Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. mars 2022 20:32 Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Forstöðumaður Fjölmenningarseturs telur að þar séu um tvö þúsund gistirými. AP/Hannibal Hanschke Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. Meira en hundrað úkraínskir ríkisborgarar hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir tveimur vikum. Búist er við að allt að 1.500 til 2.000 flóttamenn þaðan komi hingað til lands á næstunni. „Það hefur gengið ótrúlega vel og það er mjög ánægjulegt að sjá hvað samfélagið er að opna faðm sinn fyrir fólki og er reiðubúið til að aðstoða og veita fólkinu góða móttöku,“ sagði Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tvö þúsund gistirými um land allt Hún segir að hátt í tvö hundruð hafi haft samband við Fjölmenningarsetur síðan í gær og boðið húsnæði um allt land. Fólk bjóði allt frá stöku herbergi yfir í íbúðir, hótel og sumarbústaði. Nichole Leigh Mosty segir að hátt í tvö hundruð hafi boðið húsnæði fyrir flóttafólk hér á landi.Vísir „Ég myndi giska á að þetta séu kannski tvö þúsund gistirými. Það er mikið sem stendur til boða,“ segir Nichole. Hún segir ekkert fast í því hvort fólk fái borgað fyrir afnot af húsnæðinu eða ekki. Fólk verði að ákveða það sjálft en það muni ekki fá greidda leigu frá ríkinu. „Þetta fer bara eins og húsnæðismarkaðurinn fer. Fólk þarf að taka ákvörðun sjálft vort það bjóði fram sitt húsnæði ókeypis eða hvort það vilji fá leigu. Ef það vill fá leigu verður það að fá greitt en enginn er að fara að fá greitt frá ríkinu til að gera það,“ segir Nichole. „Þetta er bara fallegt, öll þessi boð sem eru að koma fram, fólk er að gera þetta því það veit að það er ákall til samfélagsins að mæta fólki sem er á flótta.“ Hún segir ekki hægt að segja til um það hvað fólkið muni dvelja hér á landi lengi. „ Fólkið er ekki með neitt plan, það er bara að flýja. Það þarf að sjá til hvað gerist með þessi dvalarleyfi sem það fær. Það gildir í ár þannig að við tökum vel á móti fólki og leyfum því að koma í þjónustu til sveitarfélaganna, sem við erum líka að vinna með, til þess að sinna því vel og anda aðeins frá sér svo það geti gert plön,“ segir Nichole. En er ekki flókið að taka á móti fólki á flótta? „Við verðum bara að muna að við erum að taka á móti fólki. Við tökum á móti fólki eins og við viljum að sé tekið á móti okkur. Það getur verið flókið, það er að flýja áfall en það er mikilvægt að við munum að þetta er bara fólk.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Húsnæðismál Tengdar fréttir Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48 Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. 9. mars 2022 20:01 Leggur til að sumarbústaðir verði nýttir sem húsnæði fyrir flóttamenn Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hvetur verkalýðsfélög landsins til að lána sumarbústaði sína undir flóttafólk frá Úkraínu. Hann nefnir Ölfusborgir til dæmis í því sambandi en þar er um fjörutíu hús, sem gætu rúmað tæplega 200 manns frá Úkraínu. 8. mars 2022 21:36 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Meira en hundrað úkraínskir ríkisborgarar hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir tveimur vikum. Búist er við að allt að 1.500 til 2.000 flóttamenn þaðan komi hingað til lands á næstunni. „Það hefur gengið ótrúlega vel og það er mjög ánægjulegt að sjá hvað samfélagið er að opna faðm sinn fyrir fólki og er reiðubúið til að aðstoða og veita fólkinu góða móttöku,“ sagði Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tvö þúsund gistirými um land allt Hún segir að hátt í tvö hundruð hafi haft samband við Fjölmenningarsetur síðan í gær og boðið húsnæði um allt land. Fólk bjóði allt frá stöku herbergi yfir í íbúðir, hótel og sumarbústaði. Nichole Leigh Mosty segir að hátt í tvö hundruð hafi boðið húsnæði fyrir flóttafólk hér á landi.Vísir „Ég myndi giska á að þetta séu kannski tvö þúsund gistirými. Það er mikið sem stendur til boða,“ segir Nichole. Hún segir ekkert fast í því hvort fólk fái borgað fyrir afnot af húsnæðinu eða ekki. Fólk verði að ákveða það sjálft en það muni ekki fá greidda leigu frá ríkinu. „Þetta fer bara eins og húsnæðismarkaðurinn fer. Fólk þarf að taka ákvörðun sjálft vort það bjóði fram sitt húsnæði ókeypis eða hvort það vilji fá leigu. Ef það vill fá leigu verður það að fá greitt en enginn er að fara að fá greitt frá ríkinu til að gera það,“ segir Nichole. „Þetta er bara fallegt, öll þessi boð sem eru að koma fram, fólk er að gera þetta því það veit að það er ákall til samfélagsins að mæta fólki sem er á flótta.“ Hún segir ekki hægt að segja til um það hvað fólkið muni dvelja hér á landi lengi. „ Fólkið er ekki með neitt plan, það er bara að flýja. Það þarf að sjá til hvað gerist með þessi dvalarleyfi sem það fær. Það gildir í ár þannig að við tökum vel á móti fólki og leyfum því að koma í þjónustu til sveitarfélaganna, sem við erum líka að vinna með, til þess að sinna því vel og anda aðeins frá sér svo það geti gert plön,“ segir Nichole. En er ekki flókið að taka á móti fólki á flótta? „Við verðum bara að muna að við erum að taka á móti fólki. Við tökum á móti fólki eins og við viljum að sé tekið á móti okkur. Það getur verið flókið, það er að flýja áfall en það er mikilvægt að við munum að þetta er bara fólk.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Húsnæðismál Tengdar fréttir Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48 Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. 9. mars 2022 20:01 Leggur til að sumarbústaðir verði nýttir sem húsnæði fyrir flóttamenn Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hvetur verkalýðsfélög landsins til að lána sumarbústaði sína undir flóttafólk frá Úkraínu. Hann nefnir Ölfusborgir til dæmis í því sambandi en þar er um fjörutíu hús, sem gætu rúmað tæplega 200 manns frá Úkraínu. 8. mars 2022 21:36 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48
Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. 9. mars 2022 20:01
Leggur til að sumarbústaðir verði nýttir sem húsnæði fyrir flóttamenn Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hvetur verkalýðsfélög landsins til að lána sumarbústaði sína undir flóttafólk frá Úkraínu. Hann nefnir Ölfusborgir til dæmis í því sambandi en þar er um fjörutíu hús, sem gætu rúmað tæplega 200 manns frá Úkraínu. 8. mars 2022 21:36