Vissi að lögreglan fylgdist með honum vegna dularfulls leka Snorri Másson skrifar 13. mars 2022 10:00 Maður sem grunaður er um skipulagða glæpastarfsemi segir vinnubrögð lögreglu í máli sínu yfirdrifin og til skammar. Alvarlegur gagnaleki úr lögreglu síðasta sumar kom sér vel fyrir manninn, sem á langan brotaferil að baki. Elías Shamsudin er fæddur árið 1994 en er fyrst kærður fyrir þjófnað 15 ára. Næstu ár endurtekur það sig og vindur upp á sig. Fjárdráttur, of hraður akstur, fjársvik, eignaspjöll, líkamsárás, varsla og meðferð fíkniefna, framleiðsla fíkniefna, innflutningur á fíkniefnum og þannig fikrum við okkur niður eftir íslenskum hegningarlögum eins og þau leggja sig. Þetta hófst í smáglæpum en á allra síðustu árum hefur Elías verið grunaður um skipulagða glæpastarfsemi. Í slíkum málum getur lögregla fengið heimildir til hlerunar eða annars konar eftirlits - til eru um 100 úrskurðir um slíkt í máli Elíasar. „Ég hef verið hleraður síðan 2019 til dagsins í dag. Vonandi er það hætt. Og jú, ég er mannlegur skilurðu, ég æsist og verð reiður og sár og svekktur og græt og allt þetta, bara eins og venjulegur maður gerir. Hvernig sem samræður eru, viðeigandi eða óviðeigandi og að vita að það sé bara verið að hlusta á þetta, það er óþægilegt,“ segir Elías í samtali við fréttastofu. Og þetta er ekki aðeins óþægilegt, segir Elías, heldur að hans mati ólögmætt. Elías Shamsudin situr inni á Litla-Hrauni vegna brots á reynslulausn og á von á ákæru vegna brots á vopnalögum, lögum um peningaþvætti og fíkniefnalögum. Hann telur lögreglu vera að ganga of langt í rannsókn sinni á meintri þátttöku hans í skipulagðri glæpastarfsemi.Stöð 2 Fékk leka í hendurnar Lykilatriði við hlerun er auðvitað að hinn hleraði viti ekki af henni. En Elías frétti hins vegar af því að verið væri að hlusta á hann, áður en lögreglan vissi að hann vissi. Úrskurðunum sem heimiluðu eftirlitið var lekið til hans og lögreglan veit enn ekki hvernig gögnin láku. Það mál er í rannsókn hjá héraðssaksóknara - og Elías kveðst ekkert vita hvaðan úrskurðirnir komu. „Eins skrýtið og það er að segja þetta þá voru bara úrskurðirnir hjá mér uppi á skrifstofu. Ég ætla ekkert að skafa ofan af því, ég get ekki sagt neitt annað en það. Ég mætti upp á skrifstofu og sé bara bunka af einhverjum gögnum á borðinu hjá mér. Yfirlögregluþjónn segir á sínum tíma þegar úrskurður blossar upp í fjölmiðlum að nú verði lekinn rannsakaður. En hvar liggur rannsóknin í dag? Eða er þessu bara kastað frá, eins og allt annað sem snýr að lögreglunni? Þannig að ég spyr aftur: Hvar er innra eftirlit með lögreglunni?“ spyr Elías. Of mikil rannsókn miðað við tilefni Elías var síðast handtekinn í mars í fyrra. Þá er hann sagður hafa verið með byssu, eiturlyf og mikinn pening meðferðis. En þetta var bara tilfallandi atvik að sögn Elíasar, engin skipulögð glæpastarfsemi. Því sé svo umfangsmikil rannsókn ekki réttlætanleg. „Ég meina, ef einhver væri tekinn með skammbyssu eða ólögleg efni og peninga, þá myndi maður alveg hugsa sig tvisvar um. En á meðan það liggur ekki fyrir neitt annað en það sem var komið, þá sé ég enga ástæðu til að halda manni bara í blakkáti á þessu stigi,“ segir Elías, sem fór í einangrun við handtökuna og kveðst ekki einu sinni hafa mátt hitta lögmann sinn. „Fær lögreglan bara allar heimildir sem þeir óska eftir bara útaf því að þeir segja já, við teljum hann vera í skipulagðri glæpastarfsemi, þá fá þeir bara allar heimildir sem til eru en engar sannanir eru til fyrir?“ spyr Elías Shamsudin, fangi á Litla-Hrauni.Stöð 2/Arnar Lögmaður Elíasar sendi nýverið ýtarlega kvörtun til nefndar um eftirlit með lögreglu vegna vinnubragða í máli Elíasar. Þar er ekki kvartað undan umræddum leka; hann kom sér bara vel; en þar er kvartað undan gölluðum gögnum. Í einum úrskurði, sem hlotið hefur blessun dómara, má til dæmis sjá sex stafa bílnúmer. Í öðrum úrskurði er augljóslega rangt málsnúmer. Og í enn öðrum úrskurði er símanúmer, sem enginn kannast við. Allar þessar athugasemdir telur Elías til marks um að úrskurðirnir fáist auðveldlega og athugasemdalaust hjá dómurum. „Ég trúi bara ekki að þetta sé svona auðvelt og að dómarar á Íslandi og skipaðir talsmenn hjá mér setji ekkert út á þetta. Eru engin takmörk fyrir úrskurðum í dag? Fær lögreglan bara allar heimildir sem þeir óska eftir bara útaf því að þeir segja já, við teljum hann vera í skipulagðri glæpastarfsemi, þá fá þeir bara allar heimildir sem til eru en engar sannanir eru til fyrir? Þetta er bara rugl,“ segir Elías. Enn alvarlegri athugasemdir gerir Elías við það sem hann lýsir sem misbeitingu lögreglu á tilkynningu til barnaverndar. Lögreglan telur sig hafa séð eiginkonu hans ferðast með fíkniefni í bíl með börnin meðferðis, en tilkynnti barnavernd ekki um það fyrr en þremur mánuðum eftir að það átti sér stað, sama dag og konan fór í skýrslutöku. Elías bendir á að skylt sé að tilkynna það umsvifalaust ef fólk telur börn vera í hættu. „Eina fólkið sem er saklaust í þessu, hvort sem það er ég eða lögreglan, þá er það börnin,“ segir Elías. Tilkynningu lögreglu til barnaverndar var svo vísað frá. Elías losnar í næsta mánuði en það er líklega aðeins um stundarsakir - það styttist í að ákæra sé tilbúin vegna síðasta brots. Á sama tíma hefur kemur senn til meðferðar nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, sem stóreykur heimildir lögreglu til eftirlits með borgurum, sérstaklega í sambandi við skipulagða glæpastarfsemi. Fangelsismál Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Elías Shamsudin er fæddur árið 1994 en er fyrst kærður fyrir þjófnað 15 ára. Næstu ár endurtekur það sig og vindur upp á sig. Fjárdráttur, of hraður akstur, fjársvik, eignaspjöll, líkamsárás, varsla og meðferð fíkniefna, framleiðsla fíkniefna, innflutningur á fíkniefnum og þannig fikrum við okkur niður eftir íslenskum hegningarlögum eins og þau leggja sig. Þetta hófst í smáglæpum en á allra síðustu árum hefur Elías verið grunaður um skipulagða glæpastarfsemi. Í slíkum málum getur lögregla fengið heimildir til hlerunar eða annars konar eftirlits - til eru um 100 úrskurðir um slíkt í máli Elíasar. „Ég hef verið hleraður síðan 2019 til dagsins í dag. Vonandi er það hætt. Og jú, ég er mannlegur skilurðu, ég æsist og verð reiður og sár og svekktur og græt og allt þetta, bara eins og venjulegur maður gerir. Hvernig sem samræður eru, viðeigandi eða óviðeigandi og að vita að það sé bara verið að hlusta á þetta, það er óþægilegt,“ segir Elías í samtali við fréttastofu. Og þetta er ekki aðeins óþægilegt, segir Elías, heldur að hans mati ólögmætt. Elías Shamsudin situr inni á Litla-Hrauni vegna brots á reynslulausn og á von á ákæru vegna brots á vopnalögum, lögum um peningaþvætti og fíkniefnalögum. Hann telur lögreglu vera að ganga of langt í rannsókn sinni á meintri þátttöku hans í skipulagðri glæpastarfsemi.Stöð 2 Fékk leka í hendurnar Lykilatriði við hlerun er auðvitað að hinn hleraði viti ekki af henni. En Elías frétti hins vegar af því að verið væri að hlusta á hann, áður en lögreglan vissi að hann vissi. Úrskurðunum sem heimiluðu eftirlitið var lekið til hans og lögreglan veit enn ekki hvernig gögnin láku. Það mál er í rannsókn hjá héraðssaksóknara - og Elías kveðst ekkert vita hvaðan úrskurðirnir komu. „Eins skrýtið og það er að segja þetta þá voru bara úrskurðirnir hjá mér uppi á skrifstofu. Ég ætla ekkert að skafa ofan af því, ég get ekki sagt neitt annað en það. Ég mætti upp á skrifstofu og sé bara bunka af einhverjum gögnum á borðinu hjá mér. Yfirlögregluþjónn segir á sínum tíma þegar úrskurður blossar upp í fjölmiðlum að nú verði lekinn rannsakaður. En hvar liggur rannsóknin í dag? Eða er þessu bara kastað frá, eins og allt annað sem snýr að lögreglunni? Þannig að ég spyr aftur: Hvar er innra eftirlit með lögreglunni?“ spyr Elías. Of mikil rannsókn miðað við tilefni Elías var síðast handtekinn í mars í fyrra. Þá er hann sagður hafa verið með byssu, eiturlyf og mikinn pening meðferðis. En þetta var bara tilfallandi atvik að sögn Elíasar, engin skipulögð glæpastarfsemi. Því sé svo umfangsmikil rannsókn ekki réttlætanleg. „Ég meina, ef einhver væri tekinn með skammbyssu eða ólögleg efni og peninga, þá myndi maður alveg hugsa sig tvisvar um. En á meðan það liggur ekki fyrir neitt annað en það sem var komið, þá sé ég enga ástæðu til að halda manni bara í blakkáti á þessu stigi,“ segir Elías, sem fór í einangrun við handtökuna og kveðst ekki einu sinni hafa mátt hitta lögmann sinn. „Fær lögreglan bara allar heimildir sem þeir óska eftir bara útaf því að þeir segja já, við teljum hann vera í skipulagðri glæpastarfsemi, þá fá þeir bara allar heimildir sem til eru en engar sannanir eru til fyrir?“ spyr Elías Shamsudin, fangi á Litla-Hrauni.Stöð 2/Arnar Lögmaður Elíasar sendi nýverið ýtarlega kvörtun til nefndar um eftirlit með lögreglu vegna vinnubragða í máli Elíasar. Þar er ekki kvartað undan umræddum leka; hann kom sér bara vel; en þar er kvartað undan gölluðum gögnum. Í einum úrskurði, sem hlotið hefur blessun dómara, má til dæmis sjá sex stafa bílnúmer. Í öðrum úrskurði er augljóslega rangt málsnúmer. Og í enn öðrum úrskurði er símanúmer, sem enginn kannast við. Allar þessar athugasemdir telur Elías til marks um að úrskurðirnir fáist auðveldlega og athugasemdalaust hjá dómurum. „Ég trúi bara ekki að þetta sé svona auðvelt og að dómarar á Íslandi og skipaðir talsmenn hjá mér setji ekkert út á þetta. Eru engin takmörk fyrir úrskurðum í dag? Fær lögreglan bara allar heimildir sem þeir óska eftir bara útaf því að þeir segja já, við teljum hann vera í skipulagðri glæpastarfsemi, þá fá þeir bara allar heimildir sem til eru en engar sannanir eru til fyrir? Þetta er bara rugl,“ segir Elías. Enn alvarlegri athugasemdir gerir Elías við það sem hann lýsir sem misbeitingu lögreglu á tilkynningu til barnaverndar. Lögreglan telur sig hafa séð eiginkonu hans ferðast með fíkniefni í bíl með börnin meðferðis, en tilkynnti barnavernd ekki um það fyrr en þremur mánuðum eftir að það átti sér stað, sama dag og konan fór í skýrslutöku. Elías bendir á að skylt sé að tilkynna það umsvifalaust ef fólk telur börn vera í hættu. „Eina fólkið sem er saklaust í þessu, hvort sem það er ég eða lögreglan, þá er það börnin,“ segir Elías. Tilkynningu lögreglu til barnaverndar var svo vísað frá. Elías losnar í næsta mánuði en það er líklega aðeins um stundarsakir - það styttist í að ákæra sé tilbúin vegna síðasta brots. Á sama tíma hefur kemur senn til meðferðar nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, sem stóreykur heimildir lögreglu til eftirlits með borgurum, sérstaklega í sambandi við skipulagða glæpastarfsemi.
Fangelsismál Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira