hafa sett af stað söfnun fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Þau segja fatlað fólk sérstaklega berskjaldað í stríðsátökum og stöðu þess í Úkraínu grafalvarlega. 7. mars 2022 17:58 Ein mesta gjaldeyrissala í meira en áratug til að sporna gegn veikingu krónunnar Seðlabanki Íslands beitti ítrekuðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag til að vega á móti miklum þrýstingi til lækkunar á gengi krónunnar en hún féll engu að síður í verði um liðlega 1,5 til 1,9 prósent gagnvart evrunni og Bandaríkjadal. 7. mars 2022 17:57 Heiðraði óttaleysi og mótstöðu Úkraínu á sýningu Balenciaga „Stríðið í Úkraínu hefur vakið upp gamlan sársauka frá fyrri áföllum sem ég hef gengið um með mér síðan 1993 þegar hið sama gerðist í heimalandi mínu og ég gerðist hinn eilífi hælisleitandi. Hinn eilífi, vegna þess að þetta býr inni í þér,“ skrifaði yfirhönnuður Balenciaga á hvert einasta sæti gesta á haust og vetrar sýningu tískurisans í París á dögunum. 7. mars 2022 15:13 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira
Safna fyrir fatlað fólk í Úkraínu Þroskahjálp, Átak - félag fólks með þroskahömlun, TABÚ og Öryrkjabandalag Íslands hafa sett af stað söfnun fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Þau segja fatlað fólk sérstaklega berskjaldað í stríðsátökum og stöðu þess í Úkraínu grafalvarlega. 7. mars 2022 17:58
Ein mesta gjaldeyrissala í meira en áratug til að sporna gegn veikingu krónunnar Seðlabanki Íslands beitti ítrekuðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag til að vega á móti miklum þrýstingi til lækkunar á gengi krónunnar en hún féll engu að síður í verði um liðlega 1,5 til 1,9 prósent gagnvart evrunni og Bandaríkjadal. 7. mars 2022 17:57
Heiðraði óttaleysi og mótstöðu Úkraínu á sýningu Balenciaga „Stríðið í Úkraínu hefur vakið upp gamlan sársauka frá fyrri áföllum sem ég hef gengið um með mér síðan 1993 þegar hið sama gerðist í heimalandi mínu og ég gerðist hinn eilífi hælisleitandi. Hinn eilífi, vegna þess að þetta býr inni í þér,“ skrifaði yfirhönnuður Balenciaga á hvert einasta sæti gesta á haust og vetrar sýningu tískurisans í París á dögunum. 7. mars 2022 15:13