Bjóða fundarlaun í leitinni að hinum belgíska Theo Hayez Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2022 11:45 Hinn belgíski Theo Hayez hvarf sporlaust í Byron Bay síðasta dag maímánaðar 2019. Lögregla í Ástralíu Þremur árum eftir að tilkynnt var um hvarf hins belgíska Theo Hayez í Ástralíu hafa yfirvöld í Nýju Suður-Wales boðið þeim sem kemur með upplýsingar sem leiðir til að málið upplýsist 500 þúsund ástralskra dala, um 50 milljónir króna. Sydney Morning Herald segir frá því að hinn átján ára Theo Hayez hafi horfið sporlaust í bakpokaferðalagi árið 2019, en síðast sást til hans fyrir utan næturklúbbinn Cheeky Monkey's í ástralska strandbænum Byron Bay. Hann klæddist þá svartri hettupeysu, ljósum buxum og svörtum skóm. Hayez hafði dvalið á farfuglaheimilinu WakeUp!, en starfsmenn þess tilkynntu um hvarfið í júní þegar hann hafði ekki tékkað út úr herberginu á settum tíma. Síðast sást til Theo Hayez fyrir utan næturklúbblinn Cheeky Monkey's í Byron Bay.EPA „Það eru nú liðin nærri þrjú ár frá hvarfi Theos og við teljum að þessi fundarlaun kunni að vera einn af síðustu möguleikum okkar til að fá svör við því hvað kom fyrir Theo,“ sagði Laurent Hayez í yfirlýsingu til blaðsins. Hann vonast til að hægt verði að fá upplýsingar um hvort Theo hafi verið með einhverjum aðfararnótt 31. maí 2019. Ein af þeim kenningum sem lögregla í Ástralíu hefur unnið eftir er að Theo Hayez hafi misst símann sinn í sjóinn og runnið til þar sem hann reyni að ná í hann. Honum hafi svo skolað á haf út. Sú kenning byggir á símarakningu frá Google, sem sýnir fram á að Hayez hafi farið óvenjulega leið eftir heimsóknina á næturklúbbinn. Eftir að hafa fylgt illa troðinni leið í gegnum gróðurvaxið svæði að Tallow Beach í austurhluta Cape Byron þá fór hann að bröttu og grónu svæði norður af ströndinni. Fjölskylda Hayez telur þó ólíklegt að hann hafi farið þessa leið einn síns liðs. Telur fjölskyldan að hann hafi verið í fylgd með einhverjum öðrum. Laurent Hayez, faðir Theo Hayez, ræðir við fjölmiðla.EPA Rannsókn lögreglu á málinu hefur einnig sætt nokkurri gagnrýni, en sama dag og tilkynnt var um fundarlaunin þá var birt úttekt á rannsókninni. Er þar bent á að lögreglumaðurinn sem hafi farið fyrir rannsókninni í upphafi, hafi verið mjög reynslulitill. Fyrstu tvo daga leitarinnar hafi hann leitt rannsóknina án þess að hafa fengið nauðsynlega þjálfun á tæki sem gátu hlaðið inn korta- og GPS-staðsetningargögn til að hægt væri að skipuleggja leit á réttum stöðum. Frá leitinni að Theo Hayez árið 2019.EPA Sjálfboðaliðar, sem þátt tóku í leitinni í upphafi, höfðu heldur engar upplýsingar um nákvæmt útlit þess sem leitað var að, höfðu ekki séð myndir af Hayez, og höfðu einungis fengið óljósar upplýsingar um útlit mannsins. Paul Toole, dómsmálaráðherra Nýju Suður-Wales, vonast til að hægt verði að leysa málið, nú þegar búið er að bjóða fundarlaun. „Sársaukinn að missa ástvin er nógu slæmur, en óvissan í tengslum við hvarfið eykur bara þann sársauka.“ Ástralía Belgía Erlend sakamál Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Sydney Morning Herald segir frá því að hinn átján ára Theo Hayez hafi horfið sporlaust í bakpokaferðalagi árið 2019, en síðast sást til hans fyrir utan næturklúbbinn Cheeky Monkey's í ástralska strandbænum Byron Bay. Hann klæddist þá svartri hettupeysu, ljósum buxum og svörtum skóm. Hayez hafði dvalið á farfuglaheimilinu WakeUp!, en starfsmenn þess tilkynntu um hvarfið í júní þegar hann hafði ekki tékkað út úr herberginu á settum tíma. Síðast sást til Theo Hayez fyrir utan næturklúbblinn Cheeky Monkey's í Byron Bay.EPA „Það eru nú liðin nærri þrjú ár frá hvarfi Theos og við teljum að þessi fundarlaun kunni að vera einn af síðustu möguleikum okkar til að fá svör við því hvað kom fyrir Theo,“ sagði Laurent Hayez í yfirlýsingu til blaðsins. Hann vonast til að hægt verði að fá upplýsingar um hvort Theo hafi verið með einhverjum aðfararnótt 31. maí 2019. Ein af þeim kenningum sem lögregla í Ástralíu hefur unnið eftir er að Theo Hayez hafi misst símann sinn í sjóinn og runnið til þar sem hann reyni að ná í hann. Honum hafi svo skolað á haf út. Sú kenning byggir á símarakningu frá Google, sem sýnir fram á að Hayez hafi farið óvenjulega leið eftir heimsóknina á næturklúbbinn. Eftir að hafa fylgt illa troðinni leið í gegnum gróðurvaxið svæði að Tallow Beach í austurhluta Cape Byron þá fór hann að bröttu og grónu svæði norður af ströndinni. Fjölskylda Hayez telur þó ólíklegt að hann hafi farið þessa leið einn síns liðs. Telur fjölskyldan að hann hafi verið í fylgd með einhverjum öðrum. Laurent Hayez, faðir Theo Hayez, ræðir við fjölmiðla.EPA Rannsókn lögreglu á málinu hefur einnig sætt nokkurri gagnrýni, en sama dag og tilkynnt var um fundarlaunin þá var birt úttekt á rannsókninni. Er þar bent á að lögreglumaðurinn sem hafi farið fyrir rannsókninni í upphafi, hafi verið mjög reynslulitill. Fyrstu tvo daga leitarinnar hafi hann leitt rannsóknina án þess að hafa fengið nauðsynlega þjálfun á tæki sem gátu hlaðið inn korta- og GPS-staðsetningargögn til að hægt væri að skipuleggja leit á réttum stöðum. Frá leitinni að Theo Hayez árið 2019.EPA Sjálfboðaliðar, sem þátt tóku í leitinni í upphafi, höfðu heldur engar upplýsingar um nákvæmt útlit þess sem leitað var að, höfðu ekki séð myndir af Hayez, og höfðu einungis fengið óljósar upplýsingar um útlit mannsins. Paul Toole, dómsmálaráðherra Nýju Suður-Wales, vonast til að hægt verði að leysa málið, nú þegar búið er að bjóða fundarlaun. „Sársaukinn að missa ástvin er nógu slæmur, en óvissan í tengslum við hvarfið eykur bara þann sársauka.“
Ástralía Belgía Erlend sakamál Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent