Vill skerpa heimildir lögreglu til að geta „gripið fyrr inn í atburðarás“ Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2022 07:42 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Frumvarpinu er ætlað að skerpa á heimildum lögreglu til að afla upplýsinga og viðhafa eftirlit í því skyni að draga úr brotastarfsemi. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda sem ætlað er að skýra heimildir lögreglu til að grípa til aðgerða í þágu afbrotavarna. Er þar litið til þess sem snýr að afbrotum eða athöfnum sem talin eru geta raskað öryggi borgaranna og ríkisins, afbrot sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi og afbrot sem framin eru á netinu, líkt og það er orðað. Um frumvarpið til laga um breytingu á lögreglulögum segir að með því sé lögð aukin áhersla á mikilvægi þess að lögregla geti gripið fyrr inn í atburðarás og þannig fyrirbyggt að framin séu alvarleg afbrot. Í greinargerð segir að frumvarpinu sé ætlað að skerpa á heimildum lögreglu til að afla upplýsinga og viðhafa eftirlit í því skyni að draga úr brotastarfsemi, en núgildandi heimildir byggja öðru fremur á almennum ákvæðum lögreglulaga auk ákvæða í sérlögum. Löggæsla nú til dags snúi ekki síður að frumkvæðisvinnu í formi upplýsingaöflunar og greiningu upplýsinga. „Annars er vegar er mælt fyrir um heimild lögreglu til að afla upplýsinga í þágu afbrotvarna við framkvæmd almennra löggæslustarfa og frumkvæðisverkefna, þar á meðal samskipti við uppljóstrara, eftirlit á almannafæri og vöktun vefsíðna sem opnar eru almenningi. Hins vegar er lögreglu veitt heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi eða sem af kann að stafa sérgreind hætta fyrir almannaöryggi,“ segir um frumvarpið. Ákvæði um meðferð vopna hjá lögreglu Í frumvarpinu er sömuleiðis kveðið á um meðferð vopna hjá lögreglu, en ákvæði um slíkt hefur aðeins verið að finna í reglugerð á grundvelli vopnalaga. „Í frumvarpinu er kveðið á um afar takmarkaða heimild lögreglu til að grípa til beitingu þvingunarúrræða í afbrotavarnaskyni. Nánar tiltekið verður lögreglu heimilt að krefjast dómsúrskurðar um haldlagningu og öflun gagna sem eru í vörslum þriðja aðila í því skyni að koma í veg fyrir skipulagða brotastarfsemi og brot gegn X. og XI. kafla almennra hegningarlaga,“ segir í greinargerðinni en X. kafli snýr að landráði og XI. um brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess. Gætt að grundvallarmannréttindum Um endurskoðun laganna segir að gætt hafi verið að því að stjórnarskrárvarin grundvallarmannréttindi borgaranna væru virt í hvívetna. Í greinargerðinni segir að við vinnu þess hafi dómsmálaráðuneytið haft samráð við ríkislögreglustjóra, ríkissaksóknara, lögregluembættin og héraðssaksóknara. Var aðilum gefinn kostur á að skila inn skriflegum athugasemdum við drögin og bárust athugasemdir frá embætti ríkislögreglustjóra og félagi lögreglustjóra. Segir að tillit hafi verið tekið til þeirra við gerð frumvarpsins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Lögreglumál Alþingi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Um frumvarpið til laga um breytingu á lögreglulögum segir að með því sé lögð aukin áhersla á mikilvægi þess að lögregla geti gripið fyrr inn í atburðarás og þannig fyrirbyggt að framin séu alvarleg afbrot. Í greinargerð segir að frumvarpinu sé ætlað að skerpa á heimildum lögreglu til að afla upplýsinga og viðhafa eftirlit í því skyni að draga úr brotastarfsemi, en núgildandi heimildir byggja öðru fremur á almennum ákvæðum lögreglulaga auk ákvæða í sérlögum. Löggæsla nú til dags snúi ekki síður að frumkvæðisvinnu í formi upplýsingaöflunar og greiningu upplýsinga. „Annars er vegar er mælt fyrir um heimild lögreglu til að afla upplýsinga í þágu afbrotvarna við framkvæmd almennra löggæslustarfa og frumkvæðisverkefna, þar á meðal samskipti við uppljóstrara, eftirlit á almannafæri og vöktun vefsíðna sem opnar eru almenningi. Hins vegar er lögreglu veitt heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi eða sem af kann að stafa sérgreind hætta fyrir almannaöryggi,“ segir um frumvarpið. Ákvæði um meðferð vopna hjá lögreglu Í frumvarpinu er sömuleiðis kveðið á um meðferð vopna hjá lögreglu, en ákvæði um slíkt hefur aðeins verið að finna í reglugerð á grundvelli vopnalaga. „Í frumvarpinu er kveðið á um afar takmarkaða heimild lögreglu til að grípa til beitingu þvingunarúrræða í afbrotavarnaskyni. Nánar tiltekið verður lögreglu heimilt að krefjast dómsúrskurðar um haldlagningu og öflun gagna sem eru í vörslum þriðja aðila í því skyni að koma í veg fyrir skipulagða brotastarfsemi og brot gegn X. og XI. kafla almennra hegningarlaga,“ segir í greinargerðinni en X. kafli snýr að landráði og XI. um brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess. Gætt að grundvallarmannréttindum Um endurskoðun laganna segir að gætt hafi verið að því að stjórnarskrárvarin grundvallarmannréttindi borgaranna væru virt í hvívetna. Í greinargerðinni segir að við vinnu þess hafi dómsmálaráðuneytið haft samráð við ríkislögreglustjóra, ríkissaksóknara, lögregluembættin og héraðssaksóknara. Var aðilum gefinn kostur á að skila inn skriflegum athugasemdum við drögin og bárust athugasemdir frá embætti ríkislögreglustjóra og félagi lögreglustjóra. Segir að tillit hafi verið tekið til þeirra við gerð frumvarpsins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Lögreglumál Alþingi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira