Falsspámenn frelsisins Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 11. mars 2022 07:30 Sumir þingmenn eru stórorðir um aukið frelsi. Frelsi til athafna og verslunar, líka með áfengi og lausasölulyf, frelsi til að velja sér nafn án afskipta ríkisins, frelsi til að keppa í hættulegum íþróttum. Frelsi einstaklingsins til að athafna sig svo lengi sem hann skaðar ekki aðra. Þetta eru mikilvæg mál. Í samfélagi frjálsra og jafnsettra einstaklinga er eðlilegt að frelsið komi fyrst og að undantekningar frá því þurfi að rökstyðja sérstaklega. Að frelsi til athafna sé almennt og að þörfin á lögbundnum takmörkunum sé eingöngu skoðuð ef líklegt er að tilteknar athafnir valdi öðrum skaða – og að bann gangi ekki lengra en nauðsynlegt er til að draga úr hættunni. Andstæðan er hugmyndafræði sem gengur út á að einstaklingum sé ekki treystandi. Að athafnir séu bannaðar af yfirvaldi þar til sýnt hefur verið sérstaklega fram á skaðleysi þeirra. Þessi nálgun, að bann sé meginregla, nefnist einu nafni forsjárhyggja. Hún gengur gegn grunnhugmyndinni um að við séum sjálf best til þess fallin að taka ákvarðanir um okkar eigið líf og hagsmuni. Þótt sömu ræður um mikilvægi einstaklingsfrelsis séu fluttar ár eftir ár breytist ekkert. Framtaksleysið er algjört. Við bönnum enn fólki að kaupa áfengi í heil tvö ár eftir að það verður lögráða. Við bönnum foreldrum að velja börnum sínum önnur nöfn en þau sem má finna í sérstakri skrá ríkisins. Við bönnum hnefaleika í atvinnuskyni þótt þar mætist tveir einstaklingar af fúsum og frjálsum vilja, í íþrótt sem keppt er í um allan heim. Við bönnum sölu verkjalyfja í verslunum. Við leggjum refsingu við neyslu fíkniefna sem ætti með réttu að vera heilbrigðismál. Þessi upptalning er hvergi nærri tæmandi. Frelsisboðskapurinn hefur gjarnan verið boðaður af þingmönnum stjórnmálaflokksins sem hefur setið einna lengst við völd. Flokks sem felldi breytingar á mannanafnalögum með stórum meirihluta, felldi breytingu um aukið frelsi í lyfjasölu og mótmælti harðlega auknu frelsi á leigubílamarkaði. Svo grunnt er á frelsinu að formaður umrædds flokks gat ekki einu sinni greitt atkvæði með auknu frelsi kvenna í þungunarrofsmálum. Afleiðingin er sú að frelsi allra Íslendinga til athafna og einkalífs er fótum troðið. Frelsi er fé betra, segir í gömlum málshætti. Ætli atkvæðum frelsisþenkjandi fólks sé ekki líka betur varið til annarra en þeirra sem tala fyrir frelsi á tyllidögum en standa vörð um forsjárhyggjuna þess á milli. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Viðreisn Alþingi Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Sumir þingmenn eru stórorðir um aukið frelsi. Frelsi til athafna og verslunar, líka með áfengi og lausasölulyf, frelsi til að velja sér nafn án afskipta ríkisins, frelsi til að keppa í hættulegum íþróttum. Frelsi einstaklingsins til að athafna sig svo lengi sem hann skaðar ekki aðra. Þetta eru mikilvæg mál. Í samfélagi frjálsra og jafnsettra einstaklinga er eðlilegt að frelsið komi fyrst og að undantekningar frá því þurfi að rökstyðja sérstaklega. Að frelsi til athafna sé almennt og að þörfin á lögbundnum takmörkunum sé eingöngu skoðuð ef líklegt er að tilteknar athafnir valdi öðrum skaða – og að bann gangi ekki lengra en nauðsynlegt er til að draga úr hættunni. Andstæðan er hugmyndafræði sem gengur út á að einstaklingum sé ekki treystandi. Að athafnir séu bannaðar af yfirvaldi þar til sýnt hefur verið sérstaklega fram á skaðleysi þeirra. Þessi nálgun, að bann sé meginregla, nefnist einu nafni forsjárhyggja. Hún gengur gegn grunnhugmyndinni um að við séum sjálf best til þess fallin að taka ákvarðanir um okkar eigið líf og hagsmuni. Þótt sömu ræður um mikilvægi einstaklingsfrelsis séu fluttar ár eftir ár breytist ekkert. Framtaksleysið er algjört. Við bönnum enn fólki að kaupa áfengi í heil tvö ár eftir að það verður lögráða. Við bönnum foreldrum að velja börnum sínum önnur nöfn en þau sem má finna í sérstakri skrá ríkisins. Við bönnum hnefaleika í atvinnuskyni þótt þar mætist tveir einstaklingar af fúsum og frjálsum vilja, í íþrótt sem keppt er í um allan heim. Við bönnum sölu verkjalyfja í verslunum. Við leggjum refsingu við neyslu fíkniefna sem ætti með réttu að vera heilbrigðismál. Þessi upptalning er hvergi nærri tæmandi. Frelsisboðskapurinn hefur gjarnan verið boðaður af þingmönnum stjórnmálaflokksins sem hefur setið einna lengst við völd. Flokks sem felldi breytingar á mannanafnalögum með stórum meirihluta, felldi breytingu um aukið frelsi í lyfjasölu og mótmælti harðlega auknu frelsi á leigubílamarkaði. Svo grunnt er á frelsinu að formaður umrædds flokks gat ekki einu sinni greitt atkvæði með auknu frelsi kvenna í þungunarrofsmálum. Afleiðingin er sú að frelsi allra Íslendinga til athafna og einkalífs er fótum troðið. Frelsi er fé betra, segir í gömlum málshætti. Ætli atkvæðum frelsisþenkjandi fólks sé ekki líka betur varið til annarra en þeirra sem tala fyrir frelsi á tyllidögum en standa vörð um forsjárhyggjuna þess á milli. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun