Gera ráð fyrir að á fjórða hundruð sæki um vernd það sem eftir lifir mars Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. mars 2022 13:55 Um tveir þriðju af þeim sem sótt hafa um vernd hér á landi hafa fengið hússkjól hjá vinum og ættingjum. Vísir/Egill Alls hafa 143 einstaklingar með úkraínskt ríkisfang komið til Íslands og sótt um vernd frá því að innrás Rússa hófst fyrir rúmri viku en 34 komu til landsins í gær. Ríkislögreglustjóri áætlar að allt að 381 muni sækja um vernd hér á landi það sem eftir lifir mars, eða að meðaltali átján manns á dag. Í nýrri stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra kemur fram að meirihluti þeirra sem sótt hefur um vernd hér á landi séu konur og börn, eða rúmlega hundrað. Tveir þriðju þeirra sem hafa sótt um vernd hér á landi hafa fengið hússkjól hjá vinum og ættingjum en Útlendingastofnun hefur komið öðrum til aðstoðar. Umsækjendum fjölgar um tæplega 40 frá því að síðasta skýrsla var birt á miðvikudag, þar af sóttu 34 um vernd í gær. Frá fyrsta mars til og með tíunda mars hafa 127 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd. Tæplega helmingur þeirra sem koma eru með tengsl við Úkraínu og koma með beinu flugi frá Varsjá og Búdapest. Að því er kemur fram í skýrslunni hefur Wiz Air gefið hundrað þúsund flugmiða til flóttamanna sem eru að flýja stríðsátökin og kostar það aðeins sjötíu evrur fyrir flóttamenn að ferðast með félaginu til Íslands. Gera ráð fyrir að fimm milljónir verði á flótta Rúmlega 2,5 milljónir manna hafa þegar þurft að flýja Úkraínu vegna átakanna og er gert ráð fyrir að þeim muni fjölga töluvert. Alþjóðaflóttamannastofnunin áætlar að allt að fimm milljónir einstaklinga muni flýja en áður hafði stofnunin gert ráð fyrir að fjórar milljónir yrðu á flótta. Europol hefur varað við því að auknar líkur séu á mansali vegna stríðsátakanna en stofnunin vísaði til þess í gær að flóttamenn frá Úkraínu séu af ýmsum ástæðum í aukinni hættu aðp verða þolenduur mansals. Þá eru upplýsingar um að brotahópar nýti sér aðstæðurnartil mansals, meðal annars með að setja fólk í hóp flóttamanna frá Úkraínu. Flestir þeirra sem hafa flúið eru komnir til Póllands og eru með úkraínskt ríkisfang en rússneskir ríkisborgarar eru sömuleiðis í auknum mæli að flýja Rússland af ótta við að herlög verði sett á og er töluvert um það að Rússar far með ólögmætum hætti yfir landamærin til Finnlands og Eystrasaltsríkjanna. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Níutíu prósent Íslendinga hlynnt móttöku flóttafólks frá Úkraínu Rúm níutíu prósent landsmanna eru hlynnt því að Ísland taki á móti flóttafólki frá Úkraínu. 11. mars 2022 07:18 Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32 Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. 9. mars 2022 20:01 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Sjá meira
Í nýrri stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra kemur fram að meirihluti þeirra sem sótt hefur um vernd hér á landi séu konur og börn, eða rúmlega hundrað. Tveir þriðju þeirra sem hafa sótt um vernd hér á landi hafa fengið hússkjól hjá vinum og ættingjum en Útlendingastofnun hefur komið öðrum til aðstoðar. Umsækjendum fjölgar um tæplega 40 frá því að síðasta skýrsla var birt á miðvikudag, þar af sóttu 34 um vernd í gær. Frá fyrsta mars til og með tíunda mars hafa 127 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd. Tæplega helmingur þeirra sem koma eru með tengsl við Úkraínu og koma með beinu flugi frá Varsjá og Búdapest. Að því er kemur fram í skýrslunni hefur Wiz Air gefið hundrað þúsund flugmiða til flóttamanna sem eru að flýja stríðsátökin og kostar það aðeins sjötíu evrur fyrir flóttamenn að ferðast með félaginu til Íslands. Gera ráð fyrir að fimm milljónir verði á flótta Rúmlega 2,5 milljónir manna hafa þegar þurft að flýja Úkraínu vegna átakanna og er gert ráð fyrir að þeim muni fjölga töluvert. Alþjóðaflóttamannastofnunin áætlar að allt að fimm milljónir einstaklinga muni flýja en áður hafði stofnunin gert ráð fyrir að fjórar milljónir yrðu á flótta. Europol hefur varað við því að auknar líkur séu á mansali vegna stríðsátakanna en stofnunin vísaði til þess í gær að flóttamenn frá Úkraínu séu af ýmsum ástæðum í aukinni hættu aðp verða þolenduur mansals. Þá eru upplýsingar um að brotahópar nýti sér aðstæðurnartil mansals, meðal annars með að setja fólk í hóp flóttamanna frá Úkraínu. Flestir þeirra sem hafa flúið eru komnir til Póllands og eru með úkraínskt ríkisfang en rússneskir ríkisborgarar eru sömuleiðis í auknum mæli að flýja Rússland af ótta við að herlög verði sett á og er töluvert um það að Rússar far með ólögmætum hætti yfir landamærin til Finnlands og Eystrasaltsríkjanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Níutíu prósent Íslendinga hlynnt móttöku flóttafólks frá Úkraínu Rúm níutíu prósent landsmanna eru hlynnt því að Ísland taki á móti flóttafólki frá Úkraínu. 11. mars 2022 07:18 Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32 Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. 9. mars 2022 20:01 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Sjá meira
Níutíu prósent Íslendinga hlynnt móttöku flóttafólks frá Úkraínu Rúm níutíu prósent landsmanna eru hlynnt því að Ísland taki á móti flóttafólki frá Úkraínu. 11. mars 2022 07:18
Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32
Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. 9. mars 2022 20:01