Sveinn fékk ekki símtal frá sendiherra Rússlands á Íslandi Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 8. mars 2022 14:09 Sveinn Rúnar í viðtali við Björgu Magnúsdóttur á Söngvakeppni sjónvarpsins á RÚV á laugardagskvöldið. RÚV Læknirinn og lagahöfundurinn Sveinn Rúnar Sigurðsson fékk ekki símtal frá froðufellandi starfsmanni rússneska sendiráðsins eins og hann lýsti í Facebook-færslu sem vakið hefur mikla athygli og ratað í fréttir. Sveinn segir í samtali við fréttastofu að færsla hans sé haugalygi, einskonar gjörningur sem skilja megi sem ádeilu á þá brengluðu upplýsingagjöf sem frá Rússum komi varðandi stríðið í Úkraínu. Sendi sendiherra Rússa tóninn Eiginkona Sveins Rúnars er frá Úkraínu og fjölskyldan tók á móti flóttafólki frá Úkraínu í síðustu viku, ættingjum Maríu Vygovsku, eiginkonu Sveins Rúnars. Tveimur konum og þremur börnum. Innrás Rússa í Úkraínu hefur þannig snert hann persónulega. Svinn Rúnar, Maria Vygovska eiginkona hans og Olga Vygovska, mágkona Maríu fyrir miðju þegar fjölskyldan tók á móti ættingjum sínum á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku.Vísir/Einar Sveinn var ómyrkur í máli í viðtali á Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöld. Þar var Sveinn Rúnar í sjónvarpssal, klæddur í peysu til stuðnings Úkraínu, en hann er annar höfunda lagsins Hækkum í botn. Sveinn var klæddur í hvíta peysu með úkraínskum fána á og skilaboðunum Fuck Putin. Þar sagðist hann vera með skilaboð til Vladimír Pútíns Rússlandsforseta. „Jú, en með vor í hjarta því sumartískan er komin í hús og verður bráðum fáanleg á Fokkputin.is. Þetta eru falleg snjallföt sem minna góða Rússa á Íslandi á að taka upp símann reglulega, hringja í ættingja sína og vini heima fyrir. Ræða og fræða,“ sagði Sveinn Rúnar í viðtali við Björgu Magnúsdóttur. Þá sendi hann sendiherra Rússa á Íslandi tóninn, sagði honum að drulla sér til heimalandsins. Falsfréttir og stríðsrekstur Uppskar Sveinn Rúnar mikið lófaklapp hjá áhorfendum í sal. Hann tjáði sig svo í hæðnistón á Facebook í morgun og túlkuðu einhverjir sem svo að Sveinn Rúnar hefði fengið símtal frá sendiherra Rússlands. Einstaka fjölmiðlar slógu því upp að Sveinn Rúnar hefði fengið símtal frá sendiherranum. Sveinn staðfestir við Vísi að svo sé ekki. Um háð hafi verið að ræða. En háð er vandmeðfarið vopn eins og þetta dæmi sannar; fjölmargir hafa tekið orðum hans bókstaflega þrátt fyrir fyrirvara sem slegnir eru og misskilningurinn lætur ekki að sér hæða: „Froðufellandi starfsmaður rússneska sendiráðsins hafði samband og kvartaði undan því að ég hafi sagt sendiherra sínum að fara til fjandans í sjónvarpi... Það hef ég aldrei gert. Ég hef aldrei komið fram í sjónvarpi. Myndir af mér í klæðnaðinum á myndinni eru falsaðar og hugmyndir sendiráðsins um það hvað stendur á bakvið fána Úkraínu eru byggðar á tómum getgátum,“ sagði Sveinn Rúnar í færslu sinni sem sjá má í heild hér að neðan. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Sveinn segir í samtali við fréttastofu að færsla hans sé haugalygi, einskonar gjörningur sem skilja megi sem ádeilu á þá brengluðu upplýsingagjöf sem frá Rússum komi varðandi stríðið í Úkraínu. Sendi sendiherra Rússa tóninn Eiginkona Sveins Rúnars er frá Úkraínu og fjölskyldan tók á móti flóttafólki frá Úkraínu í síðustu viku, ættingjum Maríu Vygovsku, eiginkonu Sveins Rúnars. Tveimur konum og þremur börnum. Innrás Rússa í Úkraínu hefur þannig snert hann persónulega. Svinn Rúnar, Maria Vygovska eiginkona hans og Olga Vygovska, mágkona Maríu fyrir miðju þegar fjölskyldan tók á móti ættingjum sínum á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku.Vísir/Einar Sveinn var ómyrkur í máli í viðtali á Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöld. Þar var Sveinn Rúnar í sjónvarpssal, klæddur í peysu til stuðnings Úkraínu, en hann er annar höfunda lagsins Hækkum í botn. Sveinn var klæddur í hvíta peysu með úkraínskum fána á og skilaboðunum Fuck Putin. Þar sagðist hann vera með skilaboð til Vladimír Pútíns Rússlandsforseta. „Jú, en með vor í hjarta því sumartískan er komin í hús og verður bráðum fáanleg á Fokkputin.is. Þetta eru falleg snjallföt sem minna góða Rússa á Íslandi á að taka upp símann reglulega, hringja í ættingja sína og vini heima fyrir. Ræða og fræða,“ sagði Sveinn Rúnar í viðtali við Björgu Magnúsdóttur. Þá sendi hann sendiherra Rússa á Íslandi tóninn, sagði honum að drulla sér til heimalandsins. Falsfréttir og stríðsrekstur Uppskar Sveinn Rúnar mikið lófaklapp hjá áhorfendum í sal. Hann tjáði sig svo í hæðnistón á Facebook í morgun og túlkuðu einhverjir sem svo að Sveinn Rúnar hefði fengið símtal frá sendiherra Rússlands. Einstaka fjölmiðlar slógu því upp að Sveinn Rúnar hefði fengið símtal frá sendiherranum. Sveinn staðfestir við Vísi að svo sé ekki. Um háð hafi verið að ræða. En háð er vandmeðfarið vopn eins og þetta dæmi sannar; fjölmargir hafa tekið orðum hans bókstaflega þrátt fyrir fyrirvara sem slegnir eru og misskilningurinn lætur ekki að sér hæða: „Froðufellandi starfsmaður rússneska sendiráðsins hafði samband og kvartaði undan því að ég hafi sagt sendiherra sínum að fara til fjandans í sjónvarpi... Það hef ég aldrei gert. Ég hef aldrei komið fram í sjónvarpi. Myndir af mér í klæðnaðinum á myndinni eru falsaðar og hugmyndir sendiráðsins um það hvað stendur á bakvið fána Úkraínu eru byggðar á tómum getgátum,“ sagði Sveinn Rúnar í færslu sinni sem sjá má í heild hér að neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira