Hélt Ísaki utan hóps en fannst hann magnaður í gær Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2022 15:00 Ísak Bergmann Jóhannesson var óheppinn að skora ekki annað mark í leiknum eftir að hafa leikið framhjá markverði PSV en skotið var varið af varnarmanni á marklínunni. Getty/Ulrik Pedersen Ísak Bergmann Jóhannesson fékk hrós frá þjálfara FC Kaupmannahafnar eftir að hafa loksins í gær fengið að spila sinn fyrsta keppnisleik með liðinu á þessu ári. Það vakti athygli að Ísak skyldi ekki einu sinni fá sæti á meðal varamanna í fyrstu þremur deildarleikjum FCK eftir vetrarfríið. Hann kom hins vegar inn í hópinn fyrir leikinn gegn PSV Eindhoven í Evrópudeildinni í gærkvöld og skoraði eftir fimm mínútna leik, í 4-4 jafntefli, auk þess að vera afar nálægt því að skora annað mark rétt áður en FCK komst í 3-1 undir lok fyrri hálfleiks. Jess Thorup, þjálfari FCK, tjáði sig um frammistöðu hins 18 ára Ísaks, sem reyndar verður 19 síðar í þessum mánuði, og hins 19 ára William Böving en þeir léku á sitt hvorum kantinum fyrir FCK. „Við hjá FC Kaupmannahöfn erum ekki hræddir við að gefa ungum leikmönnum tækifæri, burtséð frá því hvað þeir eru gamlir,“ sagði Thorup. „Við erum með stóran leikmannahóp og sáum það á fyrri hluta leiktíðarinnar fyrir nokkrum mánuðum þegar við byrjuðum með marga unga leikmenn. Þeir fengu dýrmætar mínútur með aðalliðinu og eru því tilbúnir til að nýta tækifærin þegar þau koma. Tveir af þessum strákum – Ísak skoraði mark og Böving lék frábærlega þær 60 mínútur sem hann var á vellinum. Þeir voru magnaðir, báðir tveir,“ sagði Thorup við heimasíðu FCK. Seinni leikur FCK við PSV er í Kaupmannahöfn næsta fimmtudag en í millitíðinni á FCK stórleik gegn Midtjylland í titilbaráttunni í dönsku úrvalsdeildinni. Danski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir 86 Danir handteknir eftir markaveislu Ísaks Bergmanns og félaga í gær Stuðningsmenn FC Kaupmannahafnar komu sér í vandræði eftir leik liðsins á móti PSV Eindhoven í Hollandi í gær. 11. mars 2022 11:31 Ísak skoraði fyrir FCK í átta marka jafntefli: Sjáðu markið Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrsta mark FCK er liðið gerði 4-4 jafntefli gegn PSV Eindhoven í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. 10. mars 2022 22:26 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Það vakti athygli að Ísak skyldi ekki einu sinni fá sæti á meðal varamanna í fyrstu þremur deildarleikjum FCK eftir vetrarfríið. Hann kom hins vegar inn í hópinn fyrir leikinn gegn PSV Eindhoven í Evrópudeildinni í gærkvöld og skoraði eftir fimm mínútna leik, í 4-4 jafntefli, auk þess að vera afar nálægt því að skora annað mark rétt áður en FCK komst í 3-1 undir lok fyrri hálfleiks. Jess Thorup, þjálfari FCK, tjáði sig um frammistöðu hins 18 ára Ísaks, sem reyndar verður 19 síðar í þessum mánuði, og hins 19 ára William Böving en þeir léku á sitt hvorum kantinum fyrir FCK. „Við hjá FC Kaupmannahöfn erum ekki hræddir við að gefa ungum leikmönnum tækifæri, burtséð frá því hvað þeir eru gamlir,“ sagði Thorup. „Við erum með stóran leikmannahóp og sáum það á fyrri hluta leiktíðarinnar fyrir nokkrum mánuðum þegar við byrjuðum með marga unga leikmenn. Þeir fengu dýrmætar mínútur með aðalliðinu og eru því tilbúnir til að nýta tækifærin þegar þau koma. Tveir af þessum strákum – Ísak skoraði mark og Böving lék frábærlega þær 60 mínútur sem hann var á vellinum. Þeir voru magnaðir, báðir tveir,“ sagði Thorup við heimasíðu FCK. Seinni leikur FCK við PSV er í Kaupmannahöfn næsta fimmtudag en í millitíðinni á FCK stórleik gegn Midtjylland í titilbaráttunni í dönsku úrvalsdeildinni.
Danski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir 86 Danir handteknir eftir markaveislu Ísaks Bergmanns og félaga í gær Stuðningsmenn FC Kaupmannahafnar komu sér í vandræði eftir leik liðsins á móti PSV Eindhoven í Hollandi í gær. 11. mars 2022 11:31 Ísak skoraði fyrir FCK í átta marka jafntefli: Sjáðu markið Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrsta mark FCK er liðið gerði 4-4 jafntefli gegn PSV Eindhoven í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. 10. mars 2022 22:26 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
86 Danir handteknir eftir markaveislu Ísaks Bergmanns og félaga í gær Stuðningsmenn FC Kaupmannahafnar komu sér í vandræði eftir leik liðsins á móti PSV Eindhoven í Hollandi í gær. 11. mars 2022 11:31
Ísak skoraði fyrir FCK í átta marka jafntefli: Sjáðu markið Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrsta mark FCK er liðið gerði 4-4 jafntefli gegn PSV Eindhoven í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. 10. mars 2022 22:26