Falsspámenn frelsisins Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 11. mars 2022 07:30 Sumir þingmenn eru stórorðir um aukið frelsi. Frelsi til athafna og verslunar, líka með áfengi og lausasölulyf, frelsi til að velja sér nafn án afskipta ríkisins, frelsi til að keppa í hættulegum íþróttum. Frelsi einstaklingsins til að athafna sig svo lengi sem hann skaðar ekki aðra. Þetta eru mikilvæg mál. Í samfélagi frjálsra og jafnsettra einstaklinga er eðlilegt að frelsið komi fyrst og að undantekningar frá því þurfi að rökstyðja sérstaklega. Að frelsi til athafna sé almennt og að þörfin á lögbundnum takmörkunum sé eingöngu skoðuð ef líklegt er að tilteknar athafnir valdi öðrum skaða – og að bann gangi ekki lengra en nauðsynlegt er til að draga úr hættunni. Andstæðan er hugmyndafræði sem gengur út á að einstaklingum sé ekki treystandi. Að athafnir séu bannaðar af yfirvaldi þar til sýnt hefur verið sérstaklega fram á skaðleysi þeirra. Þessi nálgun, að bann sé meginregla, nefnist einu nafni forsjárhyggja. Hún gengur gegn grunnhugmyndinni um að við séum sjálf best til þess fallin að taka ákvarðanir um okkar eigið líf og hagsmuni. Þótt sömu ræður um mikilvægi einstaklingsfrelsis séu fluttar ár eftir ár breytist ekkert. Framtaksleysið er algjört. Við bönnum enn fólki að kaupa áfengi í heil tvö ár eftir að það verður lögráða. Við bönnum foreldrum að velja börnum sínum önnur nöfn en þau sem má finna í sérstakri skrá ríkisins. Við bönnum hnefaleika í atvinnuskyni þótt þar mætist tveir einstaklingar af fúsum og frjálsum vilja, í íþrótt sem keppt er í um allan heim. Við bönnum sölu verkjalyfja í verslunum. Við leggjum refsingu við neyslu fíkniefna sem ætti með réttu að vera heilbrigðismál. Þessi upptalning er hvergi nærri tæmandi. Frelsisboðskapurinn hefur gjarnan verið boðaður af þingmönnum stjórnmálaflokksins sem hefur setið einna lengst við völd. Flokks sem felldi breytingar á mannanafnalögum með stórum meirihluta, felldi breytingu um aukið frelsi í lyfjasölu og mótmælti harðlega auknu frelsi á leigubílamarkaði. Svo grunnt er á frelsinu að formaður umrædds flokks gat ekki einu sinni greitt atkvæði með auknu frelsi kvenna í þungunarrofsmálum. Afleiðingin er sú að frelsi allra Íslendinga til athafna og einkalífs er fótum troðið. Frelsi er fé betra, segir í gömlum málshætti. Ætli atkvæðum frelsisþenkjandi fólks sé ekki líka betur varið til annarra en þeirra sem tala fyrir frelsi á tyllidögum en standa vörð um forsjárhyggjuna þess á milli. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Viðreisn Alþingi Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Sjá meira
Sumir þingmenn eru stórorðir um aukið frelsi. Frelsi til athafna og verslunar, líka með áfengi og lausasölulyf, frelsi til að velja sér nafn án afskipta ríkisins, frelsi til að keppa í hættulegum íþróttum. Frelsi einstaklingsins til að athafna sig svo lengi sem hann skaðar ekki aðra. Þetta eru mikilvæg mál. Í samfélagi frjálsra og jafnsettra einstaklinga er eðlilegt að frelsið komi fyrst og að undantekningar frá því þurfi að rökstyðja sérstaklega. Að frelsi til athafna sé almennt og að þörfin á lögbundnum takmörkunum sé eingöngu skoðuð ef líklegt er að tilteknar athafnir valdi öðrum skaða – og að bann gangi ekki lengra en nauðsynlegt er til að draga úr hættunni. Andstæðan er hugmyndafræði sem gengur út á að einstaklingum sé ekki treystandi. Að athafnir séu bannaðar af yfirvaldi þar til sýnt hefur verið sérstaklega fram á skaðleysi þeirra. Þessi nálgun, að bann sé meginregla, nefnist einu nafni forsjárhyggja. Hún gengur gegn grunnhugmyndinni um að við séum sjálf best til þess fallin að taka ákvarðanir um okkar eigið líf og hagsmuni. Þótt sömu ræður um mikilvægi einstaklingsfrelsis séu fluttar ár eftir ár breytist ekkert. Framtaksleysið er algjört. Við bönnum enn fólki að kaupa áfengi í heil tvö ár eftir að það verður lögráða. Við bönnum foreldrum að velja börnum sínum önnur nöfn en þau sem má finna í sérstakri skrá ríkisins. Við bönnum hnefaleika í atvinnuskyni þótt þar mætist tveir einstaklingar af fúsum og frjálsum vilja, í íþrótt sem keppt er í um allan heim. Við bönnum sölu verkjalyfja í verslunum. Við leggjum refsingu við neyslu fíkniefna sem ætti með réttu að vera heilbrigðismál. Þessi upptalning er hvergi nærri tæmandi. Frelsisboðskapurinn hefur gjarnan verið boðaður af þingmönnum stjórnmálaflokksins sem hefur setið einna lengst við völd. Flokks sem felldi breytingar á mannanafnalögum með stórum meirihluta, felldi breytingu um aukið frelsi í lyfjasölu og mótmælti harðlega auknu frelsi á leigubílamarkaði. Svo grunnt er á frelsinu að formaður umrædds flokks gat ekki einu sinni greitt atkvæði með auknu frelsi kvenna í þungunarrofsmálum. Afleiðingin er sú að frelsi allra Íslendinga til athafna og einkalífs er fótum troðið. Frelsi er fé betra, segir í gömlum málshætti. Ætli atkvæðum frelsisþenkjandi fólks sé ekki líka betur varið til annarra en þeirra sem tala fyrir frelsi á tyllidögum en standa vörð um forsjárhyggjuna þess á milli. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun