Segir árásina á barnaspítalann til marks um þjóðarmorð Samúel Karl Ólason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 9. mars 2022 23:44 Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í stríðinu gegn Rússum. Getty/Anadolu Agency Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sendi leiðtogum Vesturlanda tóninn í kvöld. Það gerði hann í nýju ávarpi, sem hann birti á netinu þar sem hann sagði Rússa hafa sannað að þeir ætluðu sér að fremja þjóðarmorð gagnvart Úkraínumönnum. Í ávarpinu kallaði hann enn eftir því að komið yrði á svokölluðu flugbanni yfir Úkraínu, eða þá að Úkraínumenn fengju afhentar orrustuþotur frá öðrum ríkjum eins og Póllandi. „Saman þurfum við að skila hugrekki til vestrænna leiðtoga, svo þeir geri það sem þeir áttu að gera á fyrsta degi innrásarinnar,“ sagði Selenskí samkvæmt Kyiv Independent. „Lokið þið annaðhvort lofthelginni eða gefið okkur orrustuþoturnar svo við getum gert það sjálf.“ Sagði árás til marks um þjóðarmorð Sprengjum var í dag varpað á fæðingardeild sjúkrahúss í Maríupól í Úkraínu. Það sagði Selenskí vera sönnun þess að verið væri að fremja þjóðarmorð á Úkraínumönnum. „Evrópubúar, þið getið ekki sagt að þið hafið ekki séð það sem er að gerast. Þið verðið að herða refsiaðgerðirnar þar til Rússar geta ekki lengur háð þeirra grimmilega stríð,“ sagði Selenskí. Ráðamenn Vesturlanda segja ekki hægt að koma flugbanni á yfir Úkraínu, því það fæli í raun í sér bein átök Atlantshafsbandalagsins við Rússa. Til þess að koma slíku banni á þyrfti að skjóta niður rússneskar orrustuþotur og granda loftvörnum Rússa á svæðinu. Í stuttu máli fæli það í sér að NATO færi í stríð við Rússa. Hingað til hafa ríki NATO og önnur vinvætt ríki staðið við bakið á Úkraínu með vopnasendingum, fjármagni og umfangsmiklum refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Vandræði með orrustuþotur Þá virðist umræðan um orrustuþotur til Úkraínumanna hafa farið í nokkra hringi á undanförnum dögum. Í síðustu viku var tilkynnt að nokkur Evrópuríki sem ættu MiG-29 orrustuþotur myndu koma nokkrum til Úkraínu. Þá var hætt við það og Bandaríkjamenn byrjuðu að þrýsta á þessi sömu ríki og þar á meðal Pólland. Pólverjar. Pólverjar eiga þó nokkrar orrustuþotur af gerðinni MiG-29, sem úkraínskir flugmenn eru þjálfaðir í að fljúga. Ráðamenn í Póllandi komu Bandaríkjamönnum í opna skjöldu í gærkvöldi þegar þeir lýstu því yfir að allar MiG-29 orrustuþotur Pólverja yrðu sendar til Ramstein-herstöðvarinnar í Þýskalandi þar sem þær yrðu gefnar Bandaríkjamönnum. Bandaríkjamenn ættu svo að koma þeim til Úkraínu. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýsti því svo yfir í kvöld að Bandaríkjamenn væru orðnir mótfallnir því að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Nefndi hann meðal annars þær ástæður að flugher Úkraínumanna væri enn í tiltölulega góðu ásigkomulagi og að mikilvægara væri að bæta loftvarnir Úkraínu á jörðu niðri. Þá sagði talsmaðurinn einnig að talið væri að Rússar myndu bregðast reiðir við því ef ríki NATO útveguðu Úkraínumönnum orrustuþotum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Óskar segir Rússa ráðast vísvitandi á flóttafólk Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði sá í fyrsta skipti í dag þar sem flugskeyti var skotið frá borginni. Hann segir loftvarnir Kænugarðs hafa verið efldar til muna en í morgun hrukku þau hjónin upp við sprengjugný. 9. mars 2022 22:00 Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. 9. mars 2022 18:01 Sprengjum varpað á barnaspítala í Mariupol Barnaspítali og meðgöngudeild í úkraínsku borginni Mariupol er nú í rústum eftir að sprengjum var varpað á borgina í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska hermenn hafa verið að verki. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem komið var á í dag. 9. mars 2022 16:49 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Í ávarpinu kallaði hann enn eftir því að komið yrði á svokölluðu flugbanni yfir Úkraínu, eða þá að Úkraínumenn fengju afhentar orrustuþotur frá öðrum ríkjum eins og Póllandi. „Saman þurfum við að skila hugrekki til vestrænna leiðtoga, svo þeir geri það sem þeir áttu að gera á fyrsta degi innrásarinnar,“ sagði Selenskí samkvæmt Kyiv Independent. „Lokið þið annaðhvort lofthelginni eða gefið okkur orrustuþoturnar svo við getum gert það sjálf.“ Sagði árás til marks um þjóðarmorð Sprengjum var í dag varpað á fæðingardeild sjúkrahúss í Maríupól í Úkraínu. Það sagði Selenskí vera sönnun þess að verið væri að fremja þjóðarmorð á Úkraínumönnum. „Evrópubúar, þið getið ekki sagt að þið hafið ekki séð það sem er að gerast. Þið verðið að herða refsiaðgerðirnar þar til Rússar geta ekki lengur háð þeirra grimmilega stríð,“ sagði Selenskí. Ráðamenn Vesturlanda segja ekki hægt að koma flugbanni á yfir Úkraínu, því það fæli í raun í sér bein átök Atlantshafsbandalagsins við Rússa. Til þess að koma slíku banni á þyrfti að skjóta niður rússneskar orrustuþotur og granda loftvörnum Rússa á svæðinu. Í stuttu máli fæli það í sér að NATO færi í stríð við Rússa. Hingað til hafa ríki NATO og önnur vinvætt ríki staðið við bakið á Úkraínu með vopnasendingum, fjármagni og umfangsmiklum refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Vandræði með orrustuþotur Þá virðist umræðan um orrustuþotur til Úkraínumanna hafa farið í nokkra hringi á undanförnum dögum. Í síðustu viku var tilkynnt að nokkur Evrópuríki sem ættu MiG-29 orrustuþotur myndu koma nokkrum til Úkraínu. Þá var hætt við það og Bandaríkjamenn byrjuðu að þrýsta á þessi sömu ríki og þar á meðal Pólland. Pólverjar. Pólverjar eiga þó nokkrar orrustuþotur af gerðinni MiG-29, sem úkraínskir flugmenn eru þjálfaðir í að fljúga. Ráðamenn í Póllandi komu Bandaríkjamönnum í opna skjöldu í gærkvöldi þegar þeir lýstu því yfir að allar MiG-29 orrustuþotur Pólverja yrðu sendar til Ramstein-herstöðvarinnar í Þýskalandi þar sem þær yrðu gefnar Bandaríkjamönnum. Bandaríkjamenn ættu svo að koma þeim til Úkraínu. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýsti því svo yfir í kvöld að Bandaríkjamenn væru orðnir mótfallnir því að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Nefndi hann meðal annars þær ástæður að flugher Úkraínumanna væri enn í tiltölulega góðu ásigkomulagi og að mikilvægara væri að bæta loftvarnir Úkraínu á jörðu niðri. Þá sagði talsmaðurinn einnig að talið væri að Rússar myndu bregðast reiðir við því ef ríki NATO útveguðu Úkraínumönnum orrustuþotum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Óskar segir Rússa ráðast vísvitandi á flóttafólk Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði sá í fyrsta skipti í dag þar sem flugskeyti var skotið frá borginni. Hann segir loftvarnir Kænugarðs hafa verið efldar til muna en í morgun hrukku þau hjónin upp við sprengjugný. 9. mars 2022 22:00 Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. 9. mars 2022 18:01 Sprengjum varpað á barnaspítala í Mariupol Barnaspítali og meðgöngudeild í úkraínsku borginni Mariupol er nú í rústum eftir að sprengjum var varpað á borgina í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska hermenn hafa verið að verki. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem komið var á í dag. 9. mars 2022 16:49 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Óskar segir Rússa ráðast vísvitandi á flóttafólk Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði sá í fyrsta skipti í dag þar sem flugskeyti var skotið frá borginni. Hann segir loftvarnir Kænugarðs hafa verið efldar til muna en í morgun hrukku þau hjónin upp við sprengjugný. 9. mars 2022 22:00
Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. 9. mars 2022 18:01
Sprengjum varpað á barnaspítala í Mariupol Barnaspítali og meðgöngudeild í úkraínsku borginni Mariupol er nú í rústum eftir að sprengjum var varpað á borgina í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska hermenn hafa verið að verki. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem komið var á í dag. 9. mars 2022 16:49