„Í draumaheimi myndi það gerast“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2022 11:00 Eyjakonurnar Birna Berg Haraldsdóttir og Elísa Elíasdóttir. Vísir/Hulda Margrét Birna Berg Haraldsdóttir, leikmaður ÍBV, vonar að veðrið trufli ekki þá Eyjamenn sem ætla upp á land til að styðja við Eyjakonur í undanúrslitum Coca Cola-bikars kvenna í handbolta í kvöld. Eyjakonur eru búnar að bíða aðeins eftir því að komast í bikarúrslitin og nú mæta þær Valskonum á Ásvöllum í kvöld þar sem sæti í bikarúrslitaleiknum er undir. „Það er alltaf gaman að fá að vera með í bikar og langt síðan við vorum með því það eru komin fimm ár síðan. Þetta er geggjað gaman fyrir stelpurnar að taka þátt og það myndast alltaf stemmning í kringum bikarleiki í Eyjum. Þetta er eitthvað til að hlakka til,“ sagði Birna Berg Haraldsdóttir við Henry Birgi Gunnarsson. Klippa: Viðtal við Birnu Berg hjá ÍBV Eyjamenn eru stemningsfólk og liðið þeirra stemningslið. Birna gerir væntanlega ráð fyrir því að Eyjakonur fái góðan stuðning og að þetta verði svolítið gaman. „Ég ætla rétt að vona það. Ég ætla að vona að veðrið leiki okkur ekki grátt en það er náttúrulega fullt af Eyjafólki sem býr upp á landi. Við vonum bara að sem flestir mæti,“ sagði Birna Berg. ÍBV vann átta marka stórsigur á Val þegar liðin mættust síðast. Á að endurtaka þann leik? „Í draumaheimi myndi það gerast en þær flengdu okkur líka fyrir áramót. Þetta verður bara stál í stál og örugglega mjög jafn leikur sem ræðst á vörn og markvörslu,“ sagði Birna en af hverju hafa liðin verið að vinna hvort annað svona stórt í vetur? „Á þessum tíma fyrir jól höfðum við orðið fyrir áföllum og vorum ekki á skriði. Eftir áramót þá höfðu þær tapað þremur leikjum í röð þegar kom að þessum leik. Þær voru því ekki á góðu róli eins og maður vill vera.,“ sagði Birna Berg. „Bæði lið eru á góðu róli núna og þetta verður bara hörku leikur. Ég held að þetta verði mjög spennandi og þetta verður ekkert burst,“ sagði Birna. Það má sjá horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Leikur ÍBV og Vals fer fram á Ásvöllum og hefst klukkan 20.15 í kvöld. Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Sjá meira
Eyjakonur eru búnar að bíða aðeins eftir því að komast í bikarúrslitin og nú mæta þær Valskonum á Ásvöllum í kvöld þar sem sæti í bikarúrslitaleiknum er undir. „Það er alltaf gaman að fá að vera með í bikar og langt síðan við vorum með því það eru komin fimm ár síðan. Þetta er geggjað gaman fyrir stelpurnar að taka þátt og það myndast alltaf stemmning í kringum bikarleiki í Eyjum. Þetta er eitthvað til að hlakka til,“ sagði Birna Berg Haraldsdóttir við Henry Birgi Gunnarsson. Klippa: Viðtal við Birnu Berg hjá ÍBV Eyjamenn eru stemningsfólk og liðið þeirra stemningslið. Birna gerir væntanlega ráð fyrir því að Eyjakonur fái góðan stuðning og að þetta verði svolítið gaman. „Ég ætla rétt að vona það. Ég ætla að vona að veðrið leiki okkur ekki grátt en það er náttúrulega fullt af Eyjafólki sem býr upp á landi. Við vonum bara að sem flestir mæti,“ sagði Birna Berg. ÍBV vann átta marka stórsigur á Val þegar liðin mættust síðast. Á að endurtaka þann leik? „Í draumaheimi myndi það gerast en þær flengdu okkur líka fyrir áramót. Þetta verður bara stál í stál og örugglega mjög jafn leikur sem ræðst á vörn og markvörslu,“ sagði Birna en af hverju hafa liðin verið að vinna hvort annað svona stórt í vetur? „Á þessum tíma fyrir jól höfðum við orðið fyrir áföllum og vorum ekki á skriði. Eftir áramót þá höfðu þær tapað þremur leikjum í röð þegar kom að þessum leik. Þær voru því ekki á góðu róli eins og maður vill vera.,“ sagði Birna Berg. „Bæði lið eru á góðu róli núna og þetta verður bara hörku leikur. Ég held að þetta verði mjög spennandi og þetta verður ekkert burst,“ sagði Birna. Það má sjá horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Leikur ÍBV og Vals fer fram á Ásvöllum og hefst klukkan 20.15 í kvöld.
Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Sjá meira