Þorkell dregur framboðið til baka í kjölfar „rætinnar gagnrýni“ Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2022 08:00 Þorkell Sigurlaugsson sækist nú einnig eftir sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þorkell Sigurlaugsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennis (FEB) til baka. Hann segir að eftir umhugsun og samtöl við stuðningsfólk hafi honum ekki þótt við hæfi að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni og þá hafi hann ekki viljað trufla framboð sitt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar þar sem hann sækist eftir 2. sæti. Þorkell greinir frá ákvörðun sinni í færslu á Facebook-síðu sinni, en aðalfundur FEB verður haldinn í Gullhömrum í dag. Þorkell segist í gær hafa átt gott samtal við Ingibjörgu Sverrisdóttur, núverandi formann FEB, í gær þar sem hún hafi tekið undir flest af því sem hann hafi lagt áherslu á varðandi mögulegar breytingar og nýjungar í starfi félagsins. Þá segir hann að þau muni eftir atvikum vinna saman að einhverjum verkefnum þar að lútandi. Rætin gagnrýni Þorkell segir að það hafi haft áhrif á ákvörðun sína að fram hafi komið afar rætin gagnrýni á sig og fullyrðingar um að hann væri leppur ákveðinna einstaklinga sem hafi ætlað að notafæra sér félagið og ná yfirtöku á félaginu og nýta til eigin ávinnings. Hann segir að framboð sitt til formanns FEB, á sama tíma og hann sækist eftir sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík, augljóslega hafa haft áhrif á viðhorf sumra til sín. Bæði hann og Ingibjörg séu starfandi í Sjálfstæðisflokknum. „Það hafði greinilega áhrif að fram kom ýmis afar rætin gagnrýni á mig og fullyrðingar um að ég væri leppur sumra sem ætluðu að notafæra sér félagið og ná þannig með mér yfirtöku á félaginu og nýta svo félagið til eigin ávinnings. Þetta truflaði augljóslega sumt stuðningsfólk mitt, en ég gat ekki hugsað mér að fara niður á þetta plan og taka þátt í starfsemi félagsins með þvílík ósannindi og áróður gegn mér m.a. af tveimur sitjandi stjórnarmönnum félagsins sem var misboðið að ég skyldi bjóða mig fram gegn sitjandi formanni,“ segir Þorkell. Ekki persónuleg gagnrýni Hann segir að framboð sitt til formanns FEB hafi aldrei verið sett fram með einhverri persónulegri gagnrýni á formann félagsins heldur fyrst og fremst til að vinna að ákveðnum breytingum og nýjum áherslum í starfsemi félagsins. „Við Ingibjörg ræddum málin eins og áður sagði og engir eftirmálar eru hvað þetta varðar af okkar hálfu. Ég vil þakka þeim sem studdu þetta framboð mitt og vona að þeir sýni ákvörðun minni skilning að draga framboð mitt til baka við þessar aðstæður,“ segir Þorkell að lokum. Félagasamtök Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Eldri borgarar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Þorkell greinir frá ákvörðun sinni í færslu á Facebook-síðu sinni, en aðalfundur FEB verður haldinn í Gullhömrum í dag. Þorkell segist í gær hafa átt gott samtal við Ingibjörgu Sverrisdóttur, núverandi formann FEB, í gær þar sem hún hafi tekið undir flest af því sem hann hafi lagt áherslu á varðandi mögulegar breytingar og nýjungar í starfi félagsins. Þá segir hann að þau muni eftir atvikum vinna saman að einhverjum verkefnum þar að lútandi. Rætin gagnrýni Þorkell segir að það hafi haft áhrif á ákvörðun sína að fram hafi komið afar rætin gagnrýni á sig og fullyrðingar um að hann væri leppur ákveðinna einstaklinga sem hafi ætlað að notafæra sér félagið og ná yfirtöku á félaginu og nýta til eigin ávinnings. Hann segir að framboð sitt til formanns FEB, á sama tíma og hann sækist eftir sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík, augljóslega hafa haft áhrif á viðhorf sumra til sín. Bæði hann og Ingibjörg séu starfandi í Sjálfstæðisflokknum. „Það hafði greinilega áhrif að fram kom ýmis afar rætin gagnrýni á mig og fullyrðingar um að ég væri leppur sumra sem ætluðu að notafæra sér félagið og ná þannig með mér yfirtöku á félaginu og nýta svo félagið til eigin ávinnings. Þetta truflaði augljóslega sumt stuðningsfólk mitt, en ég gat ekki hugsað mér að fara niður á þetta plan og taka þátt í starfsemi félagsins með þvílík ósannindi og áróður gegn mér m.a. af tveimur sitjandi stjórnarmönnum félagsins sem var misboðið að ég skyldi bjóða mig fram gegn sitjandi formanni,“ segir Þorkell. Ekki persónuleg gagnrýni Hann segir að framboð sitt til formanns FEB hafi aldrei verið sett fram með einhverri persónulegri gagnrýni á formann félagsins heldur fyrst og fremst til að vinna að ákveðnum breytingum og nýjum áherslum í starfsemi félagsins. „Við Ingibjörg ræddum málin eins og áður sagði og engir eftirmálar eru hvað þetta varðar af okkar hálfu. Ég vil þakka þeim sem studdu þetta framboð mitt og vona að þeir sýni ákvörðun minni skilning að draga framboð mitt til baka við þessar aðstæður,“ segir Þorkell að lokum.
Félagasamtök Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Eldri borgarar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira