„Sviptur draumnum sem ég vann að í átján ár“ Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2022 14:01 Nikita Mazepin er ekki lengur Formúlu 1 ökumaður og fyrirtæki pabba hans, Uralkali, er ekki lengur á klæðnaði eða bílum Haas-liðsins. Getty/Mark Thompson Rússneski ökuþórinn Nikita Mazepin segist fyrst hafa heyrt af því í fjölmiðlum að hann hefði verið rekinn frá bandaríska Formúlu 1-liðinu Haas á dögunum. Mazepin var rekinn nú þegar rétt rúm vika er í að tímabilið í Formúlu 1 hefjist en ástæðan er innrás Rússlands í Úkraínu. Pabbi Mazepins er ólígarkinn Dmitry sem Daily Mail segir að sé félagi Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Dmitry á hlut í áburðarfyrirtækinu Uralkali sem var aðalbakhjarl Haas en forráðamenn Haas hafa nú slitið samstarfinu. Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, hafði gefið leyfi fyrir því að Rússar kepptu í Formúlu 1, svo lengi sem það væri sem hlutlausir keppendur en ekki undir fána Rússlands. Hins vegar hafði breska akstursíþróttasambandið gefið út að Rússar mættu ekki keppa í Bretlandi og Mazepin hefði því ekki mátt keppa í Silverston-kappakstrinum. Mazepin var engu að síður afar ósáttur við ákvörðun Haas eins og fram kom á blaðamannafundi í gær: „Til að byrja með vil ég segja að ég skil að heimurinn er ekki eins og hann var fyrir tveimur vikum. Þetta hefur verið sársaukafullur tími fyrir mig og ykkur. Fólk sem er ekki hér sér hlutina frá öðru sjónarhorni. Við í Rússlandi og Úkraínu sjáum þetta frá mörgum hliðum,“ sagði Mazepin. „Ég ætlaði mér að keppa sem hlutlaus keppandi. FIA leyfði það. Ég hafði ekkert út á það að setja en kvöldið áður en samningnum mínum var rift bættust við fleiri reglur sem við fórum að skoða og næsta morgun var samningnum rift. Ég var rekinn,“ sagði Mazepin. „Ég verðskuldaði meiri stuðning frá liðinu. Mér var létt að sjá að FIA leyfði okkur að keppa undir hlutlausum fána. Ég vonaðist til að keppa. Síðan breyttist allt og ég var sviptur draumnum sem ég vann að í átján ár,“ sagði Mazepin sem vonast hins vegar til þess að fá að snúa aftur í Formúlu 1 síðar. Formúla Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mazepin var rekinn nú þegar rétt rúm vika er í að tímabilið í Formúlu 1 hefjist en ástæðan er innrás Rússlands í Úkraínu. Pabbi Mazepins er ólígarkinn Dmitry sem Daily Mail segir að sé félagi Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Dmitry á hlut í áburðarfyrirtækinu Uralkali sem var aðalbakhjarl Haas en forráðamenn Haas hafa nú slitið samstarfinu. Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, hafði gefið leyfi fyrir því að Rússar kepptu í Formúlu 1, svo lengi sem það væri sem hlutlausir keppendur en ekki undir fána Rússlands. Hins vegar hafði breska akstursíþróttasambandið gefið út að Rússar mættu ekki keppa í Bretlandi og Mazepin hefði því ekki mátt keppa í Silverston-kappakstrinum. Mazepin var engu að síður afar ósáttur við ákvörðun Haas eins og fram kom á blaðamannafundi í gær: „Til að byrja með vil ég segja að ég skil að heimurinn er ekki eins og hann var fyrir tveimur vikum. Þetta hefur verið sársaukafullur tími fyrir mig og ykkur. Fólk sem er ekki hér sér hlutina frá öðru sjónarhorni. Við í Rússlandi og Úkraínu sjáum þetta frá mörgum hliðum,“ sagði Mazepin. „Ég ætlaði mér að keppa sem hlutlaus keppandi. FIA leyfði það. Ég hafði ekkert út á það að setja en kvöldið áður en samningnum mínum var rift bættust við fleiri reglur sem við fórum að skoða og næsta morgun var samningnum rift. Ég var rekinn,“ sagði Mazepin. „Ég verðskuldaði meiri stuðning frá liðinu. Mér var létt að sjá að FIA leyfði okkur að keppa undir hlutlausum fána. Ég vonaðist til að keppa. Síðan breyttist allt og ég var sviptur draumnum sem ég vann að í átján ár,“ sagði Mazepin sem vonast hins vegar til þess að fá að snúa aftur í Formúlu 1 síðar.
Formúla Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira